Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 24

Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 24
lofaði að finna fyrir okkur fallegan stað og hann mun standa við orð sin,“ minnti mamma á. Önnur vika leið og loksins kom boð frá pabba að þau mættu koma. Húúrrrra! Strákarnir voru strax tilbúnir til að ferðast. Eftir margra daga rútu- ferð á rykugum vegum komust þau heil á húfi yfir landamærin. Pabbi beið eftir þeim! „Pabbi, nýja húsið okkar er frábærf sagði Pedro glaður „það er ekki skrítið að það hafi tekið svona langan tíma fyrir þig að undirbúa það fyrir okkur". Lexía Jesús sagði líka lærisveinum sinum að hann ætlaði að búa til fallegt heimili fyrir þá. Þetta er staður fyrir alla sem elska hann og vilja búa með honum. Sérstakur staður þar sem þú getur lagt þig með Ijónunum og þau meiða þig ekki (Jes 11.6). Er það ekki spennandi að geta klappað Ijónum og hlébörðum? Guð hefur búið þér stað í áformum sínum. Hann minnir á orð sín „áður en ég myndaði þig í móðurlífi, út- valdi ég þig" (Jer 1.5). Hagnýting Búðu til fallegt kort eða teiknaðu mynd af því sér- staka heimili sem Jesús fór til að undirbúa. Sýndu þremur vinum þínum sem ekki þekkja Jesús myndina. Ákvörðun 1. Jesús fór á undan okkur til föðursins, hvað heldurðu að hann sé að gera? 2. Hvers konar ofur sér- stakan stað er Jesús að undirbúa handa þér? Lestu Opinberunarbókina 21 og 22 til þess að svara þessari spurningu. 3. Hvernig getur þú undirbúið þig til að fara til þessa sérstaka heimilis? Vertu nærri Jesús í bæn og lestri Biblíunnar. Biddu hann að hjálpa þér að segja öðrum frá honum. Verkefni Gerðu Ijóð um þennan sérstaka stað og biddu hvíldardagsskóla kennarann þinn að fá að deila því með krökkunum í bekknum. Fimmtudaqur Dýrðleg krýning Minnisversið „Og ég sá, og sjá: Hvítt ský, og einhvern sá ég sitja á skýinu, líkan mannssyni. Hann hafði gullkórónu á höfðinu." (Opb 14.14). Tilbúin, viðbúin... Sýndu börnunum myndir af konungum, drottningum, prinsessum—konungsbornu fólki frá mismunandi löndum. Spyrjið: Hvað gerir konunga og drottningar ólíka öðru fólki? Konungar og drottiningar fá fyrst að bera kórónu eftir sérstaka athöfn sem nefnist krýning. Saga „Vaknaðu! Vaknaðu! Svefnpurka!" kallaði mamma um leið og hún togaði í sængina hans Ravi. „Ohhhh, ég er þreyttur," sagði Ravi f kvörtunartón „Drífðu þig svo þú missir ekki af stóru stundinni," áréttaði mamma. „Kannski ættum við bara að leyfa honum að sofa áfram,“ lagði Premila stóra systir hans til. „Hann vill ekki sjá krýninguna.“ „Allt í lagi! Ég er tilbúinn að sjá drottinguna," Ravi glaðvaknaði snarlega og stökk á fætur. Þetta var mjög spennandi dagur fyrir íbúa Singpore árið 1953; krýna átti unga fallega drottningu. í fyrsta skipti átti að sjónvarpa krýningarathöfninni um allan heim. Það var ekki langt síðan að sala hófst á svart- hvítum sjónvörpum á eynni og ekki mörg heimili höfðu efni á þeim. Jeyakumar fjöl- skyldan átti þeim til ánægju lítið 14 tommu sjónvarp. „Þetta er að byrja núna þannig að þú verður að koma strax Ravi ef þú vilt ekki missa af þessu," kallaði pabbi spenntur. „Vá hvað þetta er flottur vagn," hrópaði Ravi upp yfir sig „ég myndi sko vilja ferðast með honum." „Sjáiði þarna kemur unga drottiningin" bætti Premila við „hún er falleg". „Sjáið kjólinn hennar! 0, hvað skikkjan er löng og falleg!" sagði mamma hrifin. Það virtist taka langan tíma þar til kom að stærsta atriði athafnarinnar. Ravi tók að þreytast. „Hvenær ætla þeir að krýna hana? Af hverju eru svona margar bænir og ræður?“ sagði Ravi og andvarpaði. „Vertu þolinmóður/ sagði pabbi „nei, sjáið erkibiskupinn er að gera kórónuna tilbúna og núna hann er að lyfta henni upp". Það var merkilegt augnablik þegar Elísabet II var krýnd drottning og kórónan, með hundruðum glitrandi steina, var sett á höfuð hennar. Þetta var stórkostleg athöfn! Ravi og Premila munu aldrei gleyma henni! Lexia Við munum sjá krýningu konungs konunganna, hann mun koma aftur í dýrð fyrir alla þá sem elska hann. Hann kom sem varnarlaust barn, „og var freistað á allan hátt eins og vor, en án syndar" (Heb 4.15). Páll segir okkur: „í annað sinn mun hann birtast, ekki sem syndafórn, heldurtil hjálpræðis þeim, er hans bíða“ (Heb 9.28). Vinur okkar, Jesús Kristur, mun koma til að sækja okkur í dýrð. Hann er ekki bara konungur. Nafnið sem ritað er á skikkju hans og lend er „Konungur konunga og Drottinn drottna" (Opb 19.16). Þetta er ekki allt! Jóhannes sá þetta í sýn og lýsti því fyrir okkur: „Og her- sveitirnar, sem á himni eru, fylgdu honum á hvítum hestum, klæddar hvítu og hreinu líni“ (Opb 19.14). Getur þú ímyndað þér kraftmiklu englana sem munu fylgja Jesús þegar hann kemur til litlu jarðarinnar okkar? Hann kemur til að sigra öfl Satans sem ógna fólki hans. Hann er krýndur konungur okkar! Hagnýting Spurðu börnin: Getur þú lýst dýrðlegri endurkomu Krists? Mun hann koma með björtum Ijósum? Teiknið mynd af atburðum endurkomunnar og sýndu vini þínum. Umræða 1. Hvernig geturðu verið viss um loforð Jesú um að koma aftur til sækja þig? Getur þú fundið einhver þessara loforða í Biblíunni? 2. Hvernig getur þú undirbúið þig til að hitta Jesú, konung konunganna? 3. Hvernig myndi þér líða ef að þú sæir hersveit engla koma með Jesú? Mundu að þeir eru að koma til að sækja fólk Guðs; þeir eru að koma að sækja þig. Hvað finnst þér um það? [ AÐVENTFRÉTTIR ♦ Nóvember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.