Aðventfréttir - 01.11.2007, Side 12
yður til himins, mun koma á sama hátt
og þér sáuð hann fara til himins" (P
1.11). Jesús þurfti að útskýra fyrir
sínum ástkæru fylgjendum hvers
vegna hann varð að fara: Ef hann færi
ekki, gæti Huggarinn ekki komið; Ef
Huggarinn kæmi ekki gæti Jesús ekki
undirbúið stað fyrir þá að búa eilíflega
með honum. Það gat aðeins fyllt þá
ótta við framtíðina að sjá og upplifa
þennan aðskilnað. En augu trúarinnar
myndu hjálpa þeim að horfa fram hjá
sársaukanum vegna missisins og taka
á móti loforði hans.
Að undirbúa stað: Að tilheyra
Það er eitthvað öflugt við það að til-
heyra ákveðnum stað. Áður en Jesús
fer, fullvissar hann lærisveinana um að
þeir tilheyri sérstökum stað. Hann vill
fullvissa þá um að hann sé ekki að
skilja þá eftir allslausa, heldur sé þetta
tækifæri til að opna þeim ný tækifæri í
andlegum vexti. Þessi breyting segir
Jesús að verði skref bæði uppávið og
frammávið að hátindi mannlegrar
tilvistar: Eilíflega í návist Drottins
þeirra og frelsara. Fátækt, veikindi,
dauði, og það að missa vinnuna -eru
allt hlutir sem geta tekið burt
öryggistilfinningu okkar. Hvort sem við
búum í lítilmótlegum kofa eða í
draumahúsinu, þá segir óvissa lífsins
okkur það að við eigum í raun ekki
varanlegt heimili hér á jörðu. Það
getur verið að kynslóð eftir kynslóð búi
í byggingunni, en einhvern daginn
muntu yfirgefa staðinn og aldrei snúa
aftur.
Jesús Kristur er nefndur höfundur
trúar okkar (Heb 2.10; 12.2) vegna
þess að hann var óhræddur að stíga
uppávið og framávið fyrir þig og mig til
að við mættum eiga auðugara líf og til
að gefa okkur stað sem við gætum
kallað okkar eigin eilíflega. Við héldum
að við værum hamingjusöm. Við
héldum að við hefðum lífsfyllingu. Við
héldum að við tilheyrðum, en Jesús
kom til þessarar jarðar til að sýna
okkur hina sönnu uppsprettu hamingju,
lífsfyllingu og auðs.
Að undirbúa stað: Trú og þjáning
Það sem mér finnst áhugavert við
trúna eru hin óhjákvæmilegu tengsl
hennar við þjáningu. Eins óþægilegt
og það kann að vera, þá getur þján-
ingin styrkt trú umfram allt annað. Hér
fáum við enn eina innsýn í visku Guðs
þegar hann leyfir syni sínum að þjást,
og við sjáum visku Sonarins þegar
hann leyfir lærisveinunum, sem höfðu
snert hann og séð hann, horfa á hann
fara burt. Stundum getur fjarlægð hert
hjörtun, en ef við leyfum kærleikanum að
fara sínu fram, þá mun tími og fjarlægð
og sú þjáning sem þetta tvennt mun
valda, aðeins láta okkur lengja enn frekar
eftir því að sjá loforðið efnt.
Okkur er sagt að Jesús hafi verið
gerður fullkominn með þjáningum (Heb
2.10). Er hægt að bera einhverjar af
okkar þjáningum saman við þær
þjáningar sem Jesús þoldi til að geta
undirbúið „stað“ fyrir okkur? Hann drakk
úr hinum bitra bikar þjáningarinnar.
Hann kynntist slíkum þjáningum sem við
munum aldrei þurfa að upplifa, því að
það var Guð sem var að þjást, en ekki
mannleg vera. Gríska orðið sem hér er
þýtt sem „fullkominn" kemur frá orðinu
teleios, sem þýðir heill eða fullkomlega
þroskaöur. Þjáningar Jesú Krists gáfu
honum þroska og fullkomnuðu skilning
hans á því hve dýrkeypt það var að gefa
sköpun sinni frjálsan vilja og
möguleikann á að syndga.
Líf hans hér á jörð var verkleg
kennnsia um synd, jafnvel þótt hann
stæðist allar freistingar. Óvinir hans létu
hann þjást og hann var daglega um-
kringdur af grimmd mannsins og
ómannúðleika og þjáðist þess vegna.
Jafnvel vinir hans, lærisveinarnir, völdu
honum þjáningum með andlegum sljó-
leiki þeirra. Það voru þjáningarnar sem
hann þoldi ásamt dauða sínum sem
gerðu honum það kleift að verða full-
komin fórn til að bæta fyrir lögmálsbrot.
Og það munu verða okkar eigin
þjáningar, er við tökum á móti í réttum
anda, sem munu skapa þránna eftir því
að búa með frelsara okkar á stað sem
við munum aldrei þurfa að yfirgefa.
Frelsari okkar og höfundur trúar
okkar, veit fullkomlega hvað það er sem
við þurfum að takast á við og hann veit
einnig hvaða laun hann mun veita okkur.
„Það sem auga sá ekki og eyra heyrði
ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs
manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim,
er elska hann." (1 Kor 2.9). Hinir trúföstu
bæði fyrr og nú neita því að trúa augum
og eyrum, heldur halda fast við hina
óséðu hluti þar sem von þeirra liggur.
Trú þeirra gefur loforðum Guðs lífsanda
og form, þar sem þessi loforð eru í þeirra
huga svo gott sem uppfyllt.
Þegar við lifum hinu kristna lífi l
von og trú, getum við með augum
trúarinnar séð takmörk þjáninga okkar.
Að undirbúa stað: Von og bið
Síðan er það vonin. Vonin horfir með
löngun inn í framtíðina þar sem hlutirnir
munu verða betri. Hún bíður þolinmóð
og áköf eftir því að væntingar hennar
muni verða að veruleika. Vonin er það
sem heldur okkur gangandi. „Ef von vor
til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá
erum vér aumkunarverðastir allra
manna.“ (1Kor 15.19). Vonin flytur
okkur frá lífinu hér á jörð og öllum þeim
vandamálum sem þar fylgja til þess
staðar sem Guð er að undirbúa fyrir
okkur.
Þessi staður skiptir ekki einungis
máli vegna þess hvar hann er stað-
settur, heldur vegna þess að Jesús
mun einnig vera þar. Þessi staður
mun vera fullur af heillandi og hrífandi
fegurð ekki einungis vegna staðarins
heldur vegna þess hver mun vera þar.
Eitt sinn var lítil stúlka úti í sveit og
horfði í fyrsta sinn upp í næturhimininn.
„Ó, mamma" hrópaði hún upp yfir sig,
„ef himininn er svona fallegur á
röngunni, hversu fallegur hlýtur hann
þá að vera á réttunnil".
Á meðan við lifum „röngu megin"
við himininn, getum við samt verið
uppfull af von og trú í bið okkar eftir að
hvort tveggja rætist.
Að undirbúa stað: Andleg samvinna
„Ég fer," sagði Jesús. En það var ekki
til að skilja okkur eftir allslaus. Langt í
frá! Það var miklu fremur til að kenna
okkur að ef við erum tilbúin til að gera
Jesú að miðdepli llfs okkar, þá munum
við hér og nú byrja að lifa á þessum
„stað“. Satt að segja getur Guð ekki
undirbúið stað fyrir okkur án okkar
samvinnu. Við þurfum að hefja þessa
samvinnu í hjörtum okkar og huga, svo
að það megi verða sýnilegt á heimilum
okkar, á vinnustað og í kirkjum okkar.
Það er þess vegna sem ég get
byrjað að njóta huggunar (Heilagur
andi) og þægindanna (að hljóta
andlegan styrk gegnum bænina),
fallegu garðanna (ræktun kærleikans í
lífi mínu) og umhverfisins (ræktun gleði
og friðar sem er æðri öllum skilningi) á
þeim fyrirheitna stað þar sem ég leyfi
Jesú að stjórna mínu llfi. Þversögnin I
því að Drottinn okkar fari, en sé samt
til staðar, er það sem huggar og leiðir
okkur I gegnum þjáningar okkar, styrkir
von okkar og trú, gefur lífi okkar
tilgang, og hjálpar okkur að setjast að
á stað, hér og nú, sem mun verða
heimili okkar I gegnum eilifðina.
Spurningar til íhugunar og umræðu
1. Hver eru tengslin á milli
þjáningarog trúar?
2. Á hvaða hátt störfum við í
samvinnu við Guð á meðan
hann undirbýr stað fyrir okkur?
Lourdes E. Morales-Gudmundsson erprófesor i spænskri tungu
og spænskum bókmentum við La Sierra háskólann í Kaliforníu.
AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007