Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 4
lifir og hrærist í honum. Það lifir
samt I stöðugri von um dýrðlega
komu hins upprisna frelsara sem
grípa mun í taumana með inngripi í
sögu mannkyns.
Vonin losar okkur undan kvíða
Hvatningar Jesú hafa uppeldis-
fræðilegt gildi, það er að segja þær
kenna fylgjendum hans hvernig lifa
ber lífinu frá brottför hans til endur-
komu. Þess vegna ber brýna nauð-
syn til, að við tileinkum okkur vonar-
rík orð hans og orð sem tjáð eru
sem hvatning.
„Hjarta yðar skelfist ekki". Jesús
ber tilfinnigalíf okkar sér fyrir brjósti.
Honum stendur ekki á sama um
tilfinngarlíf okkar vegna þess að
þetta er þáttur flókinnar og undra-
verðrar sköpunar okkar. Rétt er að
vegna syndar hefur margt úr
skorðum gengið þannig að oft á
tíðum eru það tilfinningarnar sem
ráða ferðinni hjá okkur og útkoman
verður þannig að hún lýtur ekki
lögum skynseminnar.
En Jesús er að segja okkur að
hægt sé að koma taumhaldi á
tilfinningarnar. „skelfist ekki ..",
er boðskapurinn um að taumhald sé
mögulegt vegna vonarríkra orða
sem koma til okkar vegna dauða
hans, upprisu og endurkomu.
Við gætum verið kvíðafull í
þessum heimi upplausnar en Jesús
segir okkur að svo þurfi ekki að
vera. Það sem átt er við með
orðunum „að skelfast1' þýðir að vera
í uppnámi, truflaður eða órólegur.
Við erum þannig gerð að þessir
eiginleikar skjóta upp kollinum. í
Orði Guðs er okkur sagt að hjartað
sé þungamiðja tilveru okkar,- stöðin
þar sem við veltum fyrir okkur
hlutunum, sundurgreinum og tökum
ákvarðanir. Þetta er þungamiðja
persónuleikans. Ef þessi stjórnstöð
er í uppnámi koma fram brestir og
brenglun í lífi okkar. Útkoman verður
líf án stefnu sem rekur undan veðri
og vindum án akkerisfestu og mark-
miðs sem stefnt er að. Þessum
hvatningarorðum er beint að al-
varlegu mannlegu ástandi sem
forðast ber meðal þeirra sem fundið
hafa í Jesú Kristi kjarna lífs síns.
Sögnin að „skelfast" lýsir áhrifum
utanaðkomandi afls á annan hlut.
Þegar vatn er ýft af utanaðkomandi
afli (sjá Jh 5.7) þá er Jesús að segja
okkur að láta ekki heim syndar og
uppreisnar ákvarða lif okkar. Mitt í
hringiðu upplausnar og óróleika
eigum við að vera bjargföst vegna
vonarríkra orða Krists. Hér finnum
við hinn sanna ósvikna frið.
Þó við upplifum þrengingar
hér í heimi „eigum við frið í
honum" (Jh 16.33). Hann er hin eina
uppspretta friðar. í Ritningunni er
„friður" annað og meira en líf án
stríðsátaka. Hér er átt við líf sem Guð
ætlaði því frá upphafi. Það er líf lífs-
fyllingar sem er samofið og í einingu
við Guð í Jesú Kristi. Jesús hefur
endurleyst okkur, læknað og gefið
lífsfyllingu. Við lilfum í sátt og sam-
lyndi við Guð og menn. Þess vegna
getur hann litið til okkar og sagt I
einlægum hvatningartón „látið í
heiminn og það sem honum fylgir
ekki koma ykkur úr jafnvægi. Bindist
tryggðarböndum við Guð gegnum
mig; verið ekki ringluð eða ráðvillt
vegna þess að þið hafið fundið í mér
dýrðlega framtíö og dásamlega von".
Vonarorð er
grundvallað á
dauða Jesú
okkur til
Grundvöllur vonarríkra orða
Hin vonarrríku orð eru reist á
grunninum sem er dauði Jesú til
frelsunar mannkyns. Einlæg
hvatningarorð hans öðlast merkingu
vegna þess að þau tengjast fórnar-
dauða hans fyrir okkur.
Spurningunni,- hvers vegna við
ættum ekki að „skelfast,," svarar
Krsitur ekki á þann hátt að það
sé ,,gott fyrir okkar andlegu heilsu”
þó að það sé gagnlegt,- heldur ristir
hann dýpra og segir „Vegna þess að
ég tók þennan kvíða og skelfingu á
mig".
Þegar Jesús sá fyrir sér hina
örlagaríku reynslu sem framundan
var á krossinum tjáði hann
lærisveinum sínum þessi orð: „Nú er
sál mín skelfd og hvað á ég að
segja? Faðir, frelsa mig frá þessari
stundu. Nei til þessa er ég komin að
þessari stundu: Faðir gjör nafn þitt
dýrðlegt".
Undraverður kærleikur. Hann sem
sagði við lærisveina sína „skelfist
ekki" segir við lærisveinanna „nú er
sál mín skelfd". Hann tók á sig það
sem okkur bar og lagði á sjálfan sig
til að losa okkur undan byrðinni.
Hann tók á sig okkar truflaða líf,-
okkar ringulreið og uppnám sem
orsakast af aðskilnaði okkar frá
honum. Hann
fékk að upplifa
þetta I al-
gjörlegum
aðskilnaði frá
föður sínum.
Hann hafði
gilda ástæðu
til að upplifa
skelfingu í
hjarta sínu. Á
krossinum var
hann að eigin
vali einn og yfirgefinn frá föðurnum.
Nú virðir hann fyrir sér
lærisveinana og segir við þá:
„Brottför mín er ekki sannur
aðskilnaöur vegna þess að við höfum
sameinast órjúfanlegu bandi
kærleikans. Þessi aðskilnaður er ekki
sá sami og ég mun upplifa á
krossinum. Þess vegna ber ykkur að
skelfast ekki heldur leyfa mér að
bera þá byrði".
Það er vegna fórnar hans að við
getum notið lífs, hvíldar og friðar í
honum. Líf I einingu við Guð í
honum.
Orð vonar sem fólgin eru í
hvatningarorðum byggja ekki aðeins
á fórnardauða Jesú heldur einnig á
loforðinu um komu Andans eftir brott-
för hans. Hinn brottnumdi Drottinn er
nálægur í lífi hvers trúaðs manns og í
kirkjunni. Hann yfirgarf ekki kirkjuna
en kaus að vera henni nálægur fyrir
tilstilli Anda sins. Andinn er „annar
lærimeistari" þeim sem gerist fulltrúi
hans (Jh 14.16). Jesús kemur til
okkar í anda sinum. „Ekki mun ég
skilja ykkur eftir munaðarlausa'' ( 18
vers). Gegnum Anda sinn leiðbeinir
hann kirkju sinni (26 vers). Andinn
„kemur í framkvæmd því sem frelsari
heimsins hefur áunnið" (Þrá Aldanna
bls. 671). Allar götur frá hérvistar-
dögum sínum hefur Kristur verið
fulltrúi okkar í nálægð föður síns,
sem æðsti prestur, en samt verið
fyllilega nálægur hér í heimi fyrir til-
stilli Anda síns. Þess vegna ber
okkur „að skelfast ekki“. Enn er hann
okkur nálægur og mun vera það „til
enda veraldarinnar" (Mt 28.20).
Að lokum eru vonarorðin, í formi
hvatningar, byggð á þeirri von að sjá
muni fyrir endan á aðskilnaðinum.
Hvatningin nærist I frjósömum
jarðvegi kristinnar vonar. Án
þessarar vonar er hvatningin
innihaldslaus og gæti borið með sér
dauðans eitur sjálfsrétt-
lætingarinnnar. Með öðrum orðum,
undirstrikar endurkoman gildi
hvatningarinnar. Líkamleg flarvera
Jesú er tímabundin. Þegar erfiðleikar
steðja að er ekki til neins að segja
fólki að losa sig við kvíða nema til
staðar sé loforð um að uppræta or-
I AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007