Prentarinn - 01.03.1985, Síða 8

Prentarinn - 01.03.1985, Síða 8
neinu ráði í eðli sínu. En með hinni nýju stafrænu (digital) tækni megum vil gera ráð fyrir stórstígum breytingum á næstu fimm árum. Það, að nota stafræna tækni við að búa til satsa, er til dæmis vel þekkt. Sjálfvirk tæki með laserum eru nú farin að ryðja sér til rúms í prentiðnaðinum. En á allra síð- ustu árum hafa komið fram tæki og búnað- ur sem hafa í för með sér byltingu í starfs- greinum okkar. Ég er fyrst og fremst með í huga svokallaða „computer-to-plate“ tækni, rafeindatækni við skeytingu o. þ. h. Með þessari tækni tíðkast miklu meiri sjálfvirkni en menn gat órað fyrir. Enn sem komið er þarf stórar og flóknar tölvur með þessum búnaði og verðið er hátt. Af þessum sökum hefur svona búnaður verið einskorðaður við stórrekstur og sérhæfð verkefni. Tæknilegir eftirbátar Nú er að koma fram ódýr og einfaldur búnaður sem byggir á þessari tækni, eink- um í sambandi við svart/hvítt. Tilkoma örtölvanna gerir mönnum kleift að lækka mjög verðið á búnaði sem vinnur með lit. Því miður er grafíski iðnaðurinn almennt mörgum árum á eftir tímanum hvað snertir skilning á tæknilegum hliðum hinna stafrænu tækja og þeim möguleikum sem þau búa yfir. Ég held að á næstu tíu árum muni stafræna tæknin gjörsamiega umbylta allri starfsemi prentsmiðjanna bæði í sambandi við setningu og sjálfa prentunina. Ég held líka að bilið muni breikka milli hinna tæknivæddu fyrirtækja og hinna sem geta ekki eða vilja fylgjast með þróuninni. Einnig má búast við að hart verði í ári hjá þeim sem stundað hafa sérhæfða prentformavinnslu. Ekki eru nema fjögur eða fimm ár síðan fyrstu rafeindaskeytingatækin komu fram, en nú þegar eru u. þ. b. 25 slík kerfi í notkun á Norðurlöndum. Prentsmiðjurnar hafa frá fornu fari veigrað sér við að festa fé í dýrum offset-ljósmyndunarbúnaði. Hafa sérstök fyrirtæki séð um þá hluti. Sú sjálfvirkniþróun sem nú stendur yfir held ég að nái hámarki á árunum 1987—88. Ef við lítum til Bandaríkjanna sjáum við að nýtískuleg offsetljósmyndunarfyrirtæki og prentsmiðjur hafa ruglað saman reitunum til að bæta samkeppnisaðstöðuna. Fleiri og fleiri fyrirtæki fara svona að og mun það leiða af sér enn grimmilegri samkeppni. Það sem skeður næst er það að stóru prentsmiðjurnar munu koma sér upp eigin búnaði til offsetljósmyndunar og spara þannig tíma. Líklega verðum við að horf- ast í augu við þá staðreynd að sjálfstæðir framleiðendur prentforma hafi lokið hlut- verki sínu fyrir 1990. Bætið menntun bókagerðar- manna Hin nýja tækni veitir möguleika á bættum vinnubrögðum, tímasparnaði og í mörgum tilvikum einnig meiri vörugæðum. Enn- fremur er hugsanlegt að með henni megi þróa nýtt útlit blaða og bóka. En menn verða líka að sætta sig við að sú iðngrein, sem þeir hafa lært og starfað við árum saman, muni breyta gjörsamlega um eðli á stuttum tíma. Ef okkur tekst ekki að laga menntun bókagerðarmanna að kröfum tímans má gera ráð fyrir að setjarar og offset-ljósmyndarar eigi litla afkomumögu- leika. Þetta hefur greinilega komið í ljós hjá setjurum, einkum hjá dagblöðunum þar sem blaðamennirnir raða sjálfir upp efninu á síðurnar á skjám inni á skrifstofum sínum. Nú er líka farið að nota útstöðvar með skermum til að brjóta um heilar síður þar sem um leið er gengið frá myndum sem geymdar hafa verið með stafrænni (digital) tækni. Þessa tækni er þegar farið að nota við ljósmyndun þannig að myndin er ekki tekin á filmu heldur er rafeindabúnaður notaður til að geyma ljósáhrifin. Svona myndir er hægt að færa yfir á skerm eða í geymslu. Eitt skýrasta dæmið um þessa sjálf- virknivæðingu má sjá hjá dagblaðinu Utica Dispatch í Bandaríkjunum. Sumarið 1983 var blaðið nokkurn veginn tilbúið með fyrsta svokallaða computer-to-plate kerfið sem virkar þannig að blaðamennirnir skrifa inn efnið í útstöðvum með skjám, umbrot og setning er síðan unnin í Hastec útstöðvum (af sömu gerð og þær sem not- aðar eru hjá Aftenposten í Kaupmanna- höfn). Síðurnar eru síðan settar í heilu lagi af EOCOM Laserite tækjum. Myndirnar eru þó enn rastreraðar á pappír en ekki í offset-ljósmyndunarvél. Notaður er 8 PRENTARINN 3.5.'85

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.