Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 24

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 24
Dansk Typograf-Forbund Kaj Pedersen Aðalkrafan um 35 tíma vinnu- viku Kaj Pedersen. 1 Dansk Typograf Forbund telur hið nor- ræna samstarf afar mikilvægt. Það er afar mikilvægt fyrir hvert ein- stakt samband (félag) að geta notið reynslu hvors annars í málum eins og: samningum, menntunarmálum, sam- starfssamningum við önnur verkalýðs- félög, heilbrigðis- og hollustuháttum o. s. frv. Okkar skoðun er sú að Nordisk Grafisk Union taki á þeim málum sem eru í brennipunkti hverju sinni og erum ánægðir með starfsemi NGU. 2 Auðvitað ættu einstakir félagsmenn að svara þessari spurningu en almennt er hægt að segja að áhugi þeirra sé mikill fyrir hinu norræna samstarfi, alþjóð- lega samstarfinu og samstöðustarfi með félögum í öðrum löndum. Þessi málaflokkur á sitt fasta pláss í blaði okkar Grafia. 3 Þau ár sem hin borgaralegu öfl hafa ráðið í Danmörku hafa þýtt mun verri stöðu fyrir verkafólk. Því miður lítur út fyrir að þessi þróun haldi áfram um skeið eða á meðan ekki hefur tekist að knésetja ríkisstjórnina. Meðallaunin hjá félögum DTF eru í dag ca. 3800 kr. danskar á viku eða ca. 16.500 á mánuði. Með lagasetningu ríkisstjórnarinnar munu svo launin hækka um U/2—2% á ári næstu 2 árin. Aðalkrafan í samningaviðræðunum var krafan um 35 tíma vinnuviku. Þar sem ekki náðist árangur í viðræðum hófust verkföll og verkbönn sem stóðu í viku og snertu ca. 300.000 verka- menn, en deilurnar stóðu þó í 3 vikur með aðgerðum og mótmælum sem ekki eiga sinn líka í Danmörku gegn ríkisstjórninni. í lögum hennar felst að vinnuvikan styttist um einn tíma frá 1. desember 1986. 4-5 Sem svar við þessari spurningu lítum við svo á að ársfundirnir séu afar þýð- ingarmiklir þar sem tækifæri gefst til þess að kynnast stöðunni í hverju landi fyrir sig. Ársfundurinn á Islandi hefur verið sérlega þýðingarmikill vegna þess hve hægri öflin eru sterk í flestum löndum um þessar mundir og því mik- ilvægt að bera saman bækurnar. Hvað ársfundinn á íslandi snertir að öðru leyti þá hefur hann verið sérlega ánægjulegur og hefur veðrið átt sinn þátt í því og hin áhugaverða skoðunar- ferð sem farið var í. Vakta- vinna Ársfundur Nordisk Grafisk Union á íslandi 3.-7. júní 1985 hefur fjallað um auknar kröfur atvinnurekenda fyrir frekari notkun vaktavinnu- fyrirkomulags og annars óþægi- legs og afbrigðilegs vinnutíma. Nordisk Grafisk Union leggur áherslu á það að bókagerðarfé- lögin á Norðurlöndum leggist sam- eiginlega gegn kröfum um afbrigði- legan og óþægilegan vinnutíma. Með tilliti til þeirra heilsuspillandi áhrifa sem vinna á nóttunni og vaktavinna hefur vilja bókagerðar- félögin á Norðurlöndum hvert fyrir sig og í sameiningu vinna gegn frekari aukningu slíks vinnutíma. [ þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að komast hjá slíkum vinnu- tíma skal mæta því með styttri vinnutíma án þess að það skerði laun. í gegnum stjórn Nordisk Grafisk Union munu aðildarfélögin veita hvort öðru upplýsingar um það sem er að gerast á þessu sviði hjá hvort öðru. 24

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.