Prentarinn - 01.03.1985, Síða 19

Prentarinn - 01.03.1985, Síða 19
Svipmyndir frá ársfundinum, efst formaöur og ritari NGU, neðst fulltrúar FBM. lag bókagerðarmanna styrk að þessu sinni, enda eina félagið sem átti í lang- vinnri kjaradeilu. Starfsemi NGU Stærsta verkefni sem NGU hefur tekið þátt í til þessa er Utopia verkefnið en því er nú lokið. í því sambandi skal á það bent enn og aftur að félagsmenn geta haft aðgang að niðurstöðum þess á skrifstofu félagsins auk þess sem vís- að er til greina sem birst hafa í Prent- aranum. A síðasta starfsári hefur sú breyting átt sér stað að búið er að taka upp markvissari upplýsingaskipti á milli aðildarfélaganna. Nýir samningar og annað sem snertir hagsmuni félags- manna er sent til aðildarfélaga jafn- harðan. Þá var tekin upp sú nýbreytni að halda upplýsingafundi á milli árs- funda þar sem færri fulltrúar mæta, frá fyrsta slíkum fundi hefur verið greint í Prentaranum, 1. tbl. þessa árs. A hverju ári eru svo haldnar haustráðstefnur um hin ólíklegustu efni sem snerta hagsmuni bókagerðar- manna. Á þessu ári er svo jafnframt haldin sérstök ráðstefna um málefni ungs fólks, enda árið 1985 æskulýðsár Sameinuðu þjóðanna. m Vaktavinna - Táknmál NGU hefur gert könnun á samningum á Norðurlöndunum um vaktavinnu. Það var gert vegna fullyrðinga at- vinnurekenda að þau vaktavinnufyr- irkomulög sem viðgengjust væru of ólík á milli landa. I þessu sambandi var gerð sérstök samþykkt og er hún birt hér með. Að undanförnu hefur verið starf- andi nefnd sem er ætlað að samræma tákn og fagorð innan prentunarinnar á Norðurlöndum. Greint var frá því sem nefndin hefur gert hingað til og er ætlunin að hún ljúki störfum 1986, 19

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.