Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 6
Ole Brinch Astand og horfur r i prent- iðnaði Á áttunda áratugnum óttuðust bóka- gerðarmenn að prentað mál ætti litla fram- tíð fyrir sér. En nú eru þeir óðum að hressast og trúa því ekki lengur að því sé bráður bani búinn. Þeir hafa áttað sig á því að þeim muni ætlað stórt hlutverk í upp- rennandi upplýsingasamfélagi. En við þurfum að vera viðbúnir miklum umbyltingum sem ætla má að bitni illa á ýmsum stéttum bókagerðarmanna ef ekki verður að gert. Hvernig ætli ástandið sé í grafísku greinunum núna, á öndverðu árinu 1984? Svörin verða margvísleg. Ég ætla sjálfur að reyna að svara spurningunni og huga þá einkum að eftirfarandi atriðum: 1. Tæknibyltingin og mikilvægi hennar. 2. Prentað mál og staða þess gagnvart fjölmiðlunum. 3. Hvernig eigum við að bregðast við fyrirsjáanlegum holskeflum? Staða prentiðnaðarins Prentiðnaðurinn hefur tekið hverja koll- steypuna á fætur annarri á undanförnum fimmtán árum og ekki er fyrirsjáanlegt að kyrrð komist á um sinn. í þeim greinum, sem mestar tæknifram- farir hafa orðið og helst snerta grafískan iðnað, hafa orðið miklar keðjuverkanir ef svo má að orði komast. Ný uppgötvun leiðir til annarra tveggja sem síðan varða fjórar og þannig áfram. Ný tækni sprettur fram allt í kringum okkur. Því miður er vaxtarbroddurinn ekki í grafísku greinun- um heldur fyrst og fremst, eins og allir vita, í rafeindaiðnaði og vélaiðnaði. Hvursu má það vera að við erum ennþá bara þiggjendur en ekki veitendur í þess- um efnum? Af hverju reynum við ekki að stjórna þróuninni í stað þess að taka bara við því sem að okkur er rétt? Heita má að grafíski iðnaðurinn og stofnanir hans hafi ekki lagt af mörkum einn eyri til rannsóknarstarfsemi. Allt slíkt eftirlátum við rafeinda- og vélaiðnaðinum. Látum svo vera. Sérkunnátta okkar er ekki á því sviði. Við erum sérfræðingar í grafískri miðlun ef svo má að orði komast. Við framleiðum prentað mál og það er einmitt það sem viðskiptavinir okkar vilja kaupa af okkur. En hversu mikið höfum við lagt fram til rannsókna á framleiðslu- vörum okkar, sem er lifibrauð okkar og sem verður að keppa við rafeindafjölmiðl- ana? Ekki eyrisvirði. Á árinu 1956 birtist í grafísku árbókinni Penrose Annual, í Englandi, grein rituð af Beatrice Warde. Það varð til þess að hún skrifaði grein þessa að á árinu þar á undan hafði birst í The British Journal of Stati- stical Psycology grein eftir mann sem heitir Cyril Burt. Grein sú fjallaði um sálfræði- legar athuganir í sambandi við störf setj- ara. Beatrice Warde hafði þessi orð um grein Burts: „Starfandi setjarar fögnuðu þessu verki sem fyrstu vísindalegu könnuninni á starfs- grein sinni og þótt rannsóknin hafi ekki verið stór í sniðum né niðurstöður hennar sérlega dramatískar, var hún afskaplega gagnleg fyrir setjarana því að velgengni þeirra veltur á því að útlit og frágangur þess sem þeir vinna sé þannig að fólk fáist til að lesa það. Mér finnst rétt að bæta því við að menn fögnuðu greininni ennþá meira fyrir það að hún var rituð af vísinda- manni. En eins og allir vita er þanka- gangur vísindamanna alveg þveröfugur við það sem tíðkast með öðru fólki. Vísinda- menn leita ekki að niðurstöðum til að skapa eitthvað eins og handverksmaðurinn eða listamaðurinn. Hjá vísindamönnunum er sköpunin þekkingarleit.“ Að mínum dómi var þetta spaklega mælt á árinu 1956. En síðan hefur ekki margt skeð. Og það er reyndar furðulegt. Við erum alltaf að tala um þá hættu sem stafar af öðrum miðlum þekkingar og upplýs- inga. Grundvöllurinn undir tilveru prent- iðnaðarins er einfaldlega sú mikla þörf fyrir tjáskipti sem fyrir hendi er bæði í atvinnulífinu og í samfélaginu yfirleitt. Þessi tjáskiptaþörf myndar ákveðinn markað þar sem neytendur sækjast helst eftir þeim afurðum sem best henta til að uppfylla hana. Upplysingatæknibyltingin Við skulum víkja aftur að upplýsinga- tækninni. Þó ekki strax þeirri sem snertir grafíska iðnaðinn, heldur þeirri tæknibylt- ingu sem orðið hefur hjá pósti og síma að undanförnu. Nú er farið að nota síma með minni fyrir símanúmerin. Ennfremur tele- fax en með þeirri tækni er hægt að senda texta og teikningar á A4 síðu á 40—60 sekúndum. Tæki til þess arna eru nú til á 6 PRENTARINN 3.5/85

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.