Aðventfréttir - 01.11.2007, Síða 16
reynslutímans verði skellt í lás.
Jesús kemur í eigin persónu.
„Þessi Jesús... mun koma á sama hátt
og þér sáuð hann fara til himins.“ (Pt
1.11). Hann mun koma í krafti og
dýrð. Allir hinir heilögu englar munu
koma með honum. Dýrð föðurins mun
lýsa af honum. Við opinberun komu
hans mun komast umrót á sjálf
náttúruöflin. Fjöll munu færast úr stað,
eylönd munu hverfa! Það munu verða
öflugri jarðskjálftar en nokkru sinni fyrr.
Jörðin, hin dimma pláneta sem hefur
svo lengi verið saurguð af íbúum
hennar, mun titra af fögnuði!
Milljarðar engla munu samkvæmt
fyrirmælum Krists dreifa sér yfir alla
heimskringluna í sendiför. Á meðal
þeirra sem sofnað hafa eru menn,
konur og börn af ólíkum þjóðum, ætt
og uppruna. Allir þeir sem elska Jesú
Krist og treysta aðeins verðleikum
hans og réttlæti og þeir sem sofnuðu
og lögðust til hvíldar í trú á Jesú Krist
og upprisu hans. Englarnir munu
dreifa sér til að lyfta burt þessum
jarðnesku ábreiðum og hjálpa þeim að
rísa á fætur eftir að hafa heyrt rödd
þeirra ástkæra frelsara. Við kall hans
um að risa upp og koma með honum,
munu allir þessir koma frá norðri, suðri,
austri og vestri. Þeir munu stíga upp I
loftið til að fara að búa með Jesú Kristi
að eillfu.
Horfum til framtíðarinnar
Við verðum að horfa framhjá leik og
mótleik stjórnmálamanna, herstjórnar-
fræðinga og stjörnuspekinga. Við
verðum að horfa framhjá tárum,
þjáningu, sorg og dauða og horfa þess
í stað til hinnar einu og öruggu
dýrmætu vonar, það að Kristur kemur
til að nema okkur á brott, til að taka
okkur til sín. Hann er konungurinn!
Hann er Drottinn! Hann er hinn eini
sanni Guð og frelsari. Hann mun ekki
fara með ósannindi! Hann mun ekki
bregðast! öll riki þessa heims verða
að einu konungsríki Guðs okkar og
Krists og hann mun ríkja að eilífu!
Þegar hann er tilbúinn, mun hann
segja við norðrið: „Lát fram!“ og við
suðrið: „Haltu þeim eigi! Flyt þú sonu
mína úr Ijarlægð og dætur mínar frá
endimörkum jarðarinnar." Við endur-
komuna mun fólk á öllum aldri, og af
öllum kynþáttum og aldri rísa upp og
miklir endurfundir munu eiga sér stað á
milli þessara milljarða sem stíga upp í
loftinu. Jesús veit um sorgina í hjarta
okkar þegar við höfum þurft að kveðja.
Hann skilur sálarkvölina við að missa
ástvin. Hann grét við gröf Lasarusar og
frá krossinum reyndi hann að hughreysta
ástkæra móður sína. Hann skilur!
Mesta gleðin verður að sjá hann og
engla hans. En einnig langar okkur að
hitta aftur mæður, feður, börn og
skyldmenni sem óvinurinn deyddi.
Ungabörn munu verða sett í
móðurarminn á ný, eiginmenn og
eiginkonur munu fallast í faðma og fagna
sameiginlega. í giftingarsáttmála þeirra
höfðu þau sagt „þar til dauðinn aðskilur",
og nú hefur dauðanum sjálfum verið eytt.
Jesús er kominn til að taka okkur til sín!
Ó, hve dásamleg hugsun, og hve mikla
huggun það veitir okkur í dag.
Nú er ekki tíminn til að vera kærulaus
eða aðgerðalaus. Faðirinn hefur fært þá
óhugsanlegu fórn að senda sinn ástkæra
son til að greiða fyrir skuldir okkar, til að
réttlæta okkur sem höfum fæðst inn i
syndugan heim og köllumst því börn
reiðinnar. Hann bjó til þessa leið í
gegnum óviðjafnanlega þjáningu og í
krafti eigin upprisu. Hann lifir nú og um
alla eilífð og biður stöðugt fyrir okkur.
Áður en hann lætur af hlutverki sínu sem
æðsti prestur í hinum himneska
helgidómi, vill hann að allir taki á móti
honum sem sinum frelsara, í hvaða
stöðu sem þeir eru og hve lítið sem
þeir verðskulda það. Hann kallar,
hann knýr á, hann veit að hann hefur
ekki langan tíma. Hann hefur gefið
okkur tákn til að „sá dagur komi ekki
skyndilega yfir ykkur“. Hann vill að þú
sért tilbúin(n). Hann vill að við séum í
hópi hans þegar hann kemur til að
sækja okkur og taka til sín. Það er
viturleg ákvörðun þegar einstaklingur
ákveður að snúa sér til Jesú og
frelsast. Ekkert hér á jörðu er þess
virði að týna sálu okkar og missa af
þeim eilifu launum sem hann hefur
lofað okkur. Taktu því þessa ákvörðun
í dag! Það er mögulegt fyrir okkur öll
að fara með honum!
Ekki hefur augað séð, né eyrað
heyrt allt það sem Guð hefur fyrirbúið
þeim sem elska hann. Við verðum að
vera þar! Engin fórn er of stór! Engin
sjálfsafneitun er of mikil, engin flár-
sjóður hér á jörðu of dýrmætur. „Þegar
við höfum verið þar tíu þúsund ár og
skínum skært sem sólin, þá höfum við
samt ekki færri daga til að syngja Guði
lofsöng heldur en við höfðum í upp-
hafi.“ Og hugsið ykkur, við munum
dvelja hjá honum!
Spurningar til íhugunar og umræöu
1. Á hvaða hátt tjallar boðskapur okkar
um „brottflutning"?
2. Hvað stendur í vegi fyrir að ég verði
á meðal þeirra sem hrifnir verða burt I
skýjum til fundar við Jesú Krist í
loftinu?
Jesús kemur
af því að hann
hefur lofað því
Charles D. Brooks, sem nú hefur sest i helgan
stein, vann i mörg ár sem prestur og
útbreiösluprédikari hjá Heimskirkjunni.
| AÐVENTFRÉTTIR ■ Nóvember 2007