Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 27

Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 27
LOKAORÐ Boðskapur frá formanni Heimskirkjunnar Jan Paulsen Aðventistar eru hvað kunnugastir boðskapnum sem skráður er í Jh 14.1-3. Við kunnum þetta öll upp á okkar tíu fingur. Þarna er von okkar í hnotskurn framsett á skíran og áhrifa- mikinn hátt. Þetta er loforð af vörum sjálfs Drottins og full- vissa um að það verði efnt. í þessum texta talar Jesús til okkar vonarríkum orðum á kristinni pílagrímsför okkar. Vonarboðskapurinn sem felst í textanum á brýnna erindi til mannsins í dag en nokkru sinni fyrr. í dag upplifum við tlma hrað-samskipta þar sem orð eru þungamiðjan. Mjög oft berast okkur fregnir af dauða og þjáningu. Heimurinn þarfnast raddar sem boðar von og huggun. Þar sem Jesús gaf okkur vonarrík orð ber okkur að láta þau hljóma . í Jh 14.1-3 sjáum við andstæðurnar. Brottför og endur- koma eða aðskilnaður og endurfundir. Textinn er tilfinningaþrunginn. Þetta eru tilfinningar vináttusambands og kærleika og yfirvofandi ótta eða óvissu sem skapast af aðskilnaði. En þarna er einnig að finna einlæga hvatningu um að halda voninni lifandi og vakandi er við bíðum og væntum komu Krists. Jesús leitaðist við að veita lærisveinunum uppörvun með því að mæla orð vonar og huggunar. ,,Hjarta yðar skelfist ekki” sagði hann. „Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað?” ,,Þessi orð ættu að vera okkur til uppörvunar. íhugið starfið sem Kristur innir af hendi í okkar þágu á himnum. Hann er að búa okkur dvalarstað. (Ellen G. White Sermons and Talks 2. bindi bls. 145). Hugvekjurnar sem við lesum þessa bænaviku byggjast á þessum endurkomutexta. Okkur fannst við hæfi að kirkjan riflaði þennan boðskap upp. Þannig erum við minnt á okkar andlegu rætur og ástæðuna fyrir tilvist okkar. í Jh 14.1-3 er boðskap að finna, sem margir ritfærir menn hafa lagt út frá til að undirstrika merkingu hans fyrir kirkju okkar í dag. Ég vil hvetja kirkjuna til að rifja upp Jh 14.1-3. Við skulum lesa textann í einrúmi er við eigum tilbeiðslustund eða við húslestur á heimilum okkar og safnaðarsamkomum. Við skulum hlusta á hann í sameiningu og leyfa lifandi krafti Orðs Guðs að hafa sín tilætluðu áhrif og endurnýja von okkar um skjóta endurkomu Krists. Megi þessi endurupptaka boðskaparins verða til þess að við fáum styrk frá Drottni og viljastyrk til að boða heiminum komu konungsins. Ykkar einlægur f hinni kristnu von, AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.