Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 16
Birtum hér sýnishorn af prentverki frá aldamótum. ingar standa nú. Frönsku húsin voru tvö, einnar hæðar með allháu risi, tjörguð. — Voru síðan flutt inn í Skuggahverfi. Einu sinni man ég eftir miklum slag, sem varð. Þá lá enskt herskip á höfninni. Þannig var mál með vexti, að enskur dáti hafði fengið lánaðan hest í útreiðartúr. Þetta mun hafa verið á sunnudegi. Hann var með hestinn á Lækjartorgi, hef- ur sennilega verið að leggja upp í ferðalagið þaðan. En hesturinn var staður og gekk á þessu, þar til dát- inn varð reiður og sló hestinn í höfuðið, fór svipan yfir augun. Var Þorvaldur pólití þarna nærstaddur og sá þetta, vék sér að dátanum, tók í tauminn og vísaði honum af baki. Eitthvað lenti þetta í stimp- ingum milli þeirra og kallaði Þor- valdur á menn sér til aðstoðar og bauð að fara með dátann upp í tugthús. En þegar komið var upp á móts við Laugaveg 1 komu brezkir dátar fjölmargir fylktu liði úr Laugum; voru þeir allir í rauðum stökkum. Tóku þeir dátann af Þor- valdi og héldu með hann niður Bankastræti og ætluðu með hann um borð. Þegar niður á Lækjartorg var komið var þar samankominn mikill mannfjöldi, margir íslend- ingar, sem vildu hjálpa Þorvaldi. Urðu þar stimpingar og kom þá til sögunnar ræðismaður Breta, Pater- son. En hann gat ekki við neitt ráðið og hélt svo öll hersingin niður á steinbryggju. Kom þá til sögunn- ar Halldór Daníelsson bæjarfógeti og ruddi sér braut niður á bryggj- una í gegnum fylkingar rauðstakka, en einhver þeirra sló af honum embættishúfuna og flaut hún skammt frá bryggjunni; varð ein- hver þá til að ná í hana. í þeim svifum lagði að bryggjunni bátur frá herskipinu með háttstandandi yfirmenn og töluðu þeir við bæjar- fógetann. Varð svo þeirra á milli eitthvert samkomulag um þetta mál. Þetta þótti okkur unglingun- um tilbreyting í fásinninu. 1 „Veröi ljós“, sem séra Jón Helgason gaf út. 2 „Klavenskver“, sem þá var í prentun. 3 „Fjallkonan“ þótti vont verk í „akkorði“. 4 „Minningarit" 900 ára afmælisrit kristninnar á fslandi. 16 PRENTARINN 3.5. 85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.