Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR
Treystum
Guði; treystið
mér einnig
Jesús vill færa okkur á æðra stig
sök erfiðleikanna, og til
sé aflið og mátturinn
sem getur það. Þetta
gerist þegar hin kristna
von okkar staðfestist við
dýrðlega komu frel-
sarans og Drottins vors.
Vonin er ráðandi afl í
lífsfyllingu okkar hér og
nú. „í eftirvænrtingu
vorrar sæluvonar, að
hinn mikli Guð og frelsari
vor Jesús Kristur opin-
berist í dýrð sinni“ (Tt 2.13).
Höldum áfram vonar-för okkar, yfir-
veguð og í rósemd með Kristi.
Spurningar til íhugunar og umræðu
1. Orð Jesú „skelfist ekki“ gefa til kynna
mögulegt hlutverk okkar þeim til upp-
fyllingar.
Hvaða hlutverk er það?
2. Jan Paulsen bendir á að Jesús tók á
sig „skelfinguna" til þess að losa okkur
undan þeirri byrði. Hvað á hann við
með því?
3. í hvaða skilningi ná orðin „hjarta yðar
skelfist ekki" út fyrir sálræna uppörvun?
Jan Paulsen er leiðtogi
Heimskirkju sjöunda
dags aðventista.
Eftir Ella Simmons
Sennilega hefur vitneskjan um
væntanlegt brotthvarf Jesú
vakið hjá lærisveinunum ótta-
blendna tilfinningu og
óöryggiskennd. Þeir gátu ekki séð fyrir
sér nánustu framtíð. Þeir voru eins og
dádýr Afríku sem geta stokkið upp í
þriggja metra hæð og náð stökk-
vegalengd sem eru tíu metrar, en ef þau
eru lokuð í búri stökkva þau ekki nema
þau sjái hvar þau lenda. Jesús var að
reyna að færa lærisveinana á æðra stig
í þjónustu og samskiptum, en þeir voru
lofthræddir. Traustið eitt á Jesúm gat
losað þá úr flötrum óttans og kvíðans
sem gagntók þá.
Hugtakið traust
Guð ætlast til að þess að við treystum
honum. Að við vörpum okkur í faðm
hans með allan okkar veikleika og ófull-
komleika. Jesús styrkir hinn máttvana
og reisir upp þá sem finna til vanmáttar
síns. (Vitnisburður til safnaðarins 2
bindi, bls. 98). Hvað felst i trausti? Hug-
takið hefur verið skilgreint sem algjör
vissa varðandi lunderni, getu, styrk og
sannleiksgildi einhvers. Það höfðar tii
öryggis, trúar og vonar. Traust í biblíu-
legum skilningi er blanda trúar og
trúnaðartrausts.
Treystum Jesú
Víða í Gamla Testamentinu er að finna
frásögn af trausti á Guði og ábendingar
um að gera slíkt. Hinn vitri ráðleggur
okkur svo: „Treystu Drottni af öllu hjarta,
en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.
Mundu eftir honum á öllum þínum
vegum , þá mun hann gjöra þína vegu
slétta (Ok 3.5-6)“.
Davíð segir: ,,Guði treysti ég, óttast
eigi (Sl 56.4) og í Jes 26:3 lesum við
um ævarandi frið þeim til handa sem
honum treysta. Guð er traustsins
verður, það hefur hann sýnt og
sannað. Jesús segir að við getum
lagt okkar traust á sig þar sem hann
er eitt með Guði. Hann segir að þeir
sem hafi séð hann hafi séð föðurinn.
Þvi Jesús er Guð.
Innan okkar fjölskyldu er
skilningur á þessu. Sonarsonur okkar
er eftirmynd föður síns. Þegar gestir
koma í heimsókn og sjá Ijósmyndir af
sonarsyni okkar og föður hans á
sama aldri þá er engu líkara en að
um sama mann sé að ræða. Fólk
hefur einnig væntingar um að
sonurinn muni halda áfram að líkjast
föður sínum í hátterni og framkomu.
Við sjáum kærleika Guðs og
umhyggju hans fyrir okkur I Jesú.
Guð er á krossinum okkur til
frelsunar. Jesús sagði: „Sá sem
hefur séð mig hefur séð föðurinn (Jh
14.9)“. Honum getum við treyst.
Ferðalag byggt á traust
Jesús hefur áður gengið um slóðir
sem við þurfum að feta og tekist það.
Samstarfsmaður bauð mér og
eiginmanni mínum í skemmtilegt
ferðalag á hvíldardagseftirmiðdegi.
Ég sá fyrir mér eftirmiðdaginn á ferð
og flugi um holt og hæðir í nágrenni
kirkjunnar þar sem við komum
saman um morguninn. Samstarf-
smaður minn var samt með allt
annað á prjónunum. Allt gekk að
óskum er við ókum yfir slétturnar og
hæðirnar sem voru skammt undan.
Við nutum þess að horfa á lands-
lagið. Við áttum góða stund saman
AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007