Prentarinn - 01.03.1985, Qupperneq 15

Prentarinn - 01.03.1985, Qupperneq 15
1 ,A stað, á stað og upp í sveit, þar uriun býr“ o. s. frv. Þetta var allfjölmenn sveit, því konur og dætur prentara voru alltaf með. Farið var upp að Skeggjastöð- um, stundum upp að Borgarhólum og niður að Miðdal aftur og heim. Stundum austur í Hveradali. Alltaf var mikið fjör og líf í þessum ferð- um og þeir, sem elskuðu „sopann“ gleymdu ekki að hafa „tár“ með sér. Heim var komið að kvöldi kl. 9-10 og voru þá sumir lerkaðir, því ekki voru reiðskjótarnir allir fyrsta flokks! Við lifðum svo á endur- minningunum til næsta sumars. Þá voru menn ánægðir með lítið, en nú eru menn óánægðir með mikið. Ekki voru þá margir staðir í ná- grenni Reykjavíkur eða í bænum, þar sem menn gætu notið sum- arblíðunnar úti. Helst var það „Battaríið“, þar var oft krökt af fólki í góðu veðri á sumrin. Líka var oft farið suður í „Beneventum“, sem kallað var, sunnan í Öskjuhlíð- inni. Þar voru smáklettabelti og grasbalar undir og var oft gott að baða sig þar í sólinni. Við Aðalbjörn gengum oftast eitthvað út úr bænum, þegar gott var veður á sumrin, annað hvort inn á „Hlemm“ eða vestur á Nes. Man ég að eitt kvöld er við gengum vestur á Nes í undurfögru sum- arveðri, þá varð þessi vísa til: I sóiskini göngum við nú fram . á Nes, og nú skal þá tekið eitt lag. ■ Á morgun ég handrit af Ljós- I inu les1, en lagði af Kverið2 í dag. Fjallkonu3 snerti ég alls ekki á, en Afmœlisrit4 vil ég fá. Tvö sumur fórum við Guðmund- Jón Trausti (Guðmundur Magnússon). ur Magnússon (Jón Trausti) í gönguför. 1899 gengum við upp á Hengil. Fórum á laugardagskvöldi, gengum austur með Borgarhólum og tókum þaðan stefnuna þráðbeint á Hengilinn og komum upp á hæsta hnjúk hans kl. sex um morguninn. Var þar þá fagurt útsýni. En svo óheppilega vildi til, að þegar við höfðum rétt staðnæmzt þar augna- blik, kom skýhnoðri og huldi alla útsýn. Héldum við suður af Hengli og niður á Kolviðarhól og fengum hressingu hjá Guðna og héldum svo heim, en sárfættir vorum við orðn- ir, þegar heim kom. Sumarið 1900 gengum við Guð- mundur til Hafnarfjarðar og þaðan sem leið liggur yfir Grindaskörð og niður í Herdísarvíkur-brennisteins- námur. Skoðuðum við gíga þá er forðum hafði hraunleðjan runnið úr, er myndað hefur Hafnarfjarð- arhraun. Fórum alllangt niður í einn þeirra. Guðmundur var gagn- fróður um allt, er laut að náttúru Islands og hafði yndi af að miðla öðrum af þekkingu sinni. Enginn stórborgarbragur var kominn á Reykjavík á þessum árum, fyrir aldamót. Á sumrin var rólegt eins og maður væri uppi í sveit. Enda átti þá enginn maður sumarbústað. Engin umferð á göt- unum önnur en gangandi fólk og einstaka maður með hestvagn, og svo sveitamenn með lestaferðir sínar vor og haust. En á sunnudags- kvöldum, þegar útreiðarflokkar voru að koma niður í bæinn, var oft margt um manninn á Laugavegin- um, sem þá var eina gatan, sem lá út úr bænum austur. Fyrsti maður, sem ég sá á reiðhjóli, var Guðbrandur kaup- maður Finnbogason. Þótti mér furðuverk að sjá það farartæki. Svo fóru, eftir aldamótin, fleiri að fá sér reiðhjól, Guðmundur Björnsson héraðslæknir (síðar landlæknir), Knud Zimsen o. fl. Helztu tilbreytingarnar voru, þegar ensku og frönsku herskipin lágu inni. Þá voru „frönsku húsin“ í Austurstræti, þar sem hús Stefáns Gunnarssonar og aðrar stórbygg- PRENTARINN 3.5.'85 15

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.