Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 4
„Atvinnurekendur nota yfirborganir stundum til þess að hreinsa til á vinnustað óœskilega menn sem standa í félagsmálavafstri og slíku. Þeir nota síðan vald sitt til þess að umbuna þœgu fólki sem vinnur mikla eftirvinnu og er þægt. Ég veit að margir telja slíkar aðferðir heyra sögunni til en þetta tíðkast enn í dag þrátt fyrir allt. “ Gegn aðstoðarfólki og iðnnemum Margir hafa velt vöngum yfir kauplagsmálum okkar. Ég ætla ein- ungis að skrifa um það yfirborgunar- kerfi sem er við líði í prentiðnaðinum, hvaða orsakir það hefur og ekki síst afleiðingar af slíku kerfi. Það má segja að fyrir 1965 hafi yfir- borganir ekki þekkst. Þegar offsetbylt- ingin hófst uppúr 1970 má segja að gjörbreyting hafi átt sér stað. Áður fyrr voru prentarar taldir hafa það betra en gerðist meðal annars verka- fólks þrátt fyrir að vera nánast ein- göngu á taxta. Sem sé með offsetbyltingunni er hægt að draga ákveðin skil. En hverjar voru ástæður fyrir því að atvinnurek- endur gengust inn á slíkt kerfi? Jú, þörfin á faglærðum starfskrafti í offset- prentun, skeytingu og ljósmyndun varð gífurleg. Með slíkan meðbyr var ekki nema eðlilegt að forystumenn grafiskra nýttu sér slíkt. Bæði komu til hærri taxtar en blýsetjarar og hæðar- prentarar höfðu sem og yfirborgun ofan á þá taxta. Þróunin hefur verið sú (þó án nokk- urra sannana) að meðaltalsyfirborgun hjá grafiskum hefur hækkað úr ca. 10—15% yfir taxta í kringum 1970 í ca. 80-90% 1985. Atvinnurekendur... ... eftir eigin geðþótta Ég nefndi hér á undan að eftirspurnin eftir fagmönnum hafi verið orsökin fyrir þessari sprengingu. En hvernig stendur á því að nú 15-20 árum seinna hefur yfirborgunin hækkað. Aukningin á verkefnum hefur verið slík að enn vantar faglært fólk til starfa í ákveðnum greinum s. s. skeytingu og offsetprentun. En það er einnig önnur ástæða fyrir óbreyttu kerfi. Atvinnu- rekendur sjá sér hag í því að viðhalda yfirborgunum til þess að stjórna vinnu- aflinu eftir eigin geðþótta. Það er í raun undir atvinnurekend- um komið hve hátt kaup maður hefur. Jú, maður getur auðvitað farið inn á kontór og „samið“ um kaup og kjör. En endanlegt vald er í höndum at- vinnurekenda eins og dæmin sanna. Oft og mörgum sinnum hefur starfs- manni verið tilkynnt „að því miður verð ég að lækka yfirborgunina“. Þetta er auðvitað dulbúin uppsögn því enginn með stolt lætur bjóða sér slíkt. Atvinnurekendur nota yfirborganir stundum til að „hreinsa“ til á vinnu- stað óæskilega menn sem standa í fé- lagsmálavafstri og slíku. Þeir nota síð- an vald sitt til þess að umbuna „þægu“ fólki sem vinnur mikla eftirvinnu og er þægt. Ég veit að margir telja slíkar aðferðir heyra sögunni til en þetta tíðkast enn í dag þrátt fyrir allt. En versta afleiðingin sem þetta kerfi hefur er gagnvart þeim hópum sem í kaupi eru miðaðir við grunntaxta sveina. Þessir hópar eru fyrst og fremst ófaglært aðstoðarfólk og iðn- nemar. Einnig má þar telja eldri félaga okkar meðal setjara og hæðar- prentara. Miðaðir við lægsta taxta Taxtar aðstoðarfólks eru í raun miðað- ir við lægsta taxta sveina. Það er ekki langt síðan hæsti taxti aðstoðarfólks fór yfir lægsta taxta sveina. Þessi hóp- ur telur u. þ. b. Vs af félagsmönnum FBM og er láglaunahópur og að mestu leyti skipaður konum. Þrátt fyrir há- stemdar yfirlýsingar atvinnurekenda um að bæta þurfi hag láglaunafólks hefur lítið verið að gert. Undir sömu sök eru forystumenn okkar seldir þar sem krafan um að yfirborganir komi inn í taxta hefur ekki verið sett á oddinn í raun. Taxtar nema eru einnig miðaðir við lægsta taxta sveina. Þau atriði sem nefnd hafa verið hér að framan tel ég vera aðalókosti við yfirborganir. En það eru aðrar afleið- ingar sem þær hafa sem ég tel ekki síður mikilvægar. 4 PRENTARINN 3.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.