Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 18
okkar fyrir hversu hann leiddi okkur
gegnum þunnt og þykkt til að fullgera
lyndiseinkunn okkar... og hver og einn
mun taka kórónuna, sem hann veitti
hverju okkar, af höfði sér og varpa
henni fyrir fætur frelsarans, og með
gullnum hörpum og söng munum við
lofa þann og vegsama sem i hásætinu
situr.3
Það er þarna sem hinir endurleystu
kynnast þeim sem leiðbeindu þeim að
fótskör frelsarans. Þeir sameinast í
lofsöng um þann sem lét líf sitt til þess
að hinn skapaði maður fengið notið lífs
i samhljóman við Guð.4
„Ég sá nýjan himin og nýja jörð, því
að hinn fyrri himinn og hin fýrri jörð
voru horfin og hafið er ekki framar
til“ (Opb 21.1). Hinn eyðandi eldur
gegnhreinsar jörðina. Sérhvert um-
merki bölvunarinnar er horfið. Ekkert
eilíft helvíti mun minni hina endurleystu
á skelfilegar afleiðingar syndarinnar.
Það verður aðeins eitt sem minna
mun hina endurleystu á hið liðna: Frel-
sarinn mun bera merki kross-
festingarinnar um allar tíð. Afleiðingar
þess óskapnaðar mun gæta á særðu
höfði hans, höndum, fótum og síðu.
Svo segir spámaðurinn er hann sá
Krist i dýrð sinni: „Ljómi birtist eins og
sólarljós, geislar stafa út frá hendi
hans, og þar er hjúpurinn um mátt
hans“ (Heb 3.4). Út frá sárum hans
flæddi hinn dökki dreyr sem sætti
mann við Guð - þar er fólginn dýrð
frelsarans, „hjúpurinn um mátt
hans." ...Þessi teikn auðmýktar hans
eru hans æðsti heiður. Um eilífar aldir
munu ör krossfestingarinnar kalla fram
lofgjörð og kunngjöra dýrð hans.
„En þú, varðturn hjarðmann-sins,
hæð dótturinnar Sion, til þín mun koma
og aftur til þín hverfa hið forna veldi,
konungdómur dótturinnar Jerúsal-
em“ (Mík 4.8). Sú stund er upp runnin
sem hinir heilögu þráðu gegnum
aldirnar allt frá því er hið brennandi
sverð útilokaði fyrstu foreldrana frá
Eden, „pantur arfleifðar vorrar" (Ef
1.14). Manninum var falið að gæta
jarðarinnar, en hann sveik hana í
hendur Satans, og nú eftir aldaraðir í
flötrum hans, er hún komin í hendur
hinna sönnu eigenda samkvæmt
áformi endurlausnarinnar. Allt það
sem glataðist í fjötrum syndar og
dauða hefur nú verið endurreist...
Laun hinna endurleystu
Ekkert svigrúm er fyrir sárauka á
himni. Tár verða ekki framar til, engar
líkfylgdir, engin sorgarbönd. „Og
dauðinn mun ekki framar til vera,
hvorki harmur né vein né kvöl er
framar til. Hið fyrra er farið.“ „Og
enginn borgarbúi mun segja: Ég er
sjúkur..." (Opb 21.4; Jes 33.24).
Þar geislar hin nýja Jerúsalem,
stórborg hinnar dýrlegu nýju jarðar... í
borg Guðs „þar verður engin nótt“. Þar
munu menn ekki kenna þreytu. Enginn
mun þreytast við að framkvæma vilja
Guðs og lofsyngja hann. Óþrjótandi
ferskleiki morgunsins mun gagntaka
okkur. „Og nótt mun ekki framar til vera
og þeir þurfa ekki lampaljós né sólarljós,
því að Drottinn Guð skín á þá og þeir
munu ríkja um aldir alda“ (Ópb
22.5) ...Dýrð Guðs og lambsins baðar
hina heilögu borg í eilífum dýrðarljóma...
Milliliðalaust samband við Guð eru
forréttindi hinna endurleystu. „Við sjáum
sem í skuggsjá, f óljósri mynd" (1Kor
13.12). Við sjáum nú endurspeglum
ímyndar Guðs í sköpunarverki hans og
hversu hann tekst á við manninn; en þá
munum við sjá hann augliti til auglitis án
skuggsjár og óljósrar myndar. Við
munum standa frammi fyrir honum og sjá
dýrð myndar hans.
Hinir endurleystu munu þekkja svo
sem þeir eru gjörþekktir. Kærleikurinn og
samkenndin sem Guð veitti hverjum
manni mun út springa sem rós i sólaryl.
Óheft samskipti og tjáning meðal heilagra
vera, gagnvirk samfélagsleg samkennd í
fylgd heilagra engla og endurleystra frá
örófi alda, sem þvegið hafa skikkjur sínar
hvítar í blóði lambsins, hin helgu bönd
sem tengja fjölskyldur á himni og jörð (Ef
3.15). í þessu er hamingja hinna endur-
leystu fólgin...
Allt hið skapaða
mun að lokum
viðurkenna að
Guð er kærleikur
Ómæld tækifæri
Sérhver eiginleiki mun fá notið sín, sér-
hver hæfileiki þroskaður. Upplýsinga-
streymið mun ekki þreyta hugann eða
ganga á orkulind hans. Hinum stórkost-
legustu verkefnum verður hrundið í fram-
kvæmd, háleitustu markmiðunum náð,
æðstu draumar raungerðir. Hinni eigin-
legu endastöð verður aldrei náð, ný
undur aldrei á þurrð ganga. Ný sannindi
mun opnast sjónum, nýir hlutir örva hug
og hönd.
Hinir endurleystu munu rannsaka alla
fjársjóði alheimsins. Þeir munu, svo
lausir úr viðjum hins dauðlega manns, ná
til fjarlægra heima... og deila í ólýsan-
legum fögnuði ómælisdjúp vísdóms Guðs
með óföllnum heimum. Þeir deila með
öðrum fjársjóði þekkingar og skilnings á
sköpunarverki Guðs sem áunnist hefur
með einlægri ígrundun gegnum aldirnar.
Þeir sjá án skuggsjár og óljósrar myndar
snilldarverk sköpunarinnar - sólir,
stjörnur, sólkerfi, sem í öllu lúta lögmáli
Guðs og snúast um hásæti hans. Nafn
skaparans má sjá greypt í sérhvað það
sem skapað hefur verið, allt frá því
smæsta til hins mikilfenglegasta, og
hvert og eitt vitnar um mátt hans og
dýrð.
Dýrð Krists og Guðs mun opin-
berast æ meir eftir þvf sem aldirnar
líða. Eftir því sem þekkingin vex mun
og kærleikurinn, lotningin og
hamingjan eflast. Því betur sem við
kynnumst Guði þeim mun dýpri verður
lotningin fyrir lyndiseinkunn hans.
Hinir endurleystu munu verða enn
dýpra snortnir eftir því sem Jesús
opnar augu þeirra fyrir hinum djúpu
leyndardómum endurlausnarinnar í
deilunni miklu við Satan og
gleðisöngur mun fylla sali himins sem
aldrei fyrr. Þúsundir þúsunda og
tíuþúsundir tíuþúsunda munu syngja
frelsara sínum lof í voldugum kór.
„Og allt skapað, sem er á himni og
jörðu og undir jörðunni og á hafinu, allt
sem í þeim er, heyrði ég segja:
Honum, sem í hásætinu situr, og
lambinu, sé lofgjörðin og heiðurinn,
dýrðin og krafturinn um aldir
alda“ (Opb 5.13).
Deilunni miklu er lokið, syndin af-
máð, syndarar ekki lengur til. Hið
skapaða í öllum alheimi slær í sam-
hljóma fagnaðartakti. Líf, Ijós og
fögnuður flæðir frá skapara alls um
ómælda víðáttu alheimsins. Allt hið
skapaða, frá hinu smæsta atómi til
hinna stærstu heima, hvort heldur það
sem lífsandann dregur eða er af efni
einu saman, sýnir í lýtalausri fegurð og
fullkomnum fögnuði að Guð er
kærleikur.5
1. Review and Herald, 22. nóv. 1906
2. Review and Herald, 3. jan. 1907
3. Review and Herald, 3. sept. 1903
4. Review and Herald, 17 . des. 1908
5. Deilan mikia bls. 705 - 708
Spurningar til íhugunar og umræðu
1. Hvert er helsta tilhlökkunarefni þitt
þegar Jesús kemur aftur?
2. Hvað er það sem gerir heimkynni
himinsins óendanlega ný og áhuga-
verð?
3. í þessari lesningu eru fólgin mörg
undursamleg fyrirheit. Hvaða fyrirheit
höfðar sterkast til þín? Hvers vegna?
Ellen G. White, sem
Kirkja sjöunda dags
aðventista álítur að
hafi búið yfir anda
spádómsins, varein
af stofnendum
kirkjunnar.
9 AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007