Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 27

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 27
Finnlands Bokarbetareförbund Pentti Levo Samstarfið mikilvægt 1 Við erum ánægðir með starfsemi Nor- disk Grafisk Union. 2 Við álítum samstarfið afar mikilvægt en teljum að auka megi upplýsinga- streymið. Við teljum að auka eigi al- þjóðlega hugsun og alþjóðlegt sam- starf ekki síst innan verkalýðshreyfing- arinnar. Hið sérstaka norræna sam- starf er dýrmætt og það má gjarnan auka það. 3 Á fyrsta ársfjórðungi voru launin fyrir menn og konur ca. 5.926 finnsk mörk annars vegar og hins vegar þegar litið er til alls iðnaðarins (kassagerð og pappírsiðnaður almennt tilheyrir finnska bókagerðarmannafélaginu) eru launin 5.352 finnsk mörk. Samkeppnishæfnin á alþjóðlegum markaði, sveigjanleiki og aukin fram- leiðsla voru nokkrar af kröfum at- vinnurekenda í byrjun samninga og gerðu að verkum að samningsandinn var stirður. í samningsviðræðunum féllu svo atvinnurekendur frá kröfum sínum um að gera gildandi samninga verri. Eftir það og að bókagerðar- menn höfðu sett fram úrslitakosti var hægt að ná samningum sem félags- menn samþykktu í almennri atkvæða- greiðslu. Samningarnir sem voru gerðir í mars 1985 gilda þar til í lok febrúar 1988 með heimild um endurskoðun og lagfæringar í mars 1986 og 1987, þar fyrir utan er heimild um launasamn- inga á hverju hausti. Viðræðurnar um eiginlega nýja samninga er svo ætlað að hefjast í byrjun árs 1988 og vera lokið í mars 1988. Trúnaðarmannaráð (förbundsrádet) styttingu vinnutímans, aukinn kaup- kraft og tæknimálin. 4 Já, ársfundurinn hefur verið góður. Það er áhugavert að kynnast hinu fal- lega landi. FBM hefur staðið vel að undirbúningi þessa fundar og allt hef- ur gengið vel. Við Finnar erum afar ánægðir með heimsóknina og bíðum spenntir eftir næsta fundi hér á íslandi. 5 Pentti Levo ákveður svo í desember 1987 hvaða kröfur verða lagðar fram. Að öllum líkindum verða höfuðkröfurnar um Við hvetjum íslenska félaga til að halda áfram hinni einörðu baráttu fyrir rétti verkafólks. Við óskum ykk- ur góðs árangurs í því þýðingarmikla starfi. Ritari og formaður NGU, Kjell Christoffersen og Áke Rosenquist.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.