Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 20
fulltrúi FBM í þessari nefnd er Ársæll Ellertsson. Áhafnir á prentvélum Ákveðið var að gerð yrði úttekt á því hjá öllum aðildarfélögum, hver staðan væri varðandi áhafnir á prentvélum og jafnframt að þau settu fram sínar skoðanir á málinu. Tilgangurinn er sá að reisa sameiginlega kröfu í þessu sambandi. Menn voru sammála um það að nauðsynlegt væri að hraða þessu máli því ástandið væri víða slæmt og í allt of miklum mæli háð dutlungum atvinnurekenda. Skýrslur aðildarfélaga Einn stærsti þáttur ársfundanna eru skýrslur aðildarfélaganna og var það svo einnig nú. I þeim kemur ekki ein- ungis fram hin faglega staða í hverju landi, einnig hin pólitíska. Af aðildar- löndum NGU eru það nú einungis Sví- þjóð og Finnland sem njóta þess að búa við ríkisstjórnir sem hafa það að markmiði að stjórna í þágu heildarinn- ar. í hinum löndunum sitja við stjórnvölinn ríkisstjórnir sem starfa í þeim anda að gera hina ríku ríkari og þá fátæku fátækari, enda sækja þær sínar fyrirmyndir til örgustu aftur- haldsafla í Ameríku og Englandi. Stað- reyndirnar komu jafnframt fram: verkalýðshreyfingin í Svíþjóð og Finn- landi höfðu náð mun betri árangri en í hinum löndunum í síðustu samnings- gerðum auk þess sem löggjafinn stóð vörð um réttindi fólks. Stjórnarkjör Að þessu sinni rann út kjörtímabil stjórnar NGU og fór því fram stjórnar- kjör. I stjórnarkjörinu var farið að tillögu uppstillinganefndar og voru eft- irtaldir kosnir í stjórn: Áke Rosen- quist, formaður, Kjell Christoffersen, ritari, Yngve Eriksson, gjaldkeri og meðstjórnendur voru kosnir: Pentti Levo, Kaj Pedersen og Börge Geert- sen. Varamenn voru kjörnir: Valter Carlsson, Göran Söderlund, Per Thorkildsen, Tom Durbing, Magnús Einar Sigurðsson og Pekka Lahtinen. Þing IGF Umfjöllun um þing IGF tók nokkurn tíma ársfundarins, en þingið er í haust. Samstaða var um að félag hvítra bóka- gerðarmanna í Suður-Afríku skyldi rekið úr IGF, enda kúgun hinna hvítu á svörtum í því landi sjaldan verið meiri og ómanneskjulegri. Þá kom fram sameiginleg afstaða til tillagna um lagabreytingar. Ákveðið var að framlag Nordisk Grafisk Union til samstöðusjóðs IGF yrði að þessu sinni 20 þúsund sænskar krónur. Ársfundurinn var sammála um að styðja Erwing Ferleman frá Þýskalandi sem formann IGF. Sam- staða var um að stinga upp á Pentti Levo sem varaformanni og sem full- trúum í stjórnkerfi IGF þeim Áke Rosenquist, Kaj Pedersen, Pekka Lahtinen og Jörn Nielsen. Góð vika með góðum félögum Þá viku sem félagar okkar dvöldu hér á íslandi var einn dagur notaður til þess að skoða náttúru Islands. Flogið var til Húsavíkur og farið með rútum um sveitirnar í kring. Veðrið var gott og voru allir sammála um að þetta hefði verið hin ánægjulegasta ferð, og kemur það svo sannarlega fram í skrif- um fagblaðanna á Norðurlöndum um dvölina á íslandi, en þau hafa fjallað mikið um þennan ársfund og stöðuna á íslandi. í blaði Dansk Typograf-For- bund er m. a. greint frá heimsókn í Prentsmiðjuna Odda. í niðurlagi þessarar greinar af fundi Stefán Ögmundsson sýnir NGU fólki bókasafn FBM og vakti það verðskuldaða athygli. Guiimt • * r • ■. Danskir félagar koma í heimsókn til FBM. NGU á íslandi er ekki óeðlilegt að minna á að Karl Marx vissi svo sannar- lega hvað hann var að segja þegar hann sagði: „Öreigar í öllum löndum sameinist“. Þessi fundur endurspegl- aði gildi samstöðu verkafólks yfir landamæri og félagsmenn FBM kynnt- ust því í raun hvers virði það er að njóta stuðnings stéttarsystkina í öðr- um löndum í þeim átökum sem at- vinnurekendur neyddu okkur í á s. 1. hausti. mes 20 PRENTARINN 3.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.