Aðventfréttir - 01.11.2007, Qupperneq 25

Aðventfréttir - 01.11.2007, Qupperneq 25
Verkefni Láttu börnin klippa niður litaðan pappír í ræmur (4x10 sm). Á hvern strimil á að skrifa eitt loforð um endurkomu Jesú. Tengdu saman allar ræmurnar og gerðu langa keðju. Hengdu hana upp í herberginu þínu til að minna þig á að loforð Jesús um að hann muni koma aftur sem konungur konunganna. Föstudaqur Stórkostlegir endurfundir Minnisvers „og sögðu: Galíleu- menn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins''(P 1.11). Tilbúin, viðbúin... Sýndu myndir eða stutt videó af brúðkaupi, afmælisboði eða ættar- móti. Hvers vegna eru ættarmót svona spennandi og skemmtileg? Hvað gerið þið þegar stórfjölskyldan hittist? Saga Þetta var á áttræðisafmælinu hans afa. Allir höfðu farið snemma á fætur til að undirbúa fyrir veisluna. Mamma og systur hennar voru á fullu í eldhúsinu. Frænkur og frændur hörfðu þegar byrjað að streyma. Rene, Bruce, Cheryl og önnur frændsystkini voru líka á leiðinni. Spennandi dagur! Yolanda hafi lengi hlakkað til þessarar veislu því hana langaði að sýna frændsystkinum sínum nýja trjá- hýsið sitt. En hvað það yrði gaman að halda teboð þar! „Hæ krakkar! Gaman að sjá ykkuh' sagði Yolanda glaðlega þegar hún faðmaði Cheryl og Bruce, um leið og þau komu inn um dyrnar. „Vá þarna eru Rene og Kitty" bætti Yolanda. „Á ég að segja ykkur svolítið" sagði Yolanda og augu hennar glömpuðu, „pabbi byggði trjáhýsi fyrir mig. Viljið þið sjá?" Krökkunum fannst svo gaman í trjáhýsinu að þau vildu heldur vera þar en með fullorðna fólkinu í garðinum. En þetta var nú einu sinni afmælið hans afa og allir voru komnir til að samfagna með honum. Svo var líka rosalega stór afmæliskaka. Allir krakkarnir hjálpuðu afa við að blása á kertin. Veislan stóð til 11 um kvöldið. Yolöndu finnst mjög gaman í veislum þar sem allir hittast, hún og frænd- systkini hennar eru þegar farin að tala um næsta tilefni þegar ættin kemur öll saman aftur. Lexía Vissir þú að það bíður okkar önnur stór- kostleg veisla? Mjög brátt, mun Jesús taka okkur heim þar sem verða endur- fundir fyrir allan heiminn. í Biblíunni stendur „Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru I trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt i skýjum til fundar við Drottin I loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma “(1Þ 4.16-17). Þetta verða endur- fundir fyrir allan heiminn. Við vorum aðskilin frá Guði vegna syndarinnar en vegna dauða Jesú á krossinum verða þessir endurfundir mögulegir. Vá! Getur þú séð fyrir þér að Jesús komi í eigin persónu til að fylgja þér til húss föðursins? Jesús tók Enok fyrir langa löngu til himna (1M 5.24). Hann kom líka og tók Elía til himna í eldvagni (2Kon 2.11). í þetta skipti mun Jesús koma til að taka okkur úr heiminum sem er fullur af synd, vandræðum og dauða. Hann ætlar að taka okkur til sín. Hlustið á hverju hann hefur lofað: “Ég fer að búa ykkur stað. Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er (Jh 14.2). Þetta loforð mun Jesús halda! Ertu ekki spennt/ur yfir þessum miklu endurfundum? Hagnýting Biddu kennarann þinn eða foreldra þlna t að heimsækja barnaspítala eða munaðarleysingjarhæli. Farðu með lit- skrúðugar blöðrur og Biblíuvers til að gefa börnunum. Þú skalt binda versin við blöðrurnar. Segðu þeim frá hinum dá- samlegu endurfundum sem við getum haldið þegar Jesús kemur aftur. Segðu þeim að treysta á Jesús sem er að koma aftur til að taka ykkur heim í hús sitt. Umræða 1. Hvernig myndi þér líða ef einhvern sem þú þekkir væri að deyja úr krabba- meini? 2. Segjum sem svo að einhver myndi segja við þig, „Ég er svo þreytt á þessum heimi. Hér eru eintómar skotárásir í skólanum, hryðjuverkaárásir og mann- rán.“ Hvað myndir þú segja við hann? Hvaða vers úr Biblíunni getur þú notað til að hjálpa þessum einstaklingi að treysta á betri framtíð? Verkefni Semdu lag eða Ijóð um hina miklu endurfundi á himnum með Jesú og Guði. Deildi því með vinum þinum í hvíldardagsskólanum. Seinni hvíldardaqur Sumar á herragarði Schmidts Minnisvers „Og nótt mun ekki framar til vera og þeir þurfa ekki lampaljós né sólarljós, því að Drottinn Guð skín á þá og þeir munu ríkja um aldir alda" (Opb 22.5). Tilbúin, viðbúin... Sýndu mismunandi myndir af hús- næði, frá smá kofum til herragarða. Spyrðu: í hvernig húsi vilt þú búa? Hvers vegna? Sagan Klukkan var 6 á sunnudagsmorgni og Hans var þegar vaknaður. Þetta var dagurinn sem hann hafði beðið eftir! Fjölskyldan var að fara að heimsækja afa og ömmu Schmidt I Þýskalandi. Þau ætluðu að verja heilum mánuði þar. Hann gat ekki beðið eftir því að sjá afa og ömmu. Hann var samt sérstak- lega spenntur fyrir stóra herragarðinum hans afa, sem leit út eins og kastali. Þar voru þrjár hæðir með mörgum herbergjum hver, þar sem hann gat falið sig og leikið sér með systkinum sínum. Að sjálfsögðu yrðu frændsystkini þeirra þarna líka. Vá, hann varð bara spenntur af til- hugsuninni einni saman! Löng flugferðin var það eina sem ekki var spennandi. Eftir að því virtist langt ferðalag komu þau að Schmidt herragarðinum að kvöldi og Hans fór strax að sofa. Bjart sólskinið sem skein inn um gluggann næsta morgun vakti hann. Hann áttaði sig snarlega á þvi að hann var á herragarðinum hans afa og stökk á fætur. Hann hljóp niður til að hitta ömmu og afa. „Góðan dag!“ sagði Hans spenntur þegar að hann faðmaði afa og ömmu Schmidt. „Ég er svo glaður að vera kominn hingað!“ „Við söknuðum ykkar allra. En nú munum við eyða heilum mánuði saman," sagði amma brosandi. Hver dagur leið hratt I augum Hans, það var svo mikið að gera. flölskyldan fór að veiða í vatninu, í gönguferðir í fjöllunum fyrir aftan herragarðinn og í AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007 |

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.