Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 19
BÆNAVIKULESTRAR BARNA
Vonin sem felst í
loforðum Jesús
Eftir Linda Mei-Lin Koh
Til foreldra og leiðbeinenda
Börn þurfa nauðsynlega á von að halda I heiminum I dag.
Heimi sem er markaður af óvissu, ógnum vegna stríða og
eyðingar og hræðslu við hryðuverk. Margir eru hungraðir,
einmanna og þjáðir. Margir eru leitandi eftir friði, kærleika og
öryggi. Jesús er eina uppspretta friðar og vonar.
Orð Jesús í Jóhannesarguöspjalli 14:1-3 gefa
börnunum okkar dýrmæta von um bjarta framtíð. Foreldrar,
kennarar og allir meðlimir safnaðarins þurfa að deila þessu
loforði með börnunum. Við þurfum að hjálpa börnunum að
finna von í Jesús. Lifum lífum okkar með þeim hætti að þessi
von birtist i lífi okkar.
Mikilvægi þess að treysta loforðum Guðs um von er
aðalatriði bænavikulestursins. Þetta er gert með sögum, út-
skýringum, verkefnum og hagnýtingu þess efnis sem fjallað er
um. Til að byrja prófaðu eftirfarandi með börnunum þínum:
1. Búið til loforðakort fyrir börnin. Biðjið börnin að finna
að minnsta kosti 10 loforð í Biblíunni og skrifa þau á kort
(stærð A6). Eldri börnin skrifa eitt loforð á hvert kort og
þeir sem ekki kunna að skrifa teikna mynd sem útskýrir
loforðið. Hvettu þau til að gefa nágrönnum eða skóla-
félögum kortin og deila loforðinu og vonininni sem það
gefur þeim. Það er auðvelt fyrir börnin að finna loforð í
Sálmunum 23, 37, 91, 121, Jesaja 43 og Jóhannes 14.
2. Byrjaðu að halda þakkar-bænabók og láttu börnin
skrifa stuttar þakkarbænir til Guðs fyrir loforðin sem þau
finna.
Fyrri hvíldardaqur
í storminum
Minnisvers
„Óttast þú eigi, þvi að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því
að ég er þinn Guð“ (Jes. 41.10).
Viðbúin, tilbúin...
Spurðu börnin hvort þau hafi eitthvern tíman farið að veiða
eða séð fólk veiða. Leifðu þeim að segja þér það sem þau
vita um veiðar og fiskibáta. Láttu þau deila stuttlega með þér
af þeirra eigin reynslu. Spurðu svo, „Hvaða hættur geta komið
upp þegar maður er að veiða?"
Það fór svolitið úrskeiðis þegar Alice fór út á sjó að veiða
með pabba sínum. Athugaðu hvort þú getur fundið út af
hverju henni tókst að vera alveg róleg i þeim aðstæðum.
Saga
„Ó, það togar í stöngina mina! Það er fiskur búinn að bíta á
hjá mér, pabbi.“ Hrópaði Alice spennt.
„Haltu nú fast og ekki sleppa takinu," leiðbeindi pabbi
hennar Alice á meðan hann færði sig nær til að grípa í
stöngina hennar. „Vá, hvílíkur fengur! Þetta er þorskur!" Sagði
pabbi þegar hann var
að opna munninn á
fisknum til að losa
öngulinn.
„Fiskarnir
eru rosalega
duglegir að
bíta á í dag!“
sagði Alice
yfir sig
ánægð.
„Megum við
fara lengra
út til að ná í
eitthvað af
þessum fína
bleika laxi,
pabbi?“
„Ertu
komin með
veiðidellu, ha?“
Stríddi pabbi
hennar henni og
henti fisknum í kæli-
boxið.
Þetta hafði svo
sannalega verið frábær
dagur til að veiða. Þau feðgin höfðu
byrjað mjög snemma þennan sunnudags morgun I þeirri von
um að vera búin að veiða stóran fisk, þegar dagurinn væri á
enda. Fljótlega fóru þau lengra út á sjó á litla fiskibátnum I leit
að bleika laxinum sem Alice langaði að veiða.
Þegar Alice og pabbi hennar voru að ganga frá nestis-
boxunum sínum tók pabbi hennar eftir dimmum skýjum á
himninum.
„Ég vona að þetta þýði ekki að það sé að koma stormur"
stundi pabbi hennar. „Kannski ættum við að snúa við og fara
heim, svona til vonar og vara. Við getum veitt bleika laxinn
okkar eitthvern tíman seinna." Alice hlustaði eftir pútt-pútt
hljóðinu sem kom alltaf þegar vélin fór I gang en I staöin
heyrðist bara fruss I vélinni og hljóðið I pabba hennar þegar
hann hrópaði upp, „Ónei! Bensínið okkar er búið! Ég gleymdi
bensín brúsunum tveimur sem við keyptum!“
„Hvað eigum við þá að gera? Komumst við þá heim?“
sagði Alice og reyndi að vera róleg.
„Ég ætla að kalla á hjálp frá landhelgisgæslunni," full-
vissaði pabbi hennar um og fór að fikta I talstöðinni á bátnum.
„Neyðarástand! Neyðarástand! Þetta er Sting Ray sem talar!“
Hann endurtók þetta þrisvar sinnum, en ekkert svar kom frá
landhelgisgæslunni.
Nú voru dimmu skýin farin að svlfa yfir bátinn og öldurnar
voru farnar að ýfast. Ótti læddist inn I brjóst Alice. Vindurinn
varð sterkari og sterkari. Hjarta hennar sló hratt og hugsanir
um mömmu hennar, hundinn hennar, Rover og systur
hennar, Lillian, komu upp I huga hennar. „Ég er hrædd,
AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007 I