Keflavíkurgangan

Date
  • previous monthJune 1960next month
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910
Issue

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Page 30

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Page 30
var sem neistar flygju um loftið, tendruðu bál í brjóstum manna. Orsökin var auðskynjuð: þeir fundu að o r ð hafa annað og meira gildi, þegar sá sem þau mælir hefur lagt á sig 50 km göngu til staðfestingar sannfæringu, sem að baki býr; mönnum var ljóst, að formælendur hernámsins hefðu aldrei farið slíka göngu hersetunni til vegsemdar. Samstilling þúsundanna varð þvi voldugri sem á leið fund- inn og náði hámarki, er Þorvarður Ömólfsson flutti mann- fjöldanum í fundarlok Samþykkt Keflavíkurgöngunnar. Hann las hvern lið fyrir sig hátt og skýrt, og fólkið staðfesti hana lið fyrir lið með langvarandi lófataki. E. B. Til vinstri: Guðgeir Jónsson, fundarstjóri Til hægri: Sigurður Guðnason að skeiðslokum Sigurjón Þorbergsson: — Já, það er ekki hægt að skerast úr leik, þegar slíkar að- gerðir standa fyrir dyrum. Ég er að vísu í heldur lélegri æf- ingu til að ganga, en ég æfði þó eitt sinn íþróttir og reikna þess vegna með því, að gangan reynist mér tiltölulega auðveld. — Og þú gengur til að mótmæla hersetunni? — Ég lít á Keflavíkurgönguna fyrst og fremst sem yfir- lýsingu um vilja til samstöðu og baráttu í þessu máli. Ég held líka, að þessi tegund mótmæla sé eins góð og hver önnur. — Ætlarðu að ganga í rigningu? — Já, í hvaða veðri sem er, ef ætlunin er að ganga. Eftirfarandi viðtöl birtust á Æskulýðssíðu Þjóðviljans: Æskulýðssiðan fagnar þessum nýja áfanga í baráttunni gegn hernámi íslands og hvetur eindregið alla unga sósíalista til þátttöku í göngunni. Félagar í Æskulýðsfylkingunni, Félagi róttækra stúdenta, ungir sósíalistar í verkalýðsfélögunum og hvar sem þið starf- ið: fylkjum liði í Keflavíkurgönguna á sunnudaginn og sýn- um með því hug okkar til hernámsins. Mótmælum 20 ára smán og niðurlægingu erlendrar hersetu. Burt með erlendan her af íslandi. Franz A. Gíslason: Hernámsandstæðingar hafa ákveðið að efna til mótmæla- göngu gegn hernámi Bandaríkjanna á fslandi n.k. sunnudag 19. júní. Er ætlunin að ganga frá herstöðinni í Keflavík sem leið liggur gegnum Hafnarfjörð og Kópavog og enda göng- una með útifundi í Reykjavík á sunnudagskvöld. Finnur T. Hjörleifsson: Fyrst komum við að máli við Finn T. Hjörleifsson, formann Reykjavíkurdeildar Æskulýðsfylkingarinnar. — Þú tekur náttúrlega þátt í göngunni, Finnur? — Auðvitað. Ungt fólk og hraust getur ekki lagt minna á 28 Keflavíkurgangan

x

Keflavíkurgangan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link to this issue: 1. tölublað (19.06.1960)
https://timarit.is/issue/362153

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (19.06.1960)

Actions: