Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Síða 24

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Síða 24
Ég man, að ég var skammt á eftir lúðrasveitinni, þegar gengið var niður Öskjuhlíðarbrattann. En þegar komið var á Laugaveginn heyrði ég varla til hennar lengur, og þó lék hún enn af fullum krafti. Ég hafði ekki hægt gönguna, og menn höfðu ekki þyrpzt fram úr mér. En hvað hafði þá gerzt? Það hafði gerzt, að mannþröngin sem beið okkar á gang- stéttunum á þeirri leið sem við höfðum markað okkur, hafði smeygt sér inn í raðir okkar jafnóðum og fylkingin þokaðist áfram, með þeim afleiðingum, að gangan hafði magnazt og vaxið og margfaldazt á alla vegu á þessum stutta áfanga: frá Reykjanesbraut, um Lönguhlíð, Miklubraut, Rauðarárstíg að Laugavegi — en gangstéttirnar voru nær því auðar eftir. Á Laugavegi var ég enn tiltölulega jafn nálægt hljómsveitinni Ríkisstjórnin sem þá sat að völdum á Islandi, og hafði sjálf gefið sér nafnið ,,þjóðstjóm“, fékk sólarhrings frest til að biðja um bandaríska vemd, að öðrum kosti kæmi hún ó- beðin. Þar með hófst hið bandaríska hernám íslands sem enn stendur. Síðan hefur ógæfu íslands orðið flest að vopni, en ýmislegt hefur þrátt fyrir allt áunnizt og mörgum stórslys- um tekizt að forða, svo sem leigu á herstöðvum til 99 ára. I seinni tið hefur baráttan borið þann árangur að þess eru farin að sjást merki að hernámsandstæðingar standa ekki lengur í varnarstöðu. Afstaða Atlanzhafsbandalagsins og ,,varnarliðsins“ til landhelgismálsins, lífshagsmunamáls þjóð- arinnar, svo og vissan um að herstöðvar á Islandi verða þurrkaðar út þegar á fyrstu klukkustundum hugsanlegrar heimsstyrjaldar, hljóta að knýja hvern vitiborinn mann til að sjá að hersetan er ekki aðeins fullkomin heimska, heldur glæpur gegn þjóðinni. Það er skylda allra hernámsandstæðinga að ganga aldrei þrem skrefum of skammt í baráttunni gegn hemáminu. Þau ánægjulegu tíðindi hafa nú gerzt að fólk úr samtökunum „Friðlýst land“ hefur ákveðið að gangast fyrir hópgöngu frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur til að mótmæla herstöðv- um á Islandi. í þá hópgöngu eiga að fylkja sér þeir hemáms- andstæðingar í Reykjavik og á Reykjanesi sem heimangengt eiga. Annað væri að ganga þrem fótum til skammt. Ytri-Njarðvík, 12. júní 1960. Rögnvaldur Finnbogason: Við tökum þátt í þessari göngu til þess að mótmæla á eft- irminnilegan hátt dvöl hins bandaríska hers á Islandi. Við göngum vegna þess, að við vitum, að hið gamla orðtak róm- versku imperialistanna si pacem vis, para bellum (viljirðu frið, búðu þig til stríðs) er orðið geigvænlegt öfugmæli á 20. öld, — þvi fordæmum við tilvist útlendra herþræla í landi okkar. Ég tek þátt i göngunni vegna þess, að ég mótmæli því að íslenzk þjóð skuli hafa verið véluð í striðsfélag það, sem Atlantshafsbandalag nefnist, til samábyrgðar á þeim hryðjuverkum, er það hefur framið út og suður um allan heim. Ég tek þátt í göngunni vegna þess, að ég mótmæli því að líf þjóðar minnar skuli með slíkri skammsýni vera leitt fram á yztu nöf tortímingar. Ég tek þátt í göngunni vegna þess, að ég trúi ekki á hugsjónir þær, sem forsvarar Atlantshafs- bandalagsins segja það i heiminn borið til að vernda og varna að ekki verði heimskommúnismanum að bráð. Hvorki trúi ég á þá „vestrænu menningu“, það „einstaklingsfrelsi“ né þann „kristindóm", sem bjarga á með vetnissprengjunni, — vegna þess, að mér er það sízt í mun að hér sé fórnað ferþumlungi lands hvað þá nokkru sem lífsanda dregur fyrir „vestræna menningu“. Það er ekki neitt sem heitir vestræn mennig eða austræn í heiminum i dag, heldur aðeins menning eða ómenn- ing eða með öðrum orðum sósíalismi og kapítalismi. Annað 22 Keflavikurgangan

x

Keflavíkurgangan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.