Prentarinn - 01.04.1987, Page 22
verður aðstaðan öll önnur. Og ef þörfin
fyrir mannleg samskipti verður mjög
aðkallandi er jafnvel hægt að bregða
undir sig betri fætinum og hitta aðra í
svipaðri aðstöðu, til að skiptast á skoð-
unum og fá nýjar hugmyndir, sem nýtzt
geta í skapandi starfi.
Við erum öll félagsverur.
Heimavinnan getur verið mjög þægileg
lausn fyrir atvinnurekendur, þeir þurfa
ekki að hafa vinnustaðina jafn stóra og
geta sparað útgjöld á ýmsan annan
hátt, að ekki sé minnzt á hvaða skyldur
þjóðfélagið losnar við, sem eru samfara
aukinni atvinnuþátttöku kvenna.
Réttarstaða.
Fyrir utan þá félagslegu einangrun,
sem heimavinnu fylgir, eru ýmsar aðrar
hættur og ber þá hæst, að þar sem kon-
urnar séu orðnar nokkurs konar verk-
takar, þá falli þær út úr sínu stéttarfé-
lagi, og njóti þar af leiðandi ekki annars
en almannatrygginga, ef til slysa eða
sjúkdóma kemur, nema þá að þær hafi í
tíma keypt sér sérstakar tryggingar.
Vissulega geta þær einnig verið ráðnar
sem venjulegir launþegar, þótt vinnan
sé framkvæmd heima við. Því er það
svo óendanlega mikilsvert að konur
geri sér grein fyrir að hvaða skilyrðum
þær ganga, þegar þær hefja tölvuvinnu
heima, og hverjar afleiðingarnar geti
orðið. Ég ætla ekki að fara nánar út í
samningsákvæði eða bókanir, sem
gerðar hafa verið á þessu sviði, en slík-
ar upplýsingar er að sjálfsögðu bæði að
finna í samningum og einnig hjá starfs-
mönnum Félags bókagerðarmanna og
Félagi íslenzka prentiðnaðarins.
Vinnuaðstaða.
í sjálfu sér þarf ekki mikla umgjörð í
kringum tölvuvinnu og því hefur mér
flogið í hug, að ein lausn á félagslegu
þáttunum gæti verið sú, að konur sem
vinna þessi störf kæmu sér upp litlum
vinnustofum eða verkstæðum, ekki
ósvipað því, sem ýmsar listakonur hafa
gert t. d. Þetta mætti gera í íbúða-
hverfunum og jafnvel hafa einhvers
konar samvinnu, þannig að barnagæzl-
an væri leyst innan hópsins.
Einn fylgikvilli heimavinnunnar er
sá, að vinnuaðstöðu og stellingum er
gjarnan mjög ábótavant, jafnvel eld-
húsborðið og venjulegur stóll látið
duga til að spara þau útgjöld, sem eru
samfara þeim búnaði, sem hollastur er
og beztur. Þetta er líka atriði sem ber
að hafa í huga þegar afstaða er tekin til
þessa vinnuforms.
Að öllu samanlögðu er mjög mikil-
vægt, að konur gangi ekki að því grufl-
andi þegar þær ákveða að vinna tölvu-
vinnuna sína heima, hver félags-, rétt-
ar- og vinnustaða þeirra er.
Það má e. t. v. geta þess til gamans
hér, að konur eru ótrúlega hugmynda-
ríkar þegar þær þurfa að leysa sín mál,
eins og t. d. að hafa börnin með sér,
þegar þær eru að aka strætisvögnum,
eða jafnvel stöðva vagninn augnablik
fyrir framan verzlun og kaupa inn. Því
virðast engin takmörk sett, sem konur
leggja á sig.
Ahættuþættir.
Ef við víkjum að þeim áhættuþáttum,
sem tölvuvinnu eru samhliða, þá hafa
verið framkvæmdar margvíslegar
kannanir, sem lúta að henni, enda öll-
um ljóst, að ekkert fær snúið þessari
byltingu við, og því bezt að gera sér
grein fyrir vandamálunum hið skjót-
asta og spara ekkert til að gera þær
rannsóknir, sem mega verða til þess að
draga úr skaðlegum áhrifum. Ýmsar
erlendar rannsóknir hafa þegar verið
gerðar og ber ekki öllum saman. Auk
þess sem talsvert hefur verið um það
rætt, að fjölmiðlar hafi slegið upp rann-
sóknaniöurstöðum á þann hátt, að fall-
ið sé til að sá hræðslu og öryggisleysi
meðal þeirra, sem þessi störf vinna.
Einnig hefur komið fram, að könnun-
um hafi verið stungið undir stól, þar
sem tölvutæknin sé orðin svo stór og
ríkjandi þáttur á mörgum framleiðslu-
sviðum, að neikvæðir þættir hennar
myndu hafa mjög umfangsmikil áhrif.
Margvíslegar hættur hafa verið nefnd-
ar, en lítið hefur fengizt af rannsókna-
niðurstöðum, sem sanna þær eða af-
sanna, auk þess sem ekki er hægt að
slíta hættur, sem stafa af skjávinnu úr
tengslum við önnur atriði í viðkomandi
vinnuumhverfi. Hér er þó rétt að
benda á grein, sem birtist í Þjóðviljan-
um 16. september s.l. og greinir frá
sænskum rannsóknum á geislun og raf-
hleðslu við tölvuskjái og gefur ákveðn-
ar vísbendingar um orsakir t.d. húð-
vandamála innskriftarfólks. Sífellt eru
að koma fram nýjar upplýsingar og því
mikið atriði að halda vöku sinni.
Ég vil einungis taka hér upp tvö atriði,
sem oft hafa komið fram í umræðunni.
í fyrsta lagi sjóntruflanir. Nánast allir
eru sammála um, að skjávinna valdi
augnóþægindum, svo sem sviða, til-
finningu eins og maður sé með korn í
augunum o. fl. Skýringarnar eru álitn-
ar vera endurkast, blikk, ljómi, læsi-
leiki á skjáinn og litur hans. Engar nið-
urstöður eru þó fyrir hendi um, að
þessar sjóntruflanir leiði til varanlegra
augnskemmda, eða sjúkdóma. í öðru
lagi vil ég nefna hættuna á fóstur-
skemmdum. Rannsóknir þar segja
hvorki af eða á, þ. e. þær má túlka á
tvennan hátt, að hætta sé ekki fyrir
hendi, eða að ef hún sé fyrir hendi sé
hún mjög lítil. Hér vil ég þó bæta því
við, að mér þykir full ástæða til að taka
hér tillit til hins sálræna þáttar. Þung-
uð kona, sem óttast fósturskemmdir
vegna skjávinnu sinnar getur búið við
mikla vanlíðan, og því þykir mörgum,
sem rétt sé, að þessar konur eigi kost á
öðrum störfum á meðgöngutíma, svo
lengi sem ekki liggja fyrir óyggjandi
niðurstöður um hættuleysi, og er þegar
farið að taka tillit til þessara sjónar-
miða erlendis.
22
PRENTARINN 4.7.'87