Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 3
Eftir Jan Paulsen
Orð fela í sér merkjngu. ÞauJíjöpa'ókkur vel þegar við
reynum að miðla oðrum af þylí senrvið eigum og
enginn hefur aðgang að nema yið sjálf, en það eru
hugsanir okkar. Orðunum fylgja tilfinningar og hug-
boð. Orð geta uppörvað, bætt og jafnvel sært aðra ef svo ber
undir. Orðin sem særa eru ekki sönn heldur rangsnúin mynd af
því sem Guð ætlaöi þeim I upphafi. Vonarrík orð glæða lífið
merkingu og gleðitilfinningu. Jesús færði heimi fallins mannkyns
vonarrík orð, sem okkur vanhagaði svo mjög um. í Jh 14.1-3
finnum við fjölda vonarríkra orða af vörum frelsarans. Vonarríku
orðin byrja á þennan hátt „hjarta yöar skelfist ekki“.
Von og hvatning
Hvatningar sem stuðla að andlegri velferð okkar eru gulls ígildi. í
hnotskurn er Biblían safn hvatninga sem snerta flest atriði lífs
okkar. Þær móta lunderni okkar og draga markalínu, sem gera
okkur kleift að njóta góðra samskipta við aðra og við drottin
Jesúm Krist. Þær vega þungt í að skilgreina eðli og gæði óko-
minna stunda í lífi okkar. Hvatningar ganga út frá því, að mörg
séu vítin að varast og gæðin góð að höndla.
Hvatningar gera einning ráð fyrir því að við séum skapaðar
verur með frjálsan vilja. Hvatningar hvetja okkur til réttra
ákvarðana,- að velja hið góða og hafna hinu illa. Sé hvatningu
vel tekið á réttum tíma getur hún fært okkur friðsælla líf. Þannig
hvatti Jesús lærisveina sína á réttum tíma til að vísa þeim
veginn og gera þeim kleift að skilja eðli hins kristna lífs. Kristur
sá fyrir að væntanlegt brotthvarf hans mundi reynast þeim
þungur baggi að kljást við. Hvatningar fela í sér væntingar. Það
er að segja að gert er ráð fyrir því, að flutningsmaður þeirra hafi
innsýn í hættur á veginum sem framundan er og varar við þeim.
Jesús gerði sér fulla grein fyrir þeim atburðum sem voru
handan hornsins meðal fylgjanda hans í heiminum. Handtaka
hans og fráfall mundi reyna í þeim þolrifin til hins ítrasta. Líf
þeirra án hans jarðnesku nærveru ætti eftir að ógna trú þeirra.
Hvatningar hans eru til okkar allra vegna þess við erum án
jarðneskrar nærveru hans,- í heimi óvissu og ringulreiðar sem
stöðugt ógnar helgun okkar við málstað hans.
Það sem heimurinn hefur upp á að bjóða eru erfiðleikar og
angist. „í heiminum hafið þér þrenging" (Jh 16.33).
Þetta þekkjum við af eigin reynslu og með því að fylgjast
með mannlífinu hér á jörð. Heimurinn hefur aðeins eitt i boði,-
það eru erfiðleikar. „Heimurinn" sem hér er átt við er heimur
fallinna manna i uppreisn geng honum og föður hans. Fólk hans
AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007