Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 18
Samstaða um megin viðfangsefnin einkenndu ársfund Nordisk Grafisk Union Sú tœkniþróun sem á sér stað eykur enn á nauðsyn þess að samvinna og samstaða verkafólks milli landa standi á traustum grunni. í haust verður þing Internationella Grafiska Federation- en (IGF). í þeim málaflokkum sem skipta meginmáli munu fulltrúar frá Norðurlöndum koma fram sem ein heild, málin hafa verið rædd og samstaða ríkir. Eftir velheppnaðan ársfund NGU í Reykjavík er óhœtt að fullyrða að þessi samvinna og samstaða styrkir svo sannarlega stöðu bókagerðarmanna á Norðurlöndum. Á þessu tíunda starfsári Nordisk Grafisk Union var ársfundur þess haldinn dagana 3.-7. júní í Reykja- vík. NGU hefur sannað gildi sitt og kom það greinilega fram á þessu þingi. Starfsemin er lifandi og stuðningur við einstök aðildarfélög þegar á þarf að halda er mikill og jákvæður. Fulltrúar á þessum ársfundi voru um 30 frá sex löndum og átta aðildarfé- lögum og er orsök þess sú að í Dan- mörku starfa þrjú félög bókagerðar- manna í stað eins í hinum aðildarlönd- unum. Fulltrúar Félags bókagerðar- manna á þessum fundi voru Magnús Einar Sigurðsson, Svanur Jóhannes- son og Sæmundur Árnason, túlkur var að venju Sigríður Stefánsdóttir. Undirbúningur þessa fundar var í höndum FBM og leiddi Þórir Guð- jónsson það starf ásamt fulltrúum fé- lagsins á fundinum. Þórir var jafn- framt starfsmaður fundarins og hafði sem slíkur í mörg horn að líta. í lok fundarins færðu fundarmenn honum þakkir fyrir vel unnin störf og FBM fyrir góðan undirbúning og skipulag fundarins. Samstöðustarf í skýrslu stjórnar NGU kom fram að starfið hafði ekki einungis snúist um norræn málefni. Alþjóðlegur stuðn- ingur hafði aukist. Enska bókagerðar- mannafélagið NGA hafði fengið fjár- hagsstuðning í baráttu sinni gegn at- vinnurekendum og ríkisstjórn Thatc- her. Pá er NGU þátttakandi í hjálpar- starfi í Asíu, Suður-Ameríku og Afr- íku, sem er í því fólgið að kenna bóka- gerðargreinarnar í viðkomandi lönd- um. Nordisk Grafisk Union hefur sent mótmæli til ríkisstjórna Uruguay og Guatemala og krafist þess að forustu- mönnum verkalýðsfélaga verði sleppt úr fangelsum. Hvað Norðurlöndin snertir fékk Fé- 18 PRENTARINN 3.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.