Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 10
tuginn. En bjartsýnin er svo mikil og fjár- festingin þar af leiðandi einnig að vinnslu- geta fyrirtækjanna mun aukast hraðar en veltan. Rotation-prentvélum og fjögurra og tveggja lita prentvélum hefur fjölgað mjög mikið. En venjulegum fjölritunarvél- um og fjölritunarvélum með ljósritunar- tækni fyrir A4 pappír hefur líka fjölgað mjög og taka þær spón úr aski prentsmiðj- anna. Við þetta skapast vandræðaástand hjá prentsmiðjunum. Stóru vélarnar verður að nýta og því eru unnin í þeim verkefni sem ekki henta, hvorki hvað snertir upplag né fjölda lita. Hvað gera svo prentsmiðjurnar í þessu máli. Eins og við sjáum eru það fyrst og fremst fjársterku fyrirtækin sem verða sér úti um hinn nýja búnað, raf- eindatæki fyrir umbrotið og gagnavinnsl- una, háþróuðu fjölritunarvélarnar fyrir A4 o. þ. h. Því er rétt að gera ráð fyrir að samkeppnin eigi eftir að verða ennþá grimmari. Ég er hræddur um að hrikaleg tækni- glufa myndist á komandi árum á milli þeirra fyrirtækja sem þora og geta og kunna að fjárfesta í framtíðinni og hinna sem hika eða hafa ekki bolmagn, enda má gera ráð fyrir að þau veslist upp. Vandamál morgundagsins Stærsti fjársjóður prentiðnaðarins erum við sjálf. Ef við búum okkur ekki undir það rækilega að takast á við hina stafrænu tækni sem mun steypast yfir okkur á næstu árum er hætt við að illa fari. Við vitum hreint ekki nógu mikið um rafeindagagna- vinnslu, lasertæki, CCD tölvukubba o. þ. h. Hvernig í ósköpunum eigum við að bera okkur að við að afla nýrra tækja meðan við getum ekki einu sinni lesið og skilið tækni- lýsingar framleiðandanna og gert sam- anburð á hinum ýmsu tilboðum. Mér sýn- ist að við séum miklu betur að okkur um bílana okkar en hinar nýju vélar. Þetta þýðir það að við verðum að setjast niður og lesa nýju kennslubækurnar okkar. Og þær eru margar hverjar á erlendum mál- um. En það er staðreynd að bókagerðar- menn eru latir við að lesa fagbækur. Kennslubækur eru svo leiðinlegar, finnst mönnum. Og þá erum við aftur komin að upphaf- inu, þ. e. bókunum og blöðunum sem við vinnum og prentum. Það er umhugsun- arvert að okkur skuli finnast það sem við búum til, þessar sömu bækur og sömu blöð, svo leiðinlegt að við nennum ekki að lesa það. Og við, sem erum svo hugmyndarík, ættum að láta þetta verða til þess að við förum að bæta framleiðsluvöru okkar. Ef hægt er að gera kennslubók skemmtilegri en vídeómynd þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Þörfin fyrir tjáskipti í þjóðfélaginu er gífurleg og sú þörf skapar stóran markað sem aðrir miðlar hrifsa frá okkur ef við höfumst ekki að. Við skulum hefja beinskeyttan áróður til að fólki verði ljóst ágæti þess sem við höfum að selja. Prentsmiðjan er samskipta- og þjónustu- fyrirtæki og það þurfa menn að gera sér ljóst. Takist þeim það opnast margar nýjar leiðir. Enn eru margir sem ekki hafa áttað sig á þessu. Þeir líta á þá starfsemi, sem fer fram í prentsmiðjunum, fyrst og fremst sem handiðnað. Þetta finnst mér ekki nógu gott. Við viljum ekki kannast við það að við stundum þjónustu. Nei, þjónusta, það er hárskurður, hótelrekstur og þess háttar, ekki prentverk, segjum við. En samt er það nú svo, sama hvað hver segir. Við höfum bara ekki áttað okkur á því ennþá hvað hugtakið þjónusta táknar á níunda áratugnum. Þegar við höfum lært það má búast við að okkur fari að vegna betur. Niðurstaða 1. Tæknibyltingin Þróunin er örust í sambandi við ferlið frá handriti til prentplötu. Þar munar mest um hina nýju stafrænu tækni. Líklega myndast stór glufa milli þeirra fyrirtækja sem hafa þor og bolmagn til að festa fé í nýjum búnaði annars vegar og hins vegar þeirra sem ekkert gera í málinu. Þeir eru ekki margir sem hafa á þessu fullan skilning. Við, kennararnir við Danmarks Grafiske Hpjskole, vorum farnir að halda það fyrir nokkrum árum að eitthvað væri í ólagi með það hvernig við auglýstum námskeið- in okkar, því að það voru alltaf sömu mennirnir sem sóttu þau. En svo fór það að renna upp fyrir okkur að þeir voru frá best reknu fyrirtækjunum. Þessir menn voru vakandi. 2. Prentað mál og staða þess gagnvart fjölmiðlunum Prentað efni hefur enn ekki orðið veru- lega fyrir barðinu á fjölmiðlunum. En Funktionstangenter Principskiss pa grafisk arbetsstation. 10 PRENTARINN 3.5.'85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.