Aðventfréttir - 01.11.2007, Qupperneq 20
pabbi," snökti hún og færði sig nær
pabba sínum. „Heldurðu að við
deyjum?"
„Hafðu engar áhyggjur, elsku
stelpan mín. Jesús mun sjá vel um
okkur," fullvissaði pabbi hennar Alice
um. „Við skulum biðja til hans, hér og
nú.“ og þau hnipruðu sig saman undir
segldúknum og báðu um hjálp Guðs.
Alice leið betur eftir að þau höfðu
beðið. Hún vissi í hjarta sínu að Guð
væri hjá þeim vegna þess að hún fann
strax fyrir ró og frið. Stormurinn virtist
vera búin að henda litla bátnum til og
frá í marga klukkutíma á úfnum sjónum
þegar þau heyrðu t háværum þokulúöri
fyrir framan litla bátinn. Pabbi Alice
henti segldúknum af þeim og hoppaði
upp.
„Hjálp! Hjálp!“ hrópaði hann hátt og
veifaði örvæntingarfullur rauðu hand-
klæði fram og aftur.
Flutningarbáturinn svaraði kalli
hans um hjálp og dró litla bátinn þeirra
til baka í örugga höfn. Pabbi Alice
lofaði því að vera aldrei jafn kærulaus
þegar hann væri að ferma bátinn með
öllu sem þau þurftu.
Lexia
Manstu eftir lærisveinunum sem fóru
eitt kvöldið með Jesú í bát? Þegar þeir
voru að sigla yfir á hinn endann á
vatninu kom hræðilegur stormur. Þú
getur lesið söguna í Lúkas 8. kafla.
Jesús var sofandi og báturinn var alveg
að fara að sökkva. Lærisveinarnir voru
dauðhræddir og vöktu Jesú. Þeir skildu
ekki hvernig hann gat sofið í svona
hræðilegum stormi. Hann stóð upp í
bátnum sem ruggaði fram og aftur, lyfti
höndum sínum og skipaði storminum
að róast. Svo sneri hann sér að
lærisveinum sínum og spurði, „Hví
eruð þér hræddir, hafið þér enn enga
trú?" (Mk 4.40). Sannleikurinn er sá að
lærisveinarnir höfðu gleymt að Jesús
væri með þeim í bátnum, þeir héldu að
þeir væru einir í storminum. En við
erum aldrei ein í storminum. Jesús er
alltaf með okkur.
Jesús var með lærisveinunum í
gegnum marga storma þegar hann var
á jörðunni. Hann var uppspretta ró
þeirra og friðar. Hann róaði þá niður
þegar þeir voru hræddir. Og eftir að
Jesús fór til baka til himna, þá skildi
hann þá ekki eftir eina. Hann lofaði,
„Ég mun biðja föðurinn, og hann mun
gefa yður annan hjálpara, að hann sé
hjá yður að eilífu, anda sannleikans
“ (Jh 14.16-17)
Þegar Jesús lifir í hjörtum okkar í
gegnum Anda sinn, þurfum við ekkert
að óttast. Biblían segir, „Varpið allri
áhyggju yðar á hann, þvi að hann ber
umhyggju fyrir yður." (1 Pt 5.7). Það er
það sem að Alice og pabbi hennar
gerðu þegar þau voru á fiskibátnum í
storminum.
Hagnýting
Veltu fyrir þér um stund: Hver er þinn
stormur—það sem hræðir þig mest? Er
það myrkrið? Eða sjórinn? Stórir hundar
eða hrekkjusvín? Að vera alein/n eða að
týnast? Eða hræðir það þig að deila Jesú
með einhverjum öðrum? Það hjálpar
alltaf að tala við Guð um það sem þú
hræðist. Maður nokkur sagði viturlega:
„Ekki segja Guði hversu stór stormurinn i
kringum þig er, segðu storminum hversu
stór Guð þinn er.“
Umræða
Það er allt I lagi fyrir stráka og stelpur að
verða hrædd, en Guð vill ekki að við
verðum endalaust hrædd.
Lestu 1Pt 5.7; Lk 8.24-25; Jh 14.1,16.
Lærðu Jes 41.10.
Hvaða ráð myndir þú gefa vini þínum
ef hann væri hræddur? Hvaða vers eða
saga myndi hjálpa þeim?
Verkefni
Lærðu viðlagiö við sálminn Treystu á
Jesús og syngdu fyrir vini þína þegar þeir
verða hræddir. Já, „treystu'á Jesús, hik-
laust, þó málin verði vönd. Treystu'á
Jesús, treystu Drottins miklu máttar-
hönd“.
Sunnudaqur
Vinur sem þú getur treyst
Minnisvers
„Þegar ég er hræddur, treysti ég þér.
Með Guðs hjálp mun ég lofa orð hans,
Guði treysti ég, ég óttast eigi.“ (Sl 56.4-,
5)
Viðbúin, tilbúin...
Láttu alla finna sér félaga. í hverju pari á
sá /sú sem er lágvaxnari að binda vasa-
klút, trefil eða bindi fyrir augun á félaga
sínum og leiða hann. Þegar þau fá merki
um að byrja á sá lágvaxni að leiða félaga
sinn sem er með bundið fyrir augun í
göngutúr um herbergið og passa að
hann labbi ekki á neitt. Eftir að búið er að
binda fyrir augun, þá skaltu endurraða
húsgögnunum í herberginu til að gera
þetta erfiðara. Eftir eina mínútu eiga
börnin að skipta um hlutverk. Eftir eina
mínútu I viðbót skaltu gefa merki um að
stoppa og biðja þau um að fá sér sæti
aftur. Spurðu, „Hvað gerðist þegar þú
varst með bundið fyrir augun? Treystir þú
þeim sem var að leiða þig? Er auðvelt að
treysta? Hvað ef að sá sem er að leiða
þig er besti vinur þinn, er þá auðveldara
að treysta?"
Saga
Hviss! Búmm! Búmm! heyrðist I há-
værum sprengingum I himninum. Allir
hlupu i skjól frá háværu sprengingum
sem lögðu heimili í borginni Singapore í
rúst, árið 1942. Stríð var hafið og Jin
Ping skildi ekki alveg af hverju. Lif
hans hafði verið hamingjusamt og ör-
uggt en núna hafði allt breyst. Allir voru
hræddir, það var ekki hægt að treysta
neinum utan fjölskyldunar lengur...
Kvöld eitt vakti pabbi Jin Pings
hann frá værum svefni.
„Vaknaðu sonur! Vaknaðu! Við
verðum að komast í bátinn!“ Hvíslaði
pabbi hans með alvarlegum tón.
„Hvað? Hvenær?“ Stamaði Jin
Ping.
„Ekki spyrja spurninga. Gerðu bara
það sem ég segi," skipaði pabbi hans.
Eftir stutta stund gengu pabbi Jin
Pings, mamma, litla systir hans og
hann sjálfur í gegnum nokkur dimm
húsasund, þau stoppuðu og földu sig i
hvert sinn sem að þau sáu eitthvern
ganga fram hjá í myrkrinu.
„Við verðum að hitta Poh frænda á
Temple Stræti. Hann mun leiða okkur
að bátnum," hvíslaði pabbi Jin Pings til
að útskýra.
„Treystiru honum?" spurði mamma
hans efins.
„Það er hægt að treysta honum,
hann er gamall vinur flölskyldunnar.
Við getum treyst Poh frænda fullkom-
lega,“ fullvissaði hann hana um.
„Ættum við ekki að biðja áður en
við förum af stað? Við viljum að Guð
leiði okkur í öruggt skjól," stakk
mamma hans upp á. Fjölskyldan bað
og fór svo af stað.
Eftir að þau höfðu gengið í langan
tíma komu þau loks að Temple Stræti
og fundu lítinn stað til að fela sig á.
Pabbi Jin Ping leit til vinstri og hægri,
svo á úrið sitt aftur og fljótlega tók
hann eftir þremur einstaklingum, sem
gengu í áttina að felustaðnum þeirra.
Pabbi Jin Ping var í því að fara og tala
við þá þegar hann áttaði sig skyndilega
á því að þessir þrír hermenn voru
óvinir. Þeir höfðu ekki verið sendir af
Poh frænda. Vá! Hvílíkur léttir að
óvinirnirsáu ekki fjölskylduna.
Fjölskyldan hélt kyrru fyrir í skjóli
slnu í næstum því tvær klukkustundir.
Fljótlega sá pabbi Jin Pings annan
einstakling sem kom I áttina til þeirra. i
þetta sinn heyröi hann einhvern hvísla,
„Kok Hua, ertu þarna?" Ójá, þetta var
Poh frændi! Hann var að kalla á pabba
Jin Pings. Hann hafði komið til að
bjarga þeim. Þau gátu treyst honum!
Poh frændi leiddi flölskylduna í
gegnum nokkur dimm húsasund áður
en þau komu að árbakkanum. Þar beið
lítill bátur. Þau hoppuðu í hann I flýti á
meðan pabbi Jin Pings faömaði Poh
frænda einu sinni enn. Fljótlega réri
bátseigandinn út á sjó. Eftir að hafa
siglt og falið að því er virtist daga og
nætur, kom fjölskyldan loksins að lítilli
eyju sem hét Pulau Pinang I
Indónesíu. Þarna sluppu þau svo
sannarlega naumlega.
AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007