Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 11
hætta er á að neysluvenjur breytist og að bækur verði ekki eins mikið lesnar og áður. Við ættum að stunda rannsóknir á því hvernig við getum þróað framleiðslu- vörur okkar. Til dæmis með því að kanna hvað fólki finnst læsilegast af því sem við höfum að bjóða eða með því að athuga hvort ekki megi bæta dreifingarkerfið. Nú er meira prentað en áður en afkastageta fyrirtækjanna eykst örar en veltan og það getur orðið litlu fyrirtækjunum og þeim sem ekki fylgjast með í þróuninni að fjör- tjóni. 3. Hvernig eigum við að bregðast við fyrirsjáanlegum holskeflum? Mest ríður á að við lærum allt um hina nýju tækni. Furðulegt má teljast hve hægt gengur að laga iðnnámið að þróuninni. Samkeppnin og hin öra þróun ætti að þjappa saman atvinnurekendum og starfs- fólki þeirra því að báðir þessir aðilar eru sömu megin víglínunnar í þessu stríði. Við þurfum öll að gera okkur ljóst að við stundum þjónustustörf, hver sem starfs- heiti okkar eru í prentiðnaðinum. Myndir þær sem birtast með þessari grein eru fengnar úr bókinni „Gránslandet" sem er einn afrakstur Utopia verkefnisins. Ur ýmsum áttum Skermarnir og áhrif þeirra á líðan fólks Fólk sem vinnur meir en fjóra tíma á dag viö tölvuskerma lendir oftar í vandræðum meö augun, fær oftar bakverki, fær oftar höfuðverk, á oftar erfitt meö að sofna, þjáist oftar af of háum blóðþrýstingi og fær oftar hjartaáföll en þeir sem ekki vinna við skerm en þjóna svip- uðum störfum. Þessar staðreyndir koma fram í rannsókn sem nálægt 1000 skrifstofumenn í North Caro- lina í USA tóku þátt í. Rannsóknin var framkvæmd af Communicati- ons Workers of America og Occu- pational Saftay & Health Project. 46 prósent af þeim sem unnu við skerma gáfu upp að þeir fengju verki í augu á móti 27 prósent af þeim sem unnu samskonar störf en ekki við skerma. 44 prósent af þeim sem unnu við skerma þjáðust af höfuðverk en 27 prósent af þeim sem ekki unnu við skerma. 40 prósent af þeim sem unnu við skerma voru spenntirog „stressað- ir“ á meðan 22 prósent af þeim sem ekki unnu við skerma þjáðust af því sama. Þessar niðurstöður koma því miður ekki á óvart og hafa bóka- gerðarmannafélög útum allan heim bent lengi á þessa áhættuþætti. Með hliðsjón af þessum stað- reyndum er það nú orðin krafa víða að enginn skuli vinna lengur en 4 tíma í senn við skerma á dag og að þungaðar konur skuli alls ekki þurfa að vinna við þá. Vettlingar til varnar dagblöðum Verður þú svartur um hendurnar þegar þú lest blöðin? Þú ert ekki einn um það. Vandamálið er alþjóð- legt. Eitt af þeim blöðum sem er þekkt fyrir að „sverta" lesendur sína er New York Times. Fyrirtækið „Gloves for the Times" í Newark, New Jersey, er nú búið að finna lausnina. Fyrir 6,95 dollara selja þeir áskrifendum Times vettl- inga til varnar prentsvertu. 10.000 pör af vettlingum hafa selst. Pressumenn Prentsmiðju úti á landi vantar pressumann strax. Upplýsingar á skriftofunni. Sími 28755. Aðalfundur FBM Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér niðurstöður síðasta aðalfundar FBM er bent á að fundargerð ligg- ur frammi og eru félagsmenn vel- komnir á skrifstofuna til að lesa og kynna sér hana, auk annarra fund- argerða. PRENTARINN 3.5.'85 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.