Prentarinn - 01.03.1985, Qupperneq 22

Prentarinn - 01.03.1985, Qupperneq 22
Fflroya Prentarafélag John í Sjúrðagarði Styður okkur í baráttunni við atvinnurekendur 1 Norræna samstarfið hefur meginþýð- ingu. Við höfum merkt að atvinnurek- endur eru viðræðubetri eftir að við gengum í NGU. Þeir skilja hvílíkur styrkur það er okkur að eiga vísan stuðning yfir 100 þúsund bókagerðar- manna, þegar á þarf að halda. Við teljum rétt að auka enn frekar starf- semi NGU. 2 Það er erfitt að meta hvort upplýsinga- streymið er nóg. Félagsmenn telja styrk af því að vera með í NGU og við reyndum það í samningum 1983 og í verkfalli 1981, en þá vorum við ekki með. Fproya Prentarafélag gekk í NGU í ágúst 1981, ekki síst fyrir til- stilli Félags bókagerðarmanna og fyrir það þökkum við. 3 Hinni efnahagslegu stöðu félagsmanna FP verður ef til vill best lýst á eftirfar- andi hátt: Lágmarkslaun almennra verkamanna eru 60,61 dönsk króna á tímann, samsvarandi laun iðnverka- manna eru 65,99 og okkar 73,92. Auð- vitað er erfitt að bera þetta beint sam- an við laun á íslandi, en til glöggvunar má nefna að skattar eru hærri í Fær- eyjum en á íslandi. Meðalmánaðar- laun eru nú 13.550 danskar krónur. í komandi kjarasamningum verður lögð höfuðáhersla á styttingu vinnu- vikunnar. 4 Já. Þeir sem hafa tekið þátt í svona fundum vita hversu mikils virði þeir eru fyrir þá og starfsemi verkalýðsfé- lagsins. Menn læra af reynslu hvor John í Sjúröagarði. annarra og samstaðan styrkist sem er afar mikilvægt. Dvölin á íslandi hefur verið ánægju- leg og útsýnisferðin til Húsavíkur var mjög góð. 5 a) Getum við, lítið félag í Færeyjum, 34 ára gamalt, gefið stórum granna ( heimsókn í félagsheimili FBM. okkar og elsta verkalýðsfélagi á ís- landi? Meginmálin í verkalýðsfélagi eiga að vera: Að standa saman sem einn maður, að standa þétt að baki félagsstjórninni hvern einasta dag árs- ins. Félagsstjórninni er ætlað að standa vörð um og verja félagsleg- og fagleg réttindi félagsmanna og það gerir hún best ef félagsmenn standa saman og veita henni stuðning alla daga ársins. b) Mér dettur í hug að þegar við í Færeyjum höfum verið í verkfallsbar- áttu, þá hafa atvinnurekendur áttað sig á því „að þegar jatan er tóm bítast hestarnir“ þess vegna er mikilvægt að hafa sterkan sjóð í stéttarátökum og þess vegna látum við stóran hluta af félagsgjöldunum ganga í sérstakan sjóð í þessu sambandi. Við í Fproya Prentarafélagi segjum: „Ber er hver að baki, nema bróður eigi“ „Sætur er sjálfgefinn biti“ því „Sá sem ekki sparar, þegar hann getur hefur ekkert þegar hann þarfnast" 22 PRENTARINN 3.5.'85

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.