Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 15

Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 15
FOSTUDAGUR Ég mun taka ykkur til mín, svo að þið séuð einnig þar sem ég er Boðskapur okkar fjallar um brottflutning Eftir Charles D. Brooks flugur prédikari á meðal okkar sagði einu sinni að „boðskapur okkar fjalli um brottflutning... því I 1 að við erum að búa okkur undir að skilja við þennan synduga, grimma og siðlausa heim, til að fara þangað sem friður og hvíld ríkir eilíflega." En, ef við förum héðan, hvert erum við þá að fara? Drottinn hefur gefið okkur svar við þeirri spurningu: „Ég fer burt til að búa ykkur stað... þegar ég er farinn burt... kem ég aftur og tek ykkur til min, svo að þið séuð einnig þar sem ég er.“ Staðurinn sem hann er að undirbúa fyrir okkur er dýrðarríki himinsins með alla þá óumræðanlegu fullkomnun og óviðjafnanlegu vistir til að annast okkur og veita okkur hamingju. Hann kemur aftur til að taka okkur þangað sem hann er! Á hinum myrku dögum seinni heimstyrjaldar reyndu skemmtikraftar að létta lund fólksins með því að búa til tónlist sem gaf þeim von. Eitt lagið hljómaði þannig: „Á morgun, þegar heimurinn verður frjáls, munum við sjá þresti upp á hvítu klettum Dover-borgar.“ Önnur Ijóðlína segir: „þegar Ijósin myndu aftur kvikna um allan heiminn..." Allt góðviljað fólk þráði það að stríðinu myndi linna og líf fullt vonar myndi fylgja í kjölfarið. Því miður hafa stríð síðan þá geysað linnu- laust vegna ósáttfúsra fjandmanna og stjórnmálamanna í leynimakki sem knúðir eru áfram af illum öflum. Jesús sagði að eitt af táknum um að endurkoma hans væri í nánd væri þetta: „Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi." (Mt 24.6). Og stríðin hafa ekki stoppað: Fjölmiðlar greina frá 28 mis- munandi átökum sem nú eiga sér stað í heiminum og yfir 100 blóðug skæruátök eiga sér stað næstum daglega. Jesús kemurtil að taka okkurtil sín en í sinni óendanlegu visku og þolinmæði hefur hann beðið okkur að gæta þess sem hann hefur falið okkur, þar til hann kemur aftur. I Jóhannesarguðspjalli 17. kafla biður Jesús ekki um það að við séum tekin úr heiminum, heldur að Guð varðveiti okkur í heiminum. Við erum hans vottar. Týndir, örvæntingafullir og hræddir einstaklingar eru fastir í svartnættinu sem grúfir yfir jörðinni. Margir eru fylltir vonleysi og mögla og spotta nafn Guðs. En það eru aörir sem munu öðlast Ijósið og I þeim mun Heilagur andi skapa þrá eftir Guði og krafti orðs hans. Þeir munu hungra og þyrsta eftir réttlæti. Guð mun ekki yfir- gefa þá þegar þeir leita og biðja. Áköll þeirra munu ná til há- sætissalarins og þeim mun einnig verða safnað saman. Samtímis munu sálir þeirra sem eiga hina dýrmætu von dragast nær Guði. Angistarfullir munu þeir biðja sem aldrei fyrr, og leita hinna „gömlu leiða" og fylgja fordæmi „slíkum fjölda votta" (Heb 12.1). Þó svo að „tími sáldunarinnar” geri það að verkum að margir munu leiðast í burtu af þeim sem elska þennan heim og þá stundarhamingju sem hann hefur upp á að bjóða, þá munu aðrir snúa tilbaka til hinnar uppruna- legu guðrækni. Andi Guðs mun draga sig smám saman í hlé frá jörðunni. Hamslaus ógnaröfl munu ganga laus á meðal þeirra sem láta leiðast af taumlausum girndum. Vegna þessa mun tími þjáninga magnast þar til óréttlátir munu þrá dauðann. En Guð mun eiga fólk sem treystir eingöngu á Jesú sem sinn frelsara, og það mun halda boðorð hans óttalaust þótt það standi frammi fyrir ógnunum, spotti, ofsóknum og dauða. Þetta fólk mun halda fast i trúna og ekki leyfa sjálfum dauðanum að aftra þeim frá því að lofa Guð, elska hann, hlýða honum og treysta. Margir munu sameinast þeim hópi sem bíöur eftir endurkomu Jesú Krists á meðan aðrir munu feykjast burt eins og sandur í eyðimörk. Ógurlegur tími sáldunarinnar mun eiga sér stað er óvinurinn og herskari hans mun leita þess að uppræta lærisveina Guðs hér á jörðu. Þessa jörð, sem er uppfull af þjáningum, mun umlykja erfiðari tími en nokkru sinni fyrr. En við höfum þetta loforð: „því að Drottinn byggir upp Síon og birtist í dýrð sinni." (Sl 102.16). Hvers vegna kemur Jesús aftur? Hvers vegna kemur Jesús aftur til jarðar sem virðist hafa hafnað honum og hans orði? Besta svarið er þetta: Af því að hann sagði að hann myndi gera það. Önnur góð ástæða er sú að hann ætlar að „taka okkur til sín“. Hann mun einnig binda enda á drottnun syndarinnar. Hann mun leiða Satan og hans fylgjendur fyrir dóm og til eyðingar Hann mun veita umbun sem einungis hans óendanlega viska getur veitt. Hann mun bjarga týndum sálum sem fundu hann áður en hliði AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.