Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 17
Bókasafns- fréttir Meðfylgjandi myndir eru af Hafsteini Guðmundssyni, teknar við afhendingu hans veglegu bókagjafar. í lok maí s. I. barst bókasafni FBM mikil og góð bókagjöf frá Hafsteini Guðmundssyni prentara og for- stöðumanni Bókaútgáfunnar Þjóð- sögu. Þessi ágæta bókagjöf var safn eftirtalinna verka, sem auk ágætis að innihaldi eru frábær að allri gerð svo sem vænta mátti: Ritsafn Jóns Trausta 1-8,1980. íslenskar þjóðsögur og ævintýri Jóns Árnasonar 1-6, 1980. íslenskar þjóðsögur og sagnir Sigfúsar Sigfússonar 1-5, 1982- 84. íslenskar þjóðsögur Ólafs Dav- íðssonar 1-4, 1978-80. Gráskinna hin meiri - Sigurður Nordal, Þórbergur Þórðarson 1-2, 1983. Rauðskinna hin nýrri - Jón Thor- arensen 1 -3, 1971. Amma - Ný útgáfa, 1961. Jónas Hallgrímsson, offsetprent- un eftir 1. útg. 1847, tölusett eintak. Skrá um íslenskar þjóðsögur og skyld rit - Steindór Steindórsson, 1964. Þorvaldur Skúlason - Björn Th. Björnsson, 1983. Þótt bókasafn FBM eigi sér traustavini, sem ferfjölgandi, hefur því aldrei borist svo vegleg gjöf í einu fangi. Þá má einnig segja að tíminn sem gjöfin barst hafi valist einkar vel: hún kom einmitt í þann mund, sem bókasafnsnefnd var að vinna að því að koma upp yfir- litssýningu gamalla og nýrra bóka f eigu safnsins m. a. af því tilefni að 30 norrænir bókagerðarmenn sátu fund NGU í Reykjavík í byrjun júní. Stjórn FBM og bókasafnsnefnd vildu með því sýna norrænum fé- lögum sínum kjörgripi safnsins í bókum fornum og nýjum, og þeir virtust kunna að meta þessa við- leitni. Reynt verður að hafa sýning- una uppi fram á haustið, en þá þurfa þeir félagar sem áhuga hafa fyrir að skoða þessar eigur sínar að hafa samband við Svan Jóhannes- son á skrifstofu FBM eða Jón Ágústsson hjá Lífeyrissjóðnum, ef ekki er verið að vinna í safninu; en þá er það opið gestum. Reglulegur tími til útlána fag- bóka verður ekki fyrr en um miðjan september. Þegar getið er góðra gjafa ann- arra en þeirra, sem að ofan greinir, viljum við nefna bók Önnu Sigurð- ardóttur: „Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár", sem hún færði okkur að gjöf 30. maí s. I. Það er mikið og gott verk, nær 500 síður. Þá bar það einnig til nýlundu að okkur barst að gjöf bók, sem stéttarbróðir okkar Magnús Þorbjörnsson hefur samið og gefið út. Er það Niðjatal Sigurðar Þorbjörnssonar og Ingi- gerðar Björnsdóttur frá Króki í Ölf- usi. Sé Önnu og Magnúsi báðum þökk og heiður. Þá hefur safninu borist Vera frá upphafi að gjöf. Til safnsins hafa verið keyptar listaverkabækur Listasafns ASi og Lögbergs; íslensk myndlist: Eiríkur Smith, Jóhann Briem, Ragnar í Smára og Muggur. Eins og áður hefur verið getið í bókasafnsfréttum Prentarans kaupir safnið nú nokkur helstu ís- lensk tímarit og árbækur og hafa þessi borist safninu á þessu ári: Andvari, 1984 með vandaðri grein um Vilmund Jónsson land- lækni, ævi hans og störf eftir Bene- dikt Tómasson lækni, auk annars efnis. Tímarit Máls og menningar, 1. og 2. hefti 1985. Sagnir 1984. Skírnir 1984. Saga 1984. íslenskt mál 1984. Réttur, 1. og 2. hefti 1985. Landnám Ingólfs, 2. Sú nýlunda er nú í starfi safnsins að hægt er að fá lánað myndband um aðbúnað á vinnustöðum og heitir það „Láttu þér líða vel í vinn- unni“ (Má bra pá jobbet). - Bóksafnsnefnd PRENTARINN 3.5.’85 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.