Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 25

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 25
Norsk Grafisk Forbund Kjell Christoffersen Stytting vinnu vikunnar r i áföngum Kjell Christoffersen. 1 Hið norræna samstarf er í góðum far- vegi og eðlilegu samhengi við þá fjár- hagsáætlun sem starfað er eftir. Aukin starfsemi yrði að vera á kostnað hækk- aðra félagsgjalda. Sú starfsemi sem NGU getur og vill halda úti markast á sinn hátt af lögun- um og ákvörðunum auk sjálfsákvörð- unarréttar aðildarfélaga. 2 Félagsmenn Norsk Grafisk Forbund hafa alltaf stutt þátttöku félagsins í hinu norræna samstarfi. Það er fullur skilningur hjá félagsmönnum NGF fyrir nauðsyn aukins samstarfs og upp- lýsingaskipta á milli verkalýðsfélaga. Norðurlöndin verða meir og meir sameiginlegur markaður á prentsvið- inu og það eykur mikilvægi þess að samstarf bókagerðarfélaganna sé virkt yfir landamærin og að það aukist, bæði innan Nordisk Grafisk Union og IGF, Alþjóðasambands bókagerðarmanna. Upplýsingaskipti á milli einstakra að- ildarfélaga NGU þarf enn að aukast. Ég trúi því að hinir nýju árlegu upplýs- ingafundir sem halda á í desember eða janúar muni hafa jákvæð áhrif í þessu sambandi. Upplýsingar um starf og mikilvægi Nordisk Grafisk Union til félags- manna eru afar mikilvægar. Mín skoðun er sú að okkur hafi tekist nokkuð vel í Noregi gegnum umfjöll- un í stjórn og yfirstjórn okkar félags og með umfjöllun í blaði okkar. 3 Félagsmenn Norsk Grafisk Forbund geta verið nokkuð ánægðir með launa- þróunina á síðustu árum. Með þeim árangri sem náðst hefur með samning- um og staðbundnum samningum er staða þeirra góð í samanburði við al- menna launaþróun. Staða félags- manna okkar í pappírsiðnaðnum er þó alls ekki nógu góð og bilið hefur breikkað. Vikulaunin fyrir iðnlærða í árslok 1984 voru að meðaltali ca. 2.950 norskar krónur á viku. Laun félags- manna okkar í pappírsiðnaðinum u. þ. b. 1.000 kr. lægri. Næstu samningaumræður hefjast um vorið 1986. Aðalkrafan verður um styttingu vinnuvikunnar, í fyrsta áfanga í 37,5 tíma á viku. Þá verður lögð áhersla á launin ekki síst útfrá því að koma í veg fyrir frekari mismun á launum. 4 Við erum ánægðir með ársfundinn og þær ákvarðanir sem hafa verið teknar. Sérstaklega erum við ánægðir með þá samstöðu sem var um ályktunina um frið og afvopnun og áframhaldandi al- þjóðlegt hjálparstarf NGU. Starfsemi NGU á þessu sviði er í fullu samræmi við þær hefðir sem ríkt hafa hjá verka- lýðshreyfingunni á Norðurlöndum. Arsfundurinn á Islandi hefur lagt traustari grunn fyrir áframhaldandi góðu samstarfi norrænna bókagerðar- manna. Norska sendinefndin fer til síns heima ánægð eftir þennan fund. Undirbúningsvinna félaga okkar á ís- landi hefur verið mjög góð. Þá var það afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að kynnast hinni sérstöku og fallegu náttúru íslands, það var mikil upplifun fyrir okkur. Gestrisni og vinátta hefur einkennt samstarf okkar bókagerðar- manna á Norðurlöndum, þess höfum við svo sannarlega notið allan tímann á íslandi. 5 Við fylgdumst með baráttu ykkar á síðasta ári gegnum þær góðu upplýs- ingar sem stjórn félagsins lét í té. Vissu- lega báru þið sjálf þyngstu byrðarnar í þessari baráttu en það var ánægjulegt að geta stutt ykkur í gegnum NGU og beint. Það styrkti jafnframt trú okkar á mikilvægi hins norræna samstarfs. Við óskum íslenskum félögum og félagi þeirra framgangs í áframhald- andi starfi fyrir auknum réttindum og betri vinnustöðum bæði í efnahags- legu- sem og menningarlegu tilliti. Að lokum þökkum við fyrir frábær- ar móttökur bróðurfélags okkar á íslandi. PRENTARINN 3.5.'85 25

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.