Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.03.1985, Blaðsíða 13
Vinnuvernd gengum litum leiddi eftirfarandi í Ijós: - 4 reyndust öruggir krabba- meinsvaldar - 15 höfðu svipaða efnafræðilega uppbyggingu og krabba- meinsvaldandi efnin - 4, ekki fundust samhljóða niður- stöður um þau - 5 voru sögð hættulaus - 9, engar prófanir höfðu verið gerðar á þeim Sem þumalputtareglu ætti að reyna að forðast liti sem innihalda eftirfarandi sambönd: - blýkrómat - krómöt - cadíumsulfat - dinitroanilín (orange) - toluidin - rautt Flest þessi efni eru grunuð um að valda krabbameini við langtíma- notkun. 4. Gastegundir sem valdið geta heilsutjóni og myndast við sumar aðgerðir í prentiðnaði eru óson og köfnunarefnisoxið. Óson myndast þar sem útfjólublá geislun er fyrir hendi. Flestir telja að óson sé ekki skaðlegt í mjög litlu magni en allir eru sammála um að óson sé langt frá því að vera óskaðlegt ef það er í miklu magni í öndunarlofti. Köfnun- arefnisoxið myndast þar sem unnið er með saltpéturssýru. Auðvelt er að átta sig á ef mikil mengun af köfnunarefnisdíoxið (N02) mynd- ast þar sem það myndar brúnleita gufu. Það er talið hættulegast af köfnunarefnisoxiðunum. Þessi oxið geta myndast ef saltpéturssýra kemst í samband við ýmsa málma. Eftirmál Fær ráðleggingar sem hægt er að gefa mönnum sem vinna með slíkan efnafjölda eins og raun ber vitni í prentiðnaði eru helstar þær að athuga merkingar á þeim vörum sem menn nota. Á mörgum stöðum eru þessar merkingar í ólestri, en annars staðar í nokkuð góðu lagi. Einnig þarf að uppfræða menn í þessum iðngreinum um hættur þær sem leynst geta við notkun þessara efna og gefa leiðbeiningar um hvernig best sé að verjast hættulegum efnum sem nauðsyn- legt er að nota við vinnuna. Guðjón Jónsson Vinnueftirlit ríkisins. PRENTARINN 3.5F85 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.