Aðventfréttir - 01.11.2007, Síða 10
Þegar að Jesús spurði lærisveina
sína „hvern segið þér mig vera?”
svaraði Pétur „Þú ert Kristur, sonur
hins lifanda Guðs. og Jesús sagði: „
Sæll ert þú, Símon Jónasson! Hold og
blóð hefur ekki opinberað þér þetta,
heldur faðir minn á himnum”. (Mt
16.15-17). Þótt að vitsmunir og reynsla
séu vissulega nothæf verkfæri eru þau
ekki uppspretta sannleikans. Suma
hluti þarf að opinbera svo hægt sé að
skilja þá.
Hvernig opinberar Guðs sig þá fyrir
okkur?
1. Orðs Guðs kemur til okkar frá
persónunni, Jesú. Hann er orð Guðs
holdi klæddur. Jesús kom til
jarðarinnar sem fulltrúi Guðs Gamla
testamentisins, sem sagði „Ég hefi
sannlega séð ánauð þjóðar minnar í
Egyptalandi... Ég er ofan farinn til að
frelsa hana af hendi Egypta og til að
leiða hana úr þessu landi “ (2M 3.7,8).
Sami Guð sem frelsaði þjóð sína úr
útlegð kemur nú sem Jesús Kristur til
að frelsa fólk sitt um allan heiminn.
Hann hefurséð raunirokkar, þjáningar
okkar valda honum áhyggjum og hann
kom til að bjarga okkur. Hann sagði:
„Hver yðar getur sannað á mig
synd?“ (Jh 8.46). Það gat enginn þá.
Það getur enginn nú.
2. Orð Guðs kemur til okkar fyrir
orð Jesú. Biblían er orð Guðs. Aðal-
markmið hennar er að opinbera Guð
svo við getum þekkt hann (Jh 17.3).
Þetta er nauðsynlegt vegna þess að
mótstöðumaður hans hefur borið á
hann falskar sakir, lyndiseinkunn hans
hefur verið misskilin. Öll Biblian er
langur vitnisburður um hver Guð sé og
hvernig hann tekst á við vandamál
syndarinnar í heiminum hans. Við þurfum
að taka ákvörðun um það hvoru liðinu við
viljum tilheyra.
Orð Guðs eru áreiðanleg. Það segir
að við séum syndarar því að það er ná-
kvæmlega það sem við öll erum. Þegar
Hinn algilda
sannleika er
ekki að finna í
vitsmunum né
náttúrunni.
hann segir „Ég elska þig“ elskar hann þig.
Þegar hann segir við þig „Faðir minn
elskar þig“ þá elskar faðirinn þig. Ef það
væri ekki svo, hefði hann sagt þér það!
(Sl 119.89; Mt 24.35; 1Pt 1.25).
3. Guðs orð kemur til okkar með pré-
dikun. Prédikun er flutningur á orði Guðs.
„Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður?
Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Guð
ekki gjört speki heimsins að heimsku? Því
þar eð heimurinn með speki sinni þekkti
ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að
frelsa þá, er trúa, með heimsku pré-
dikunarinnar. “ (1Kor 1.20-21).
„Og þess vegna þökkum vér lika Guði
án afláts, því að þegar þér veittuð viðtöku
Til AÐVENTFRÉTTIR
Nóvember 2007
því orði Guðs, sem vér boðuðum, þá
tókuð þér ekki við því sem manna orði,
heldur sem Guðs orði, - eins og það i
sannleika er. Og það sýnir kraft sinn i
yður, sem trúið“ (1Þ 2.13).
í hvert skipti sem orð Guðs er pré-
dikað, eins og það kemur fyrir i inn-
blásnu orði hans (Biblíunni), þá gerist
eitthvað yfirnáttúrulegt og leyndar-
dómsfullt. Einstaklingar sem hlýða
kallinu fara frá þessum heimi inn í
guðsríki. Saga mín verður hluti af sögu
hans. Við fáum fullvissuna um eilífa
tilvist á komandi öldum, eilíft líf með
föðurnum í þeim „vistarverum" sem
hann er að búa okkur.
Hvernig veistu það sem þú veist?
„Væri ekki svo, hefði ég sagt yður“
sagði Jesús. Jesús er algjörlega
áreiðanlegur. Orð hans eru áreiðanleg.
Dag einn getum við verið með honum
í konungsríkinu, þegar allt skapað mun
syngja „söng Móse og söng lambsins"
á glerhafinu. Fjölskylda Guðs verður þá
loks sameinuð (Opb 15.3).
Spurningar til thugunar og umræðu
1. Margir leggja í dag aðaláhersluna á
tilfinningar sinar. Hvers vegna eru
tilfinningar ekki áreiðanleg uppspretta
sannleika?
2. Hvað er gott og hvað er slæmt við
það að rannsaka náttúruna sem upp-
haf sannleikans?
Daniel Duda starfar fyrir Stór-Evrópudeildina í
St. Albans, Englandi þar sem hann gegnir starfi ritara
prestadeildarinnar og deildarstjóra menntasviðs.