Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 12
Starfsumhverfi - varasöm efni Inngangur Eitt af meginvandamálum í sam- bandi viö efnanotkun í prentiðnaöi er sá aragrúi af efnum og efnasam- böndum sem þar finnast. Áriö 1977-1978 var byrjað á könnun hér á landi á vegum Ör- yggiseftirlitsins á efnanotkun í prentiönaöi. Þessari könnun var ekki lokið en töluveröu af upplýsingum var safn- að. Könnunin náði ekki til prentlita þar sem búist var viö aö mjög erfitt yröi aö fá upplýsingar um samsetn- ingu þeirra. Alls fundust 221 vöru- heiti hér á markaöinum. (Til sam- anburðar var á sama tíma gerð athugun á efnanotkun í dönskum prentiðnaði og upp úr þeirri könnun var gerö efnaskrá sem í eru skráð u. þ. b. 1200 vöruheiti). Mjög erfiölega gekk aö fá innflytj- endur hér á landi til aö senda full- nægjandi upplýsingar um efna- samsetningu á þeim vörum sem þeir höföu á boðstólum. Af þeim upplýsingum sem fengust, var hægt að skrásetja 84 hrein efni í þessum vöruheitum. (Til sam- anburöar reikna Norömenn meö aö þar sé aö finna u. þ. b. 2000 hrein efni sem notuð eru eitt sér eöa í blöndun í norskum prentiðnaöi). Þrátt fyrir aö markaöurinn hér á landi sé mun minni er ekki ástæða til aö ætla að efnanotkun tengd prentiðnaðinum hér á landi sé af annarri stærðargráðu en á hinum Norðurlöndunum. Efnamengun Hægt er aö skipta uppruna efna- mengunar í prentiðnaði upp í 4 þætti: 1. Lífræn leysiefni. 2. Ætandi efni. 3. Litarefni. 4. Gastegundir. 1. Aragrúi af lífrænum leysiefn- um tengjast prentiðnaöi. Þau efni sem ekki ættu aö finnast sem hrein efni eða í efnablöndun eru: 1. Benzen. II. Kolefnistetrakloríö. III. Bensín, sem inniheldur benzen. IV. Kloroform. V. Kolefnisdisulfið. Á öll þessi efni hefur verið sönn- uö eiturverkun. Hafa skal í huga að öll meðferð lífrænna leysiefna er skaöleg fyrir líkamann ef mikiö magn er haft undir höndum í langan tíma. 2. Mikið er notað af ætandi efn- um viö vinnu í prentiðnaði. Sem dæmi um slík efni er t. d. - brennisteinssýra - fosfórsýra - saltpéturssýra - flússýra - ammoníakvatn (salmíakspír- itus) - sódi (natríumhydroxið) Frekar auðvelt er að verjast þessum efnum með notkun hlífðar- gleraugna og hlífðarhanska. Einna verst af þessum sýrum er flússýran (HF), en ef hún lendir á húð, óþynnt, fer hún í gegnum hana og inn að beini og virkar ætandi þar. 3. Eitt helsta vandamáiið varð- andi litarefni sem notuð eru í prent- iðnaði er hversu lítið er vitað um samsetningu þeirra og hversu erfitt er að afla upplýsinga um hana. Könnun sem gerð var 1977-1978 af Kinsley Kay í USA á 37 al- 12 PRENTARINN 3.5.'Q5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.