Aðventfréttir - 01.11.2007, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR
Væri ekki svo
hefði ég sagt yður
Hvernig getum við þekkt sannleikann?
Eftir Daniel Duda
Ekki alls fyrir löngu var ég í Riga í Lettlandi að kenna
nokkrum prestum og prestanemum. Eftir að hafa
kennt allan daginn fór ég út að ganga í þessari
sögufrægu borg. Þegar ég var á leiðinni aftur til
heimavistarinnar þar sem ég dvaldist sá ég stóra klukku utan
á nútímalegri stjórnsýslubyggingu. Stórir, rauðir og glóandi
tölustarfirnir gáfu til kynna að klukkan væri 20:21. Ég leit sam-
stundis á úrið mitt, það gat ekki verið að klukkan væri svona
margt! Sólin skein enn í heiði, og mér leið eins og klukkan
væri fimm síðdegis. En úrið mitt sýndi líka 20:21.
Það tók mig tíma að átta mig á þessu. Ég var svo viss um
að ég hefði rétt fyrir mér. Ég var næstum því tilbúin að rífast
um það. Samkvæmt fyrri reynslu minni af stöðu sólarinnar og
birtu hennar, þá leit út fyrir að ég hefði á réttu að standa. Þá
rann það upp fyrir mér: Ég var í öðru tímabeltí! Það skipti ekki
máli hvernig mér leið, ég hafði á röngu að standa, og klukkan
„fór með rétt már.
Hvernig vitum við það sem við vitum? Þetta er ein af mikil-
vægum spurningum andlegrar pílagrímsferðar okkar. Hvernig
komumst við að niðurstööu þegar að við leitum eftir svörum
við áleitnum spurningum í kristnu lífi okkar og reynum að
skilja heiminn í kring um okkur?
Jesús hvatti lærisveina til að beita huganum og hugsa um
sannleikann. Hann sagði við þá „Væri ekki svo, hefði ég sagt
yður“ (Jh 14.2). Sumar þýðingar setja orð Jesús fram sem
spurningu: „Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi
burt að búa yður stað?"
Á hvorn veginn sem við orðum þetta, (griskan leyfir báða
möguleika, en það er sennilegar að hér sé um staðhæfingu
frekar en spurningu að ræða) reyndi Jesús að færa
lærisveinum sína algjöra fullvissu.
I Ijósi atburða næsta sólarhrings, hvernig áttu þeir að vita
að þeirra byggi ákveðin framtíð - Jesús var svikinn, vonir
þeirra virtust brostna og Jesús dó? Samkvæmt svari Jesús,
var yfirvofandi dauði hans nauðsynlegur hluti af áætlun hans
að búa þeim stað (og okkur).
Fólk hefur í gegnum aldirnar svarað spurningum um upp-
sprettu sannleikans með þrennum hætti.
Hugurinn sem uppspretta sannleikans
Grískir heimspekingar, nokkrum öldum fyrir Krists burð, héldu
því fram að hugurinn væri hin sanna uppspretta sannleikans.
Vopnuð með rökhugsuninni einni getum við haft óendalegan
og ótakmarkaðan aðgang að alheimsannleika, sem er rök-
réttur og liggur í augum uppi. Vitsmunir okkar eru þess vegna
sá mælikvaði sem við metum sannleiksgildi með. Því sem
ekki er rökrétt ber að hafna. Páll postuli lýsti þessari heimsýn
„Grikkir leita að speki “ (1Kor 1.22).
En er þetta rétt? Fyrsti engillinn í Opinberunarbókinni 14.
kafla kallar allt mannkynið til að tilbiðja „þann, sem gjört hefur
himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna “ (vers
7). Biblían lítur á annað sem skurðgoðadýrkun. Endaleg
upptök sannleika og visku er ekki að finna i huga mínum. Jú,
sönn trú er rökrétt og hugur okkar er verkfæri Guðs sem hann
skapaði og vill að við notum (Jes 1.18), en hann er ekki upp-
spretta sannleikans.
Náttúran sem uppspretta sannleikans
Seinna komu fram menn sem töldu að i stað þess að leita hið
innra að sannleikanum þyrftum við að horfa í kringum okkur.
Þeir uppgötvuðu að náttúran laut lögmálum sem hægt er að
segja fyrir og eru varanleg Þess vegna fengu þau heitið
„náttúrulögmár. Fyrir þeim varð uppsretta sannleikans
rannsóknir á lögmálum náttúrunnar. Úr varð hin vísindalega
aðferð (scientific method) sem gerði það að verkum að margir
litu svo á að Guð væri ónauðsynlegur.
Þrátt fyrir að vísindalegar rannsóknir séu notadrjúgar til að
hjálpa okkur að skilja starfsemi hluta er náttúran ekki upp-
spretta sannleikans. Það er engin spurning að hluta
sannleikans er að finna í náttúrunni, en lykillinn að
sannleikanum felst ekki eingöngu í náttúrunni.. Jesús sagði
ekki við lærisveina sína, „Þið munuð vita, vegna þess að þið
munuð upplifa." Nei, hann sagði „Væri ekki svo, hefði ég sagt
yður.“ Lærisveinar Jesús munu komast að sannleikanum
með öðrum hætti.
Opinberun Guðs er uppspretta sannleikans
Hinn algildi sannleikur er hvorki í hugsun né í náttúrunni. Hinn
algildi veruleiki (Guð) er stórfenglegur —fyrir ofan okkar
skilning - og aðeins er hægt að kynnast honum í gegnum
opinberanir hans. „Hinir leyndu hlutir heyra Drottni Guði
vorum, en það, sem opinberað er, heyrir oss og börnum
vorum ævinlega" (5M 29.29). Guð vildi að við þekktum hann.
Þess vegna kom Jesús Kristur til jarðarinnar.
AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007 I