Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 1
 Nordisk Grafisk Union styður friðarbar- áttuna Nordisk Grafisk Union, sem eru samtök yfir 100.000 bókageröar- manna, sem starfa á Norðurlönd- unum lýsa áhyggjum, eins og meirihluti mannkynsins, yfir þeirri spennu sem ríkir á alþjóöavett- vangi og hinni vitfirrtu vopnavæð- ingu sem stórveldin stunda. Viö kringumstæður þar sem þau vopn sem til eru duga til aö eyða öllu lífi á jöröinni tíu sinnum er haldið áfram aö framleiða og úthugsa ný og enn óhugnanlegri vopn. Nordisk Grafisk Union lýsir yfir fullum stuöningi viö vaxandi friðar- baráttu og styður kröfurnar um: - Stopp á framleiðslu kjarnorku-, efna- og öðrum gereyðingar- vopnum. - Stopp á þróun og staðsetn- ingu geimvopna. - Eyðingu þeirra vopna sem til eru. Nordisk Grafisk Union krefst þess að ríkisstjórnir Norðurlanda styðji kröfuna um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. Jafnframt að sett verði lög í löndunum sem komi í veg fyrir að kjarnorkuvopn verði nokkurn tíma staðsett eða notuð á Norðurlöndum. Vopnavæðing og stríð hafa alltaf bitnað á verkafólki. Starfið fyrir afvopnun og friðsam- legum samskiptum þjóða á millum er í þágu verkafólks og eitt af bar- áttumálum verkalýðshreyfingar- innar. prentarinn ^MALGAGN^ÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA }.’85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.