Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 14

Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 14
Eða: Gleðinnar boðskap ég ber, fagnaðarsöngva ég syng, fyrirheit frelsarans sjálfs: Kristur mun koma senn Sumir bregðast við endurkomunni sem væri hún ævintýri En sjáið hann nú! Komandi í skýjunum ásamt herskara himnanna. Ég sé hann - ekki með þyrnikórónuna, heldur skínandi kórónu. Ekki í purpurakápu (Jh 19.5), heldur í björtum glæsi- klæðum. Jóhannes, sem skráði Opin- berunarbókina segir hann bera nöfnin „Trúr og Sannur" (Opb 19.11), og titilinn „Konungur konunga og Drottinn drottna “ (Opb 19.16). Sigurinn er hans og einnig allra þeirra sem þvegnir hafa verið í blóði hans. Ég heyri í óteljandi hvellum lúðrum (Mt 24:31) sem boða komu hans. Dá- samleg hljómkviða! Englarnir sem greindu frá fyrri komu hans með söng munu nú bæta við hljóðfærum þegar þeir tilkynna seinni komu hans. Endurvakning vonarinnar Ég hef samt sem áður áhyggjur af því að sumir líti á endurkomuna sem ævin- týri - eitthvað sem lítur vel út á pappír en ekki er vænst að gerist. Annir hversdagsins hafa slökkt á fjörugu ímyndunarafli okkar. Við hvorki syngjum né heyrum frá ræðustólum þessi orð vonar eins og áður var. Við syngjum sjaldnar gömlu söngvana en áður. Söngva eins og: Eg mun brátt sjá auglit Jesús, ásýnd kæra frelsarans. Hvernig mun, að fullu' er fæ ég fagnað mætti kærleikans? Eða: Hæst á gullnum glerhafströndum guðsmaðurinn standa sér friða sveit með hörpu'í höndum, Herrans nafn þar sérhver ber. Þessir lúnir lífs á vegi liðu sakir meistarans, nú á þráðum Drottins degi dýran hljóta sigurkrans. Ég óttast að okkar nýja takmarkaða ímyndunarafl orsaki andlegt þrot hjá okkur - þrot af þvi að við höfum enga von. Það er auðvelt að glata voninni þegar við höfum ekki yfir orð vonarinnar; þ.e. þegar við gleymum að hugleiða fyrir- heit Guðs. Nú er tími til að endurvekja vonina. Og rétt í þessu man ég eftir enn öðrum sálmi, sem sungin hefur verið á samkomum um allan heim í gegnum árin: Þessi 'er vor brennheit trúarvissuvon, vonin að Drottinn komi brátt. Trú þá oss veitir hæstur himna son, heilaga trú á orðsins mátt. Syni mínum er enn ekki vel við að ég yfirgefi húsið eftir að farið er að dimma - sem er eini lausi tíminn sem ég hef til að fara í göngutúr. „Þarftu að fara í göngu," spyr hann. „Já,“ segi ég, „en ég kem aftur eftir 45 mínútur". Eina vonin hans er að hann sé ekki sofnaður þegar að ég kem aftur. Það hefur komið fyrir að þessar 45 mínútur séu næstum útrunnar þegar ég nálgast húsið og þá sé ég hann í stofuglugg- anum veifandi. Það er dimmt úti en allt I einu er lífið orðið bjartara. Með orðum sálmahöfundarins sjáum við „Hina nýju jörð í nálægð skína" Já , „Svo nálæg Jesús koma þín“-sá dagur þegar Jesús mun taka börn sín, sem af trúfesti og í gleði vænta komu hans, heim til fyrirheitna landsins. Tölum um þá von á heimilum okkar. Prédikum um hana frá ræðustólum okkar. Syngjum um hana í kórnum okkar og í söfnuðinum okkar. Af hverju? Af því að Jesús sagði okkur að þetta fyrirheit hans myndi rætast og þá hlýtur það að vera satt: „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt..., kem ég aftur [áhersla höfundar] og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er“ (Jh 14.3). Spurningartil íhugunarog umræðu 1. Við erum aðventistar - við trúum að Jesús sé að koma aftur. En hefur von okkar bliknað? Ef svo er, af hverju? 2. Sum okkar hafa beðið eftir því að Jesús komi aftur í 20, 30, 40, eða jafn- vel 50 ár. Hvernig getum við haldið þessari von á lofti eftir því sem árin líða? 3. Hver er uppáhaldssálmurinn þinn um endurkomuna? William Hucks er aðalritsjóri tímaritsins Ministry. AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.