Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Side 29
mætti sínum vegna langvarandi misnotkunar valdsmanna á azt á ný þann áhrifamátt, sem áður var saknað. Flysjungs-
tungunni. Ekkert gladdi mig nú jafn mikið og finna, hvernig laus einbeittni ræðumanna hafði dýpri áhrif á áheyrendur
einmitt o r ð i ð hafði gengið í endurnýjun lífdaganna: öðl- en ég hef nokkru sinni numið fyrr á útifundi í Reykjavík. Það
Mannfjöldinn fyllti Lækjargötu og svæðið austan hennar alla leið niður að Bankastræti
unina 1944. Nú höfum við brugðizt von forfeðranna, og kallað
yfir okkur nýtt hernám, jafnvel hættu á dauða og algerri tor-
tímingu. Sagt er, að okkur sé nauðsynlegt að hafa her, en
hvar í flokki sem við stöndum, hljótum við þó að sjá hvilík
fjarstæða slík fullyrðing er. Við megum ekkert tækifæri láta
ónotað til að lýsa andúð okkar á hernámi Islands og bægja
frá hættunni sem af því stafar. Eitt slíkt tækifæri gefst okk-
ur með Keflavíkurgöngunni.
Allir sannir hernámsandstæðingar, sem tök hafa á, hljóta
að sameinast um að gera þá göngu sem glæsilegasta“.
Bryndís Schram:
Bryndís var að koma frá því að sjá listdanssýninguna í
Þjóðleikhúsinu, þegar blaðamaður hitti hana á götu úti.
Bryndís kvaðst ætla að ganga Keflavíkurgönguna, ef hún
gæti komið því við. Hún sagðist ekki vera flokksbundin og
yfirleitt ekki taka þátt í neinni pólitiskri starfsemi, en bætti
því við, að sér þætti krafan um brottför hersins vera þann-
ig mál, að það hlyti að vera hafið yfir alla pólitíska flokka-
drætti.
— Mér finnst í rauninni, að allir ættu að vera sammála
um þessa kröfu. Ég býst líka við, að margir muni fagna þessu
tækifæri til að láta i ljós andúð sína á hernáminu.
Auk þess finnst mér þetta ágætt tækifæri fyrir mann að
létta af sér fáeinum kílóum.
Hallveig Thorlacius:
— Já, ég ætla að ganga, sagði Hallveig. Og ég fór að æfa
mig á sunnudaginn eins og Alþýðublaðið ráðlagði.
— Hvemig gekk?
— Eg fékk hælsæri, ég verð að fá mýkri skó!
— Hvers vegna gengurðu?
— Ætli við göngum ekki öll í sama skyni, það er fólgið
í sjálfri athöfninni. Ég held, að okkur geti ekki liðið vel í
þessu landi, meðan við vitum af því í hers höndum. Hvers
vegna ég geng? Ja, mér finnst stundum, að okkur sé líkt far-
ið og lúsugu barni, — við klórum okkur og látum öllum ill-
um látum. En það er ekki nóg að klóra sér. Lúsin kippir sér
ekki mikið upp við það. Og nú á sem sagt að reyna ofurlítið
róttækari aðgerðir til þess að hrista af sér óþverrann. Mér
lízt ágætlega á þessa læknisaðgerð og ætla að taka þátt í
henni.
Auk þess er þetta upplagt tækifæri fyrir unga stúlku að
ná sér í eiginmann í hrauninu, einhverja hetju, sem er fús að
halda á manni síðasta spottann og reyndar það sem eftir er
í lífinu.
Keflavíkurgangan
27