Aðventfréttir - 01.11.2007, Qupperneq 7

Aðventfréttir - 01.11.2007, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR w I húsi föður míns eru marga vistaverur ber nafn fjölskyldu sinnar og foreldrar þess vernda fjölskyldu sína og eru uppsprettur góðra ráða og hugulsamra ráðlegginga. Trúaðir foreldrar leiða fjölskyldu sína til Guðs, sem er hinn himneski faðir. Sumir eiga ekki góða feður, og sumir eins og Andrés, vita kannski ekki einu sinni hver faðir þeirra er. En öll eigum við föður - Guð. Hann er faðir, „sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu” (Ef 3.15). Hann er „einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum, með öllum og í öllum” (Ef 4.6). Okkar himneski faðir hefur marga sérstaka eiginleika, en hann er umfram allt „kærleikur“(1Jh 4.8). Hann skapaði og endurleysti okkur. „Þú, Drottinn, ert faðir vor, "Frelsari vor frá alda öðli" er nafn þitt.“(Jes. 63.16; sjá líka Jes. 64.8). „Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn “ (1 Jh 3.1). Guð þekkir þarfir okkar og gefur okkur blíðlega allt sem við þörfnumst til að lifa (Mt 6.8,26). „Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefir Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann.“ (Sl 103.13). Rödd hans endurómar um eilífð og segir við hvert og eitt okkar: „Með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig. “ (Jer 31.3). Það er okkur erfitt að elska einhvern sem við getum ekki séð. Af þeirri ástæðu sendi Guð einkason sinn til þess að Við þurfum aldrei að vera Eftir Carlos A. Steger Þú myndir aldrei geta þér til um fortíð Andrésar (ekki hans rétta nafn) þegar þú hittir hann. Hann er hugul- samur, vel menntaður, góður einstaklingur. Sex mánuðum eftir fæðingu hans var Andrés ættleiddur og sá móður sína aldrei aftur. Þegar hann var að komast á unglingsaldurinn gat sjúpmóðir hans, sem verið hafði fráskilin í nokkur ár og var veik á geði, ekki lengur hugsað um hann. Þar af leiðandi var Andrés sendur tímabundið til þess að búa hjá fjölskyldu uppi í sveit. Síðar skaut góðhjartaður læknir í Aðventsöfnuðinum yfir hann skjólshúsi. Hann hóf nokkrum sinnum nám í menntaskóla en hætti á hvert sinn. Loks fékk hann tækifæri til þess að hefja nám við heima- vistarskóla í eigu aðventista. Stöku sinnum heimsótti hann stjúpmóður sína sem var hans eina samband við barnæsku hans. Þar sem hann dvaldi á heimavistinni var hann vanur að hugsa: Allt sem ég á er þessi staður og gamla ferðataskan mín. Ég á ekki foreldra né heimili. Ég er einmana einstaklingur I heiminum. Þegar stjúpmóðir hans dó virtist öll hans óhamingjusama fortíð hrannast upp eins og risastór, óbærileg byrði. Þótt að hann væri nú orðinn fullorðinn var hann óhuggandi þar til hann mundi eftir loforðum Guðs; „Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína, múrar þínir standa jafnan fyrir augum mér“ (Jes. 49.15-16). í trú tók Andrés í hönd Guðs og öðlaðist frið og huggun með því að treysta á sinn himmneska föður sem aldrei myndi yfirgefa hann. Faðir vor Það að eiga föður þýðir venjulega að hafa fæði og skjól, og einnig að vera öruggur, elskaður, meðtekin og skilinn. Barnið AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.