Prentarinn - 01.03.1985, Qupperneq 14

Prentarinn - 01.03.1985, Qupperneq 14
Sú var tíði Frá Brynjúlfi Jónssyni prentara bárust blaðinu eftir- farandi minningabrot úr óprentaðri œvisögu föður hans, Jóns Helgasonar prentara, sem hann ritaði á fullorðins aldri. Þótt ekki séu allar minningar frá liðinni tíð jafn bjartar, búa þó flestir einstaklingar, sem komnir eru til vits og ára yfir œskuminningum, sem eiga sína töfra. Þannig hefur Jón Helgason sem gamall maður endurlifað gleðistundir og bjartsýni æskumannsins, sem kunni að sjá og njóta skammra en gjöfulla frí- stundafrá löngum og lýjandi vinnudegi. í eftirfarandi minningum hans bjarmar líka af einlœgri gleði yfir samvistum hans við góða félaga sem, eins og Jón Helgason, kunnu að velja sér gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur, sem voru og eru enn fjölskrúðugar og fagrar og gefa þeim sem njóta kunna mikla náttúrusýn þótt farkosturinn sé einfaldur og í malnum aðeins vort daglega brauð. Þessar minningar staðfesta og auka við það sem ritað var í 40 ára afmœlisrit Prentarans 1937, um skemmtanir prentara og ferðalög um og eftir síðustu aldamót; auk þess sem þœr bregða upp svipmyndum úr bœjarlífi þeirra ára. Á þessum árum var líf, fjör og samheldni meðal prentara. Þeir höfðu söngfélag og var kennari Jón- as Helgason. Hann var skemmti- legur og skrafhreifur, en vandlátur kennari. Ég hlakkaði alltaf mikið til þeirra kvölda, er söngæfingin var. Ekki var það þó af því, að ég væri söngmaður, heldur hitt, að félags- lífið var svo gott og samstarfið við kennarann svo elskulegt. Við höfðum leigt herbergi í Iðnó, niðri í norðvesturhorninu. Svo þegar gott var veður á vorin, gengum við stundum allir eftir æfingu upp að Skólavörðu og sungum þar. Það hét þá að ganga upp fyrir bæ. Þá var Reykjavík minni og skemmtilegri en nú. Líka höfðu prentarar þá skemmtanir á vetrum og líka sjónleiki, og sungu, voru þær skemmtanir vel sóttar. Enda hafði stéttin þá mörgum mikilhæfum mönnum á að skipa. Ágóði af þess- um skemmtunum rann í sjóð félags- ins, sem þá var ungt og fátækt. Aðalbjörn Stefánsson. Prentarafélagið var stofnað 4. apríl 1897. Var alltaf minnzt afmælisins með gleðskap, oftast í Iðnó í saln- um uppi. Einu sinni man ég að þeir Jón Jónsson sagnfræðingur og Hall- dór Jónasson bankagjaldkeri sungu „Friðþjófur og Björn“ úr Frið- þjófsljóðum og „Glunterne“ og hafði ég aldrei heyrt það sungið fyrr. Þessar skemmtanir kostuðu 2—3 krónur, og var þá skemmt sér við söng, spil og dans — að ó- gleymdum ræðuhöldunum. Spilað var á píanó fyrir dansi. Nú er ekki hægt að halda slíkar skemmtanir, nema fengin sé heil hljómsveit og allur kostnaður eftir því og kostar svo fyrir manninn tugi og jafnvel hundraða króna! Og er það mörgum ofvaxið. Svona er tízkan! Við prentarar fórum í einn út- reiðartúr á hverju sumri. Þá var undirbúningur hafinn á laugardag og einum manni á hendur falið að sjá um, að þeir væru til taks kl. 9 á morgni sunnudags. Svo þurfti hver að útvega sér hnakk og beisli og helzt reiðbuxur. Ég fékk alltaf minn útbúnað hjá Samúel Ólafssyni söðlasmið. Stundum kom það fyrir, að einhvern hestinn vantaði, þegar leggja átti af stað, og gat þá ferð- inni seinkað um 1—2 klukkutíma. En þegar allir voru komnir á bak var lagt af stað, þá var sungið: 14 PRENTARINN 3.5 '85

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.