Keflavíkurgangan

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 27

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Qupperneq 27
Útifundurinn í Lœkjargötu Þeir sem verið hofðu á göngu 13 seinustu stundirnar höfðu aðeins óljósar spurnir af viðbúnaði í bænum. En sjón varð þeim sögu ríkari. Um morguninn hafði þess verið til getið, að hinn fámenni hópur, er fyrstur ákvað að þreyta gönguna, hefði þúsundfaldazt að kvöldi. Það reyndist of varlega áætl- að: hann hafði að minnsta kosti fimmtán-hundruð-faldazt. Og þeir skiptu tugum þúsunda, sem séð höfðu gönguna ein- hvers staðar á hinni löngu leið. um Dönum svo háðir á allan hátt, skipslausir og skonroks- lausir, að við megum ekki við því að móðga þá —? Eftirfarandi viðtöl birtust í Frjálsri þjóð: Anna Stína Þórarinsdóttir: Anna Stína Þórarinsdóttir leikkona sagðist ekki vera viss um, þegar blaðamaður ræddi við hana, hvort hún treysti sér til að ganga alla þessa leið. Hún er nýkomin af sjúkrahúsi, og heilsan er ekki enn orðin góð. — En ég styð þessa göngu af heilum hug, sagði Anna. — Hver er helzta ástæðan? — Ja, ég vil herinn burt, fyrst og fremst af því að ég ótt- ast, að andlegt sjálfstæði þjóðarinnar glatist, þegar fjölmenn- ur bandarískur her situr til langframa í þéttbýlasta héraði landsins. Hvernig eiga börnin, sem maður er að ala upp, að skilja, hvað hugtakið þjóðrækni merkir við núverandi að- stæður? — Ætlarðu að koma í gönguna, þegar hún kemur í bæ- inn? — Já, ég er að hugsa um að mæta í Kópavoginum. I höfuðstaðnum var allt viðbúið til að veita göngumönnum veglegar viðtökur. Ræðupalli og magnarakerfi hafði verið komið fyrir við Miðbæjarskólann. Þegar loksins sást fyrir enda hinnar miklu fylkingar efst í Bakarabrekku, var fund- ur settur. Guðgeir Jónsson stýrði fundi af röggsemi og virðu- leik. Skammt frá honum stóð hinn ástsæli leiðtogi reykvískra verkamanna, Sigurður Guðnason, hýr og góðlegur að vanda, Fremstu göngumennirnir sveigja inn í Lækjargötu Einar Sigurðsson: — Já, ég ætla að ganga alla leið. Ég hef oft gengið hálfa þessa vegalengd, og ég held að þetta sé ekki verra en að vinna einn dag í steypuvinnu. — Hvað segirðu annars um þessa baráttuaðferð? — Ja, ég tel hana vera eftirtektarverða nýbreytni og vel til þess fallna að undirstrika kröfuna um brottför hersins. Ef vel tekst til býst ég við, að gangan hafi mjög vekjandi áhrif á baráttuna, hún gefur mönnum bjartsýni og vekur málið úr deyfð. Ég vil eindregið skora á alla hernámsandstæðinga — og þeir eru til í öllum flokkum — að koma í Keflavíkurgöng- una á sunnudaginn. Margrét Örnólfsdóttir: — Alveg ákveðin! svaraði Margrét Örnólfsdóttir, er hún var spurð, hvort hún ætlaði að ganga. — Og ertu ekki hrædd um að gefast upp? spurði blaða- maðurinn. — Nei, alls ekki. Ætli hugurinn beri mig ekki hálfa leið. Mér finnst það skylda mín að nota þetta tækifæri til að leggja fram minn skerf, þótt hann verði lítill, til að styðja kröfuna um brottför hersins. Keflavíkurgangan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Keflavíkurgangan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.