Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 5
 Sú mynd sem hér birtist af bókagerðarmanninum Stefáni Sveinbjarnarsyni er óviðkomandi þeirri grein sem hér er með. 1. Það vill oft „gleymast“ þegar ver- ið er að semja við atvinnurekendur að samkvæmt samningi sem þeir eru aðil- ar að er skýrt kveðið á um það að yfirvinna eigi að greiðast með 100% álagi. Þetta þýðir í raun að ódýrara er fyrir atvinnurekendur að borga fag- mönnum eftirvinnukaup en dagvinnu vegna launatengdra gjalda sem falla niður þegar komið er í eftirvinnu en greidd eru af dagvinnu. 2. Atvinnurekendur nota þrjár meginreglur við að reikna t. d. iðgjöld okkar í lífeyrissjóð af dagvinnu- launum. a. Greitt er af taxta. Töluvert er um þetta. b. Greitt er af taxta og hluta af yfir- borgun. Mjög vinsælt í dag. c. Greitt er af taxta auk allri yfirborg- un. Frekar óvinsælt enda þarf at- vinnurekandi að greiða hærri upp- hæð á móti en samkvæmt lið a. eða b. Við skulum athuga þetta nánar. Yfirgnæfandi er greitt samkvæmt lið a. og b. En hvað þýðir það fyrir okkurl Jú einfalt mál. Við borgum lægra hlut- fall af tekjum okkar í lífeyrissjóð og réttindi okkar skerðast sem því nem- ur. Þetta hlutfall getur numið allt að 50% og skerðast því réttindi viðkom- andi um sömu tölu. 3. Feluleikur með launaseðla vegna „trúnaðar“ starfsmanna við atvinnu- rekendur um yfirborganir. Þessi felu- leikur skapar leiðinda „móral“ og eyðileggur samheldni og samstöðu meðal félagsmanna. 4. FBM skiptist í þrjá hópa eftir launum. Það má tala um 3 hópa í því sambandi. a. Aðstoðarfólk og nemar. b. Fagmenn með lága yfirborgun auk örfárra aðstoðarmanna sem hafa hærri laun en tíðkast meðal þeirra. c. Fag- menn með háa yfirborgun. Ástandið er orðið óeðlilegt þegar launamismun- ur er orðinn 1 á móti 4. En hvað er þá til ráða? Númer 1, 2 og 3 er að krafan um að yfirborganir komi inn í taxta verði sett á oddinn. Það þýðir ekki bara að tala um það, það verður að framkvæma. Margir spyrja þá hvort allir hafi hag af því. Ég mundi svara játandi. Ekki einungis aðstoðarfólk, heldur einnig hátt borgaðir sveinar þegar fram í sækir. Einhvern tíma kemur að því að markaðurinn fyrir fagmenn mettist og þá kemur að því að atvinnu- rekendur geti lækkað yfirborgun með því að vísa til þess að nóg sé af fag- mönnum og þeir stýri kaupinu ein- hliða. Mín hugmynd er sú að taxtar hækki um 50—60%. Með því væri hægt að hafa aukalega 10—50% þar sem yfir- borganir leggjast ekki af fyrr en aukn- ing hefur orðið á fagmönnum. Sumum kann að finnast slík hækkun óraunhæf en það má benda á að það sé fyrst og fremst láglaunafólkið sem ber hag af þessu. Þetta hlýtur að vera hægt fyrst hægt er að borga mönnum 100—120% yfirborgun. Að lokum ætla ég að leggja fram eina kröfu sem kemur í veg fyrir svindl með launatengdu gjöldin s. s. lífeyris- sjóðsgjöld, að það verði borgað af öll- um launum en ekki af einhverju ímynduðu dagvinnukaupi. Nú er mál að linni. Tilgangur þess- arar greinar er að vekja menn til um- hugsunar um óeðlilegt ástand sem rík- ir í kauplagsmálum okkar og til þess að koma af stað umræðu sem vonandi leiðir til úrbóta. as. PRENTARINN 3.5/85 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.