Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR
Sjá ég kem aftur
Endurvakning hinnar blessuöu vonar
Eftir William Hucks
Hvenær sem tækifæri gefst göngum við hjónin eftir
stígnum sem liggur í nágrenni heimilis okkar.
Þetta er eitt fárra tækifæra sem við höfum til að
eiga friðsæla stund, fjarri öllu.
Stundum koma börnin okkar tvö, 14 og 10 ára,
með en það er undantekning frekar en regla.
Nýlega gleymdum við hjónin farsímunum okkar þegar við
fórum í göngu. Börnin okkar þjuggust ekki við því að við
yrðum svo lengi í þurtu. Þegar við komum heim hrópaði dóttir
okkar: „Hvar hafið þið verið? Ég hélt að þig ættluðuð að vera
komin heim fyrir löngu og við vorum orðin hrædd um ykkur."
„Af hverju hafðir þú áhyggjur?" sagði ég. „Við sögðumst
koma tilbaka að loknum göngutúrnum." Mér fannst þetta ekki
löng bið en dóttir mín átti ekki von á því að göngutúrinn tæki
svona langan tíma.
Viku seinna fórum við hjónin annan göngustíg sem tekur
svipaðan tíma yfirferðar og sá fyrri. Þegar við vorum næstum
komin heim byrjaði að rigna. Við vonuðumst eftir að komast
inn áður en að rigninginn ágerðist - en það tókst ekki.
Þegar við komum loks heim, holdvot, hlupu krakkarnir
okkar til móts við okkur og föðmuðu okkur. „Við höfðum svo
miklar áhyggjur að við byrjuðum að biðja fyrir því að þið
væruð heil að húfi og kæmust klakklaust og fljótt heim."
Lærisveinarnir hafa örugglega viljað faðma Jesús fastar
en venjulega, ekki vegna þess að hann var kominn heill að
húfi heldur vegna þess að hann var að fara. Þeir eyddu bestu
þremur og hálfu ári lífs síns með honum og þeir gátu ekki
afborið að tími þeirra með honum væri á enda. Jú, hann hafði
varað þá við að þessi dagur myndi koma, en í þessu tilfelli var
raunveruleikinn verri en það sem þeir höfðu búsist við.
Þegar að Jesús sté upp til himins, störðu þeir eftir honum
- þar til að þeir sáu hann ekki lengur. Skyndilega birtust þeim
tveir menn sem sögðu: „Galíleumenn, hví standið þér og
horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður
til himins, mun koma [áhersla höfundar] á sama hátt og þér
sáuð hann fara til himins" (P1.11).
Dýrmætar minningar
Margar minningar komu upp í huga lærisveinanna þegar að
þeir minntust þessara orða. Margt sem Jesús hafði sagt þeim
varð nú Ijóst. Sex vikum áður hafði Jesús einmitt sagt þeim:
„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi
föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá
sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er
farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur [áhersla
höfundar] og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem
ég er“ (Jh 14.1-3).
Þegar ég var barn hafði ég mjög fjörugt imyndunarafl
hvað varðar endurkomuna. Ég skoðaði myndir listamanna í
bókum og tímaritum og hlakkaði af öllu hjarta til þessa dags.
Heima og í kirkjunni fannst okkur gaman að syngja sálma
sem minntu okkur á endurkomuna. Við sungum sálma eins
og „Lúðurinn þeytum“, „Sjá, hann kemur" og „Við þekkjum ei
þá stund".
Síðan þá hafa atburðir lífsins á stundum byrgt sýn mína á
endurkomu Krist. En spurningar barnanna minna um 19.-22
kafla. í Opinberunarbókarinnar er heilbrigð ábending um að
skoða „hið ókomna“. Spurningar þeirra hvetja mig til að hug-
leiða komu hans.
Jesús lýsti endurkomu sinni er hann var að svara
spurningu lærisveina sinna. Hann sagði um þá, sem munu
verða uppi á jörðinni þegar þar að kemur: „ Menn munu sjá
Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli
dýrð" (Mt 24.30). Þetta er áhrifamikil framsetning. Máttur! Mikil
dýrð! Máttur var ekki eitthvað sem Jesús virtist hafa þegar
hann gekk um á jörðinni sem maður. Þvert á móti var það
síðasta sem fólk sá til hans að hann var barinn miskunarlaust
án þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Hann leit ekki út fyrir að
hafa mikla dýrð heldur, hreinlega enga yfirhöfuð. Jesaja spáði
um hann....Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss
gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um
hann’’ (Jes 53.2).
AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007 |