Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Síða 33
rísi af sjálfsdáðum upp úr móki gróðahyggjunnar, hristi af
sér syndir feðranna, hreinsi landið af útsendurum stríðsguðs-
íns, treysti á hugsjón í staðinn fyrir her. Sún von er leiðar-
steinn hópsins sem kominn er gangandi sunnan af Miðnes-
heiði í dag. Eins og að líkum lætur er þessi hópur fyrirlitinn
og spottaður af hermöngurunum. En ráði auðna hefur hann
markað ný spor í íslenzka sögu. Vera kann að þjóðin öll eigi
fótum hans fjör að launa. Það er staðfastur ásetningur hans
að nema ekki staðar í sókninni fyrr en sigur er unninn.
Það er mikill siður innlendra sópara hins erlenda ,,tilleggs“
að nefna alla þá kommúnista sem vilja hlutlaust land og frið-
lýst. Gott og vel: sé ekki hægt að vera heiðarlegur íslending-
ur án þess að vera kommúnisti, þá verum öll kommúnistar.
Minnumst þá kommúnistans Einars Þveræings sem bægði frá
landi voru her Ólafs helga. Minnumst þá kommúnistans Árna
lögmanns sem grét í nauðvörninni gegn her Friðriks þriðja.
Minnumst þá kommúnistans Jóns forseta sem fastast stóð
þegar berlegast ógnaði her Friðriks sjöunda.
í dag hafa liðnar kynslóðir með þessa ódauðlegu íslendinga
í fylkingarbrjósti stigið fram úr djúpi aldanna og svifið á
undan Keflavíkurgöngunni — aðvarandi, tárfellandi, eggj-
andi benda þær á krabbamein landsins, hinn erlenda her, og
hrópa með oss:
Vér mótmælum allir.
Gils Guðmundsson:
Góðir fundarmenn!
Sá atburður, sem hér hef-
ur gerzt í dag, gangan frá
herstöðinni í Keflavik til
Reykjavíkur, er áfangi á veg-
ferð, sem þegar er orðin
nokkuð löng. Enn ein dagleið
er að baki, og ég trúi því, að
hún hafi skilað okkur drjúg-
um áfram að settu marki:
Frjálsu og friðlýstu landi.
Þó að við, sem hér erum
saman komin, séum misjafn-
lega miklir göngugarpar, höf-
um við sjálfsagt öll einhvern
tíma ævinnar kennt ferða-
þreytu og fundið mjög til
þess, hve seint okkur sóttist
leiðin. Slíkrar þreytu hefur
gætt í röðum okkar hernáms-
andstæðinga nú hin síðustu
missiri. Yfir baráttu okkar
Gils Guðmundsson
raun, ef hugur fylgir máli, því hvað er hún hjá þeirri andlegu
þrælagöngu sem þjóðin hefur verið keyrð í, 20 ára hersetu.
Veit ég miðaldra ekkju, móður og ellefu barna ömmu, sem
hyggst fara í gönguna með glöðu geði.
Man ég föður minn Einar Pálsson, sem árið 1903 lagði
land undir fót með fimm ára dóttur sunnan úr Skaftafells-
sýslu til Djúpavogs og með skipi til Vopnafjarðar, en síðan
þaðan landveg upp á efsta bæ á Jökuldal, Brú, og talaði um
að skreppa þegar hann fór gangandi frá Vopnafirði til Horna-
fjarðar í kynnisför. Mér er það mikið gleðiefni að dóttur-
syni hans og nafna skuli auðnast að vera með í göngunni,
þó ég geti það ekki nema í anda, og ef bezt lætur síðasta
spölinn.
Síðbúin kveðja
Jón Öskar:
París, 17. júní 1960.
í dag er þjóðhátíðardagur okkar og í dag fékk ég blöð að
heiman. Þá sé ég að það á að fara í göngu til að mótmæla
dvöl bandaríska hersins á Islandi. Ég bregð við skjótt, en ég
er of fjarlægur, orð mín ná ekki heim í tæka tíð, ég get eng-
an örvað.
Nú er sem þjóðirnar rísi upp. Víðsvegar um heim risa þjóð-
irnar upp, eru slegnar niður, rísa upp aftur.
Það er mikið í húfi að okkur takist að reka bandaríska her-
inn burt af Islandi. Það er líka mikið í húfi að við sýnum með
slíkri göngu, sem getur orðið að heimsfrétt, að við viljum
eitthvað leggja á okkur til að koma hernum burt.
Með því styrkjum við þær hreyfingar í öðrum löndum,
sem reyna að vinna gegn stefnu hernaðarsinna, þessum post-
ulum dauðans, sem engin rök bíta á nema sýnilegur vilji nógu
margra manna. Við styrkjum friðaröflin í Japan, sem spörk-
uðu á svo aðdáunarverðan hátt sendimanni Eisenhowers úr
Japan, og gerðu það að heimsfrétt, hvernig boðberi dauðans
forðaði sér í helikopter. Það eru þeir í Japan, sem þekkja af
raun bölvun atómsprengjunnar, og því eru það þeir sem
hatramast berjast gegn bandarískum herstöðvum. Við styrkj-
um frönsku stúdentana, sem nú eru óðum að vakna til bar-
áttu gegn nýlendustyrjöld Frakka í Alsír, við styrkjum alla
þá, sem berjast gegn dauðadansinum i heiminum, alla vitra
og heilskyggna menn, alla þá, sem vilja að mannkynið lifi,
æskulýðinn, sem vill trúa á lífið og ástina og framtíðina.
Og ef við náum árangri í baráttunni, getum við horft stolt
framan í allan heiminn, og allur heimurinn verður okkur þakk-
látur.
Keflavíkurgangan
31