Prentarinn - 01.03.1985, Page 1

Prentarinn - 01.03.1985, Page 1
 Nordisk Grafisk Union styður friðarbar- áttuna Nordisk Grafisk Union, sem eru samtök yfir 100.000 bókageröar- manna, sem starfa á Norðurlönd- unum lýsa áhyggjum, eins og meirihluti mannkynsins, yfir þeirri spennu sem ríkir á alþjóöavett- vangi og hinni vitfirrtu vopnavæð- ingu sem stórveldin stunda. Viö kringumstæður þar sem þau vopn sem til eru duga til aö eyða öllu lífi á jöröinni tíu sinnum er haldið áfram aö framleiða og úthugsa ný og enn óhugnanlegri vopn. Nordisk Grafisk Union lýsir yfir fullum stuöningi viö vaxandi friðar- baráttu og styður kröfurnar um: - Stopp á framleiðslu kjarnorku-, efna- og öðrum gereyðingar- vopnum. - Stopp á þróun og staðsetn- ingu geimvopna. - Eyðingu þeirra vopna sem til eru. Nordisk Grafisk Union krefst þess að ríkisstjórnir Norðurlanda styðji kröfuna um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. Jafnframt að sett verði lög í löndunum sem komi í veg fyrir að kjarnorkuvopn verði nokkurn tíma staðsett eða notuð á Norðurlöndum. Vopnavæðing og stríð hafa alltaf bitnað á verkafólki. Starfið fyrir afvopnun og friðsam- legum samskiptum þjóða á millum er í þágu verkafólks og eitt af bar- áttumálum verkalýðshreyfingar- innar. prentarinn ^MALGAGN^ÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA }.’85

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.