Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Page 28
en elzta konan er þreytti gönguna alla, Sigríður Sæland, ljós-
móðir, hafði fengið sér sæti í skólatröppunum. Fundarstjóri
hyllti þessar öldnu öðlingsmanneskjur, og var undir tekið
með dynjandi lófataki. Þá las fundarstjóri eftirfarandi kveðj-
ur, er fundinum höfðu borizt:
Skrifstofan, Mjóstræti 3,
Reykjavík.
Tek undir kröfu hernámsand-
stæðinga um uppsögn svonefnds
varnarsamnings, brottvísan hers
frá íslandi og að ísland lýsi yfir
ævarandi hlutleysi.
Andrés Guðjónsson, Skagaströnd.
Skrifstofa Keflavíkurgöngu,
Mjóstræti 3, Reykjavík
Styðjum göngu ykkar af heilum
hug. Væntum þess að hún hafi
vekjandi áhrif á íslenzka þjóð.
Höldum baráttunni ótrauð áfram.
Þjóðvarnarmenn í Skagafirði.
Keflavíkurgangan við Miðbæjar-
barnaskólann, Reykjavík.
Sósíalistafélag Neskaupstaðar
þakkar forustumönnum Keflavíkur-
göngunnar frumkvæði nýrrar bar-
áttuaðferðar gegn erlendum her á
Islandi og vonar að hún sé upphaf
þess að allir sannir íslendingar sam-
einist um kröfurnar: engan her á
íslandi, ævarandi hlutleysi, ísland
alfrjálst,
Sósíalistafélag Neskaupstaðar.
Utifundur hernámsandstæðinga,
Reykjavík.
Hernámsandstæðingar á Horna-
firði senda útifundinum við Mið-
bæjarskólann 19. júní 1960 beztu
árnaðaróskir um leið og við vonum
að nýafstaðin kröfuganga megi
verða upphaf að þróttmikilli bar-
áttu fyrir brottför bandaríska her-
liðsins og endurheimt hlutleysis ís-
lands.
Keflavíkurgangan, útifundurinn
við Miðbæjarbarnaskólann,
Reykjavík.
ítrekum samhug okkar og sam-
stöðu, þökkum forustu ykkar og
baráttuþrek. Burt með víghreiðrin
og hernaðarbandalagið. Ævarandi
hlutleysi íslands. Hugheilar bar-
áttukveðjur. — F. h. Alþýðubanda-
lagsins í Höfðakaupstað.
Friðjón Guðmundsson
Guðjón Andrésson
Lárus Þ. Valdimarsson.
Kveðja frá Hofsósi.
Vottum ykkur fylgi okkar í bar-
áttunni fyrir brottrekstri hersins.
Hugur okkar fylgir ykkur á mót-
mælagöngunni.
Lóa Stefánsdóttir
Guðmundur Helgi Þórðarson
Eyrún Gísladóttir
Árni Sigurðsson
Því næst gaf fundarstjóri Jóhannesi skáldi úr Kötlum orð-
ið, og fer ræða hans hér á eftir ásamt ræðum fjögurra göngu-
manna, er töluðu til mannfjöldans — þeirra Gils Guðmunds-
sonar, Magnúsar Kjartanssonar, Jónasar Árnasonar og Þor-
varðar Örnólfssonar.
Ræðumenn allir áttu sammerkt í því, hve heitt þeim var
í hamsi og af hvílíkum þunga þeir fluttu mál sitt.
Kannski hafði þessi ganga framar öðru verið farin vegna
þess, að mönnum fannst o r ð i ð vera farið að glata áhrifa-
Frá útifundinum
— Veiztu um einhverja fleiri, sem ætla að ganga?
— Já, já! Ég þekki nokkrar ungar stúlkur sem verða okk-
ur samferða.
— Laglegar?
— Já, mjög laglegar!
— Og ertu búin að kaupa þér skó eftir ábendingum Vísis?
— Nei, ég þarf þess ekki. Ég ætla að nota sömu skóna og
ég gekk á í vetur, þegar ég labbaði frá Hveragerði til Reykja- •
víkur.
Jóhann Gunnarsson:
— Þáð stendur líklega hálfilla á fyrir mér á sunnudaginn
og þess vegna veit ég ekki enn, hvort ég hef aðstöðu til þess
að mæta.
Jóhann er maður kvæntur og hefur fyrir heimili að sjá.
Hann sagðist vera mjög hlynntur Keflavíkurgöngunni og
reyndar vera búinn að skrá sig til þátttöku, en nú væri skyndi-
lega útlit fyrir, að hann yrði að skreppa austur fyrir fjall á
sunnudagsmorguninn.
— En það er víst, að þessi ganga á hug minn og ég ætla
að minnsta kosti að reyna að vera með síðasta spölinn. Þetta
er einstakt tækifæri til að láta í ljós andstöðu sína gegn her-
náminu á áberandi hátt.
Hugrún Gunnarsdóttir:
Hugrún sagðist vera mjög hlynnt þessum mótmælaaðgerð-
um og hefði ekkert á móti því að taka þátt í göngunni. Hún
vinnur í Mjólkursamsölunni um þessar mundir og hafði svo
mikið að gera, að hún mátti varla vera að því að spjalla við
blaðamann.
Hún var ekki viss um, að hún treysti sér í alla gönguna,
en hún var ákveðin í að labba það, sem hún gæti.
— En hvernig er það, spurði Hugrún. Á að stoppa alla um-
ferð á veginum?
Því miður var blaðamaðurinn ekki nógu klár á skipulags-
málunum og benti henni því á að hringja á lögreglustöðina —
eða hafa samband við skrifstofu Keflavíkurgöngunnar, Mjó-
stræti 3, sími 23647. Og hið síðara ættu reyndar sem flestir
að gera.
Jón Sigurðsson:
Jón Sigurðsson, hljóðfæraleikari, var beðinn að segja álit
sitt á Keflavíkurgöngunni. Svar hans er þetta:
„Forfeður okkar ólust upp í öryggisleysi og fátækt sem
leiddi af danskri kúgun, en í brjósti þeirra brann draumurinn
um frjálst Island. Sá draumur rættist loks við lýðveldisstofn-
26
Keflavíkurgangan