Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 6

Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 6
þennan seinnipart ásamt frelsara okkar. En allt í einu urðu snögg um- skipti. Við stóðum nú andspænis hæstu fjallatindum á Mið-Vestur svæði Banda- ríkjanna. Nú tók fjórhjóladrifni jeppinn stefnuna upp í móti. Ekki hvarflaði að mér að þetta myndi gerast. Ég er nefnilega lofthrædd. Hvað átti ég nú til bragðs að taka? Ef til vill ætti ég að koma mér út úr bílnum og biða eftir fólkinu þegar það kæmi til baka. Ökumaðurinn og eiginmaður minn fullvissuðu mig um að allt yrði í stakasta lagi. Hann lýsti því með hrifningu hve stórkostlegt útsýnið yrði þarna uppi. Við héldum áfram ofar og ofar. Er við þræddum mjóan fjalla- veginn taldi ég mér trú um að við værum ekki á uppleið með því að horfa aldrei niður. Ég virti fyrir mér fjalls- hlíðina hægra megin og landslagið í fjarska til vinstri. Ég hvíslaði að eigin huga og líkama að allt væri í stakasta lagi, en líkami minn æpti á mig að ég væri á fleygiferð niður og hjartslátturinn væri um það bil að stöðvast. Samt var haldið áfram upp í móti. Að lokum tókst mér að slaka á. Ég ákvað að þetta yrði ekki dauðastundin mín. Mér varð til huggunar að treysta því að ökumaðurinn væri fyllilega fær um að skila okkur heilum heim og ég fann að hann hafði skilning á stöðu minni. Það uppörvaði mig að heyra að hann var búinn að fara þetta oft áður og alltaf gengið vel. Ökumanninum var treystandi og vegurinn var hindrunar- laus. Þá gerðist hið óvænta. Þrir menn komu niður hlíðina og vöruðu okkur við því að í næstu beygju væri fast öku- tæki. Ekki gat ég séð hvernig við ættum að komast framhjá því. Við yrðum að fara út fyrir slóðina. Við urðum að treysta algjörlega á ökumanninn og hann leysti málið af öryggi. Traust mitt óx við þetta. Ég treysti ökumanninum algjörlega fyrir Itfi mínu. Ég treysti honum, því hann hafði farið þessa leið svo oft áður og aldrei lent I neinu óhappi. Hann gerði sér grein fyrir áskoruninni og hve langt mátti ganga. Hann hafði sannað sjálfan sig. Hann var einnig þaulkunnugur faratækinu því hann hafði tekið það allt í sundur og sett aftur saman með sínum eigin höndum. Þar fyrir utan var það honum kappsmál að skila okkur heilum heim. Mér er það gleðiefni að segja frá því að það er ein- Að treysta Jesú þýðir að við trúum að hann sé sá sem hann segist vera mitt það sem hann og gerði. Þó að ég þjáist enn af lofthræðslu gæti ég samt hugsað mér að endurtaka þessa ferð, sjálfviljug. Með sama ökumanni við stýrið. Þetta er vinur sem hægt er að treysta. Þó að þetta sé sönn saga, saga um traust,- getum við dregið lærdóm af henni. Nafn ökumannsins er Mikael, í raun og i æðri merkingu. Ég tákna hinn óttaslegna kristna sem er ófús að fara með Jesú upp á þá hæð sem hann óskar að fara með mig. Bratti mjói vegurinn upp hlíðina er lífsvegur hins kristna og fara- tæki Mikaels er konungsríki Krists þar sem við erum samferðamenn. Fjallið táknar áskoranir og hættur sem við stöndum frammi fyrir. Faratálminn á leiðinni; fastur bíll, táknar steina sem Satan leggur á götu okkar. Ungu mennirnir tákna menn sem Guð sendir til að vara ferðalanga við aðsteðjandi hættum og til að tákna að sneiða megi hjá þeim hættum sem Satan leggur á leið okkar. í dag blasa við okkur ógnir ofbeldis, flokkadrátta, hryðjuverka, náttur- hamfara, harmleikja, stríðsátaka, sjúkdóma og plága. Við sjáum hjóna- bönd I upplausn og ríkisstjórnir sem ganga bak orða sinna. Ekki að undra þó ótti læðist að manni. En hinn kristni á sér von sem er óbrigðul (Tt 2.13). Jesús uppfyllir allar okkar þarfir. Hann segist vera: (1). Brauð lífsins. (2). Ljós heimsins. (3). Hliðið. (4). Góði hirðirinn. (5). Upprisan og lífið. (6). Vegurinn, sannleikurinn og lífið. (7). Hinn sanni vlnviður. (Sjá Jh 6.48; 8.14; 10.9,11; 11.25; 14.6; 15.1). Að bera traust til hans þýðir að við dýpstu hjartarætur viðurkennum við að hann sé sá sem hann segist vera. Þegar Jesús kallar okkur til kristilegs ferðalags er hann með áætlun fyrir okkur, sem er miklu göfugri en okkur kemur til hugar Okkar sýn á ferðalagið er þokukennd bæði hvað varðar hætturnar og launin að leiðarlokum. Ef við treystum honum fer hann með okkur I hæstu áður óþekktar hæðir á vegferðinni til eilífa lífsins. „Sjá Guð er mitt hjálpræði, ég er öruggur og óttast eigi“ (Jes 12.2). Við verðum einfaldlega að reiða okkur á Jesúm á tímum erfiðleika,- á erfiðum reynslutímum. Treystum honum I mótlæti. Treystum honum þegar okkur verður á. Treystum honum þegar við bregðumst. Treystum honum I gleði okkar. Treystum því að hann sé órjúfanlegur þáttur vonar okkar. „Trúið á Guð og trúið á mig" (1 Jh 1411). Spurningar til íhugunar og umræðu 1. Hvaða hindranir koma í veg fyrir að ég nái þeirri hæð sem Drottinn ætlast til að ég nái? 2. Hvernig má likja trausti við ferðalag? Ella Slmmons er varaformaður Heimskirkju sjöunda dags aðventista. | AÐVENTFRÉTTIR » Nóvember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.