Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 2
INNGANGUR
Vonarorð
Ávarp frá yfirmönnum Heimskirkjunnar
Eftír Pardon Mwansa
í september 2006 hringdi ég í vin minn, í Manado í Indónesíu,
sem hafði misst konuna sína úr krabbameini. Um stund
skiptumst við á sorgarorðum um þessa kærieiksríku kristnu
konu. Lífi vinar míns hafði verið umturnað og þegar ég
hlustaði á hann komu mér þessi vonarorð Drottins Jesús
Krists í hug „Hjarta yðar skelflst ekki. Trúið á Guð og trúið á
mig. í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo,
hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað?
Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og
tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er"(Jh
14.1-3).
Himneski faðir okkar þekkir vel baráttu og erfiðleika
þess heims sem við lifum í . Þjáning barna hans hryggir Guð.
Hann hefur áætlun um að leiða hana til enda. Hann segir,
„Sjá, ég gjöri alla hluti nýja!“ (Opb 21.5). Hann hefur búið betri
heimkynni fyrir okkur.
Guð biður okkur að treysta sér meðan á biðtíma okkar
á jörðinni stendur. Við mæðumst í mörgu. Við höfum jafnvel
stundum áhyggjur af þeirri bið sem virðist vera eftir endur-
komu Jesús. Orð hans eru „Hjarta yðar skelfist ekki. “
Okkar eina von er að Jesús komi aftur. Þetta er
blessuð vonin okkar, við væntum lausnar frá tortímingu og
hinum illa. Páll hrópaði upp yfir sig af hrifningu „Það sem
Pardon Mwansa er varaformaður Heimskirkju
sjöunda dags aðventista.
auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta
nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann
“ (1Kor 2.9).
Þegar ég hugsa um stað þar sem „dauðinn mun ekki
framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl (Opb 21.4) þá er
ég yfirkomin af fögnuði. Það telst ágætt að eyða helgum og
sumarleyfi með fjölskyldunni hér á jörðinni, en ímyndaðu þér
1000 ár með Jesús og fólkinu sem við elskum! „Sæll og
heilagur er sá, sem á hlut i fyrri upprisunni. Yfir þeim hefur hinn
annar dauði ekki vald, heldur munu þeir vera prestar Guðs og
Krists og þeir munu ríkja með honum um þúsund ár “ (Opb
20.6). Og ekki bara í þúsund ár; heldur að eilífu!
Hver vegna ætti ég, hvers vegna ætti einhver að vilja
afþakka slíkt boð vonar? Er það þráin eftir einhverju ákveðnu í
heiminum? Er það þrá eftir ríkidæmi heimsins? Er það þrá eftir
að komast til metorða ( heiminum? „Því að allt það, sem í
heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-
oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum.
Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs
vilja, varir að eilífu" (1 Jh 2.16-17). Ég vona að svarið okkar
allra sé að ekkert muni halda okkur frá þvi að upplifa upp-
fyllingu þessarar blessuðu vonar. Þeirrar vonar að mega
sameinast ástvinum okkar og dvelja að eilifu með Guði.
Ykkar í von,
AÐVENTFRÉTTIR
70. ÁRG. - 9. TBL. 2007
Ú TGEFANDi
KlRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA Á ÍSLANDI
Sudurhlið 36
10 5 Re y kj a v i k
Sími: 5 88-7800
Fax: 588-7808
sda@adventistar.is
Ritstjóri &
Ábyrgðarmaður:
Eric Guðmundsson
Profarkalestur bænavikulestra
ÓLAFUR kRISTINSSON
SÓLVEIC H . J ÓNSDÓTTIR
HALLDÓR MAGNÓSSON
AÐVENTFRETTIR • Nóvember 2007
Þýðendur Bænavikulesranna:
G u ðjón a Björk Þorbjarnardóttii
Kristján Ari Sigurðsson
Ó m a r Torfason
S a n d r a M a r Huldudóttir
S kú I i Torfason
Þ ó r a L i ij a Sigurðardöttir
FORSÍÐUMYND OG MYNDIR MEÐ LESTRUM FULLORÐNA:
DENNIS BAYLOGH
MYNDIR MEÐ LESTRUM BARNA:
TERRY CREWS