Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Page 21
En nú hafði líka rækilega á sannazt, að við gengum undir
heillastjörnu: Enginn í þessum hartnær tvöhundruð manna
hóp hafði misstigið sig að ráði í torfærunum, allir komust
klakklaust á leiðarenda. Og eldvígslu höfðum við hlotið: Upp
frá þessari þrekraun fannst öllum gangan létt.
í Kúagerði hvíldumst við í tæpan klukkutíma. Óvænt
áhyggjuefni hafði skotið upp kollinum: að við kæmum of
snemma til Hafnarfjarðar. Við höfðum sprengt allar tíma-
áætlanir og nú varð að tjasla þær saman á ný — og bíða.
Það var ekki örgrannt um, að farið væri að gæta nokkurrar
óþreyju hjá göngufólkinu, þegar loks var búizt til ferðar.
Klukkan var 13.55.
Töluverðrar bílaumferðar var nú farið að gæta á vegin-
um, og blaðamenn og ljósmyndarar stóðu víða með vegbrún-
um. Lögregluþjónar á bifhjólum, með hvíta hjálma á höfði,
stjórnuðu umferðinni af hinum mesta skörungsskap, og hvergi
urðu tálmar á vegi okkar.
Sýnilegt var, að margir bifreiðaeigendur höfðu gert sér er-
indi hingað suðureftir gagngert til að virða fyrir sér göng-
una. Og þeim fjölgaði stöðugt þegar á daginn leið. Sumt af
þessu fólki hefur sennilega gert sér vonir um að hafa nokkra
illgirnislega skemmtan af að sjá þunnskipaðan hóp sárfættra
og göngumóðra ofstækismanna á reiki milli vegbrúna. En
þegar til kom mætti það snúðugu liði sem gekk rösklega braut-
ina fram, án þess að bera nein sýnileg merki þreytu eða mæði,
og ofstæki þess reyndist ekki annað en æðrulaus baráttu-
vilji. Hinsvegar urðum við göngumenn vitni að því, hvernig
háðsleg brosin á andlitum þessa hermangaralýðs stirðnuðu
og frusu þegar við nálguðumst og breyttust í heimóttarleg-
an flóttasvip.
„Lögregluþjónar á bifhjólum .... stjórnuðu umferðinni"
tíma umboðsmaður Bandaríkjanna og bandarískra herstöðva
þar í landi, og vafalaust í Natovinafélagi.
Meðan Guðmundur I. og Bjarni sátu á fundi með dús-
bræðrum sínum úr Nato-klíkunni undir „Hundtyrkjans merki“,
gengu stúdentar og háskólakennarar þar í landi Menderes og
aðra umboðsmenn Natoklíkunnar og bandarískra herstöðva
úr veldisstólunum.
I Japan eru stúdentar í þann veginn að ganga umboðsmenn
bandarískra herstöðva í því landi úr veldisstólunum. Og sósí-
aldemokratar þar hafa lagt niður þingmennsku til að reyna
að hindra samninga um bandarískar herbúðir þar næstu 10
árin.
Af þessu sýnist mér mega draga nokkurn lærdóm.
Það lítur út fyrir það, að kviksyndi erlendrar herstöðva-
menningar fari á hreyfingu, ef menn byrja friðsamlega mót-
mælagöngu.
Það er því öruggt, að Keflavíkurgangan vekur ekki aðeins
athygli um allt okkar land, heldur og utan landsteinanna,
enda eru stjórnarblöðin hér sýnilega mjög taugaveikluð út
af göngunni.
Hulda Bjarnadóttir:
Gapandi byssukjaftar, vigbúnir skriðdrekar, sprengjufyllt-
ar flugvélar og hermenn gráir fyrir járnum, er það sem aug-
anu mætir suður á Keflavíkurflugvelli. Það samrýmist ekki
íslenzku landslagi.
Ég fer í gönguna af því ég tel að herseta, vígbúnaður og
allt sem að hermennsku og styrjöldum lýtur, sé smánarblett-
ur á siðmenningunni. Hér er ekki og verður aldrei neitt annað
en flokkur manndrápara, sem hefir þá aðaliðju, svo þokka-
leg sem hún er, að læra á hárnákvæman og vísindalegan hátt
að drepa menn. Með morðvélar í bak og fyrir, uppi yfir sér
og allt í kring æfa þeir sig liðlangan daginn í því hvernig þeir
eigi að fara að því að drepa meðbræður sína.
Manneskjan en undarlegt fyrirbrigði. Ef óður maður verð-
ur manni að bana, verða allir felmtri slegnir og eru ekki í
rónni fyrr en búið er að handsama morðingjann og koma
honum undir lás og slá. En þó erlendir dátar í hundraðatali
hafi hreiðrað um sig suður á Keflavíkurflugvelli umkringdir
þeim hryllilegustu morð- og vítisvélum, sem mannsandinn
hefur getað fundið upp, fyrirfinnst fólk, sem hefur ekkert
við það að athuga.
Og þó orustuflugvélar hlaðnar kjarnorkusprengjum svífi
yfir landinu, nótt og nýtan dag, er fólk undarlega sljótt fyrir
þeirri hættu, sem af því stafar. Og þó þyrfti kannske ekki
annað en einni flugvélinni hlekktist á, eins og alltaf getur
komið fyrir, og hrapaði til jarðar, til þess að tortíma okkur
öllum með tölu.
Það fer vel á því, að Keflavíkurgangan skuli verða þreytt á
Keflavíkurgangan
19