Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 8
opinbera okkur hvernig faðirinn er. í gegnum líf hans og dauða, endur- speglaði Kristur kærleika föðursins. Hann fullvissaði okkur um að faðirinn sjálfur elskar okkur (Jh 16.27). Helsta sönnunin um þennan kærleik var að gefa son sinn eingetinn til þess að deyja fyrir okkur (Jh 3.16). í húsi föður míns Að hugsa um föður er að hugsa um heimili. Hversu margar góðar minn- ingar koma upp í hugann þegar að við minnumst heimilis okkar! Það kemur ekki á óvart að frá árinu 1823 hefur eitt af ástkærustu sönglögum verið „Home, Sweet Home!“ Sannarlega „er enginn staðureins og heima." Það er með ólíkindum að John Howard Payne, höfundur þessa lags, skrifaði í dagbók sína: „Heimurinn hefur bókstaflega sungið lagið mitt þar til að hvert hjarta þekkir laglínur þess, samt sem áður hef ég verið á flækingi frá barnæsku." Dauði móður hans þegar hann var 13 ára og fráfall föður hans stuttu seinna, gerðu hann heimilislausan það sem eftir var ævi hans. Milljónum manna líður andlega eins og John Payne. Meðvitað eða ómeðvitað, eru þeir langt frá hinum himneska föður. Kannski hafa þeir aldrei kynnst honum. Kannski vita þeir ekki hvernig þeir geta leitað aftur til hans. Kannski hafa þeir ekki hugrekkið til að snúa aftur heim. En kærleikur föðursins heldur áfram að að draga hjörtu barnanna hans aftur heim. Hann grætur gleðitárum þegar einn af þeim sér að sér og man eftir gnægð húss föðursins og ákveður að snú aftur. Fá orð lýsa eins greinilega viðhorfi Guð til iðrandi syndara og við- brögð föður týnda sonarins. Getum við ímyndað okkur hin himneska förður hlaupa til að taka á móti okkur með opnum örmum og geislandi andlit? (Lk 15.20). Allir sem trúa á Krist hafa verið boðnir, óverðskuldað, inn á heimili föður okkar. Hann hefur tekið á móti okkur, og boðið okkur velkomin í fjöl- skyldu sína. Þar af leiðandi eru við ekki lengur útlendingar og ókunnugir, heldur,, heimamenn Guðs “ (Ef 2.19). Hús með margar vistarverur Hvernig er hús föðurins? Það er stór- kostleg borg, eins og „brúður sem skartar fyrir manni sínum” (Opb 21.2). Guð sjálfur er byggingarmeistari og smiður borgarinnar (Heb 11.10). Oft er fólk í stórborgum ein- manna mitt í öllu mannhafinu umhverfis það. Kuldi afskiptaleysisins Við erum pílagrímar á leið til húss föður okkar særir það, þau bregðast við á sama hátt, með sinnuleysi og tortryggni gagnvart náunganum. Ef það sama mætti segja um hina Nýju- Jerúsalem, þá myndu gullin stræti hennarekki hafa aðdráttarafl. En hið himneska heimili verður haminju- samasti staðurinn í alheiminum, vegna þess að sjálfur Guð mun dvelja hjá endurleystum börnum sínum. „Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.“ (Opb 21.4). Þá munum við þekkja hann náið og það verður engin aðskilnaður milli þeirra sem frelsaðir eru. Hús föður okkar hefur margar vistarverur (Jh 14.2). Við munum búa saman í einingu eins og stór fjölskylda. Þegar að faðir minn hóf að byggja sér hús, veltu vinir hans fyrir sér af hverju hann væri að byggja svona stórt. Elsta barnið var þegar gift og þau yngri voru við það að fara að heiman. En foreldra mínir höfðu mikilvæga ástæðu til þess að byggja heimili með mörgum herbergjum. Hve oft nutum við þessa heimilis þegar að við ferðuðumst frá mismunandi stöðum til þess að hittast um jólin! Hversu oft vörðu börnin okkar fríum sínum með frændsystkinum í húsinu hans afa! í meira en tuttugu ár hefur hús föður okkar verið athvarf fyrir alla fjöl- skylduna. Þakka þér pabbi, fyrir að reisa hús með mörgum herbergjum! Hús föður okkar á himnum er til- búið að taka við okkur. Þar eru margar vistarverur. Þar er pláss fyrir alla. Allir sem trúa á hann geta dvalið með honum þar. Kristur sá til þess. Kristur og englarnir bíða spenntir eftir þeirri stundu þegar þeir munu koma og fara með okkur til okkar eilífu heimkynna. Ef þeir eru ekki komir enn, er það vegna þolinmæði Guðs við okkur „þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar” (2Pt 3.9). Við skulum undirbúa okkur fyrir þennan dag, sem er nærri í dag en í gær. Heimurinn er ekki heimili okkar. Við erum pílagrímar á leiðinni til húss föður okkar. Þegar við ferðumst skulum við syngja „í dýrð sinni birtist hann brátt, og bráðum hann tekur oss heim í friðinn við frelsandi mátt, hve fögnum vér deginum þeim!“ (Sálmar og lofsöngvar, nr. 256). Spurningar til ihugunar 1. Hvað þýðir það fyrir þig persónulega að Guð er faðir okkar? 2. Hvað finnst þér mest heillandi varðandi það himneska heimili sem Guð hefur búið fyrir okkur? Carlos A. Steger, Ph.D., starfarsem ritstjóri Buenos Aires bókaútgáfunnar i Argentínu. I AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.