Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 11

Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR Að finna okkar„stað“ nú og að eilífu Eftir Lourdes E. Morales-Gudmundsson að er góð tilfinning þegar við vitum að einhver er að búa okkur undir nýja reynslu. Okkur finnst við þá ekki eins hjálparvana á leið út í óvissuna. Við getum spurt einhvern til vegar og verið viss um að sá hinn sami geti vísað okkur rétta leið. Á sama hátt vill Jesús fullvissa lærisveinana um það að þeir muni fá guðlega leiðsögn á meðan hann sé flarverandi, að þörf þeirra fyrir návist hans verði fullnægt með nærveru Heilags anda og með loforðinu um framtíðarheimili hjá honum. Einnig mun hann hafa þá stöðugt í huga sér þvl að ástæðan fyrir því að hann fer, er til að gera líf þeirra svo óumræðanlega miklu betra. Að undirbúa stað: Að veita huggun Oft fylgir því kvíðatilfinning þegar stórar breytingar verða í lífinu. Hugsunin um hættur halda fyrir okkur vöku á næturna og við fórnum höndum yfir öllu því sem gæti farið úrskeiðis. Við hörmum að hafa sleppt stjórninni á því lífi sem hefur verið svo þægilegt og útreiknanlegt til þess að geta farið út í óvissuna. Jafnvel þegar óvissan hefur að geyma loforð um mikinn ávinning, er tilhneigingin sú að hnipra sig saman af ótta við það eitt að hugsa um „nýtt líf. Það getur verið afar ógnvekjandi að breyta því hvernig við gerum hlutina, hvernig við lifum og hugsum. Þegar Jesús sagði lærisveinum sinum að hann væri að fara burt til að búa þeim eilíft heimili, var hann að fást við mesta veikleika mannsins: Hræðslu við hið óþekkta. Loforðið um stöðugt heimili -um alla eilífð- var til að losa þá við alla óvissu um að hann væri að skilja þá eftir „heimilislausa" í andlegum skilningi. Spænskt Ijóðskáld og guðfræðingur frá 16. öld, Fray Luis de León, skrifaði einu sinni Ijóð sem lýsir hræðslunni í hjörtum lærisveinanna þegar þeir horfðu á eftir honum upp til himins (P 1.9-10). Við lesum oft um himnaför Krists sem tíma sigursins og að mörgu leyti er það alveg rétt. En ef við lítum á þennan atburð út frá sjónarhorni lærisveinanna, getum við ímyndað okkur hræðslu þeirra og missi. Þeim fannst þeir vera skildir eftir eins og munaðarleysingjar. Og nú, heilagi fjárhirðir, skilurþú eftir hjörð þína í þessum djúpa, dimma dal einmannaleika og tára; Og, brýst í gegnum fiekklausan himininn, stígur upp til þíns eilífa heimilis? Þessir, sem áður voru blessaðir, en voru nú sorgmæddir og hrjáðir. Sem áður nærðust við brjóst þitt, en eru nú allslausir. Hvert eiga þeir nú að snúa sér? Huggunarorðin sem Jesús mælti „Ég fertil að búa ykkur stað'1 fólu i sér þær blendnu tilfinningar sem án efa yfirbuguðu lærisveinana þar sem þeir horfðu á. Hvað myndu þeir gera núna? Hvernig gætu þeir haldið áfram án þess að hafa Meistarann með sér? Ó, ský, öfundsvert vegna þessarar skammvinnu gleði. Hvers vegna býr í þér sorg? Hvers vegna ferðu svo fljótt burtu? Þvílíkan auð berðu á brott, og, æ, hversu fátæka og blinda skilurðu okkur eftir! (lausleg þýðing) Fullvissan um það að Jesús væri að fara til þess að undirbúa mikla blessun fyrir þá hlýtur að hafa verið bágborin huggun fyrir lærisveinana sem höfðu lært að reiða sig á Krist í nýfundinni trú sinni. Nú voru þeir beðnir um að bíða eftir endurkomu hans: „Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.